„Gott og hreinskiptið samtal“ sneri ekki ákvörðun Arion Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2020 07:00 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Vísir/Baldur Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka, um lokun á útibúi bankans í bænum. Bæjarráð hótaði því að hætta viðskiptum sínum við Arion myndi bankinn ekki draga ákvörðun sína til baka, en lítið hefur breyst í þeim efnum. Arion greindi frá því í upphafi mánaðar að til stæði að loka útibúi bankans við Sunnumörk í Hveragerði og sameina það útibúinu á Selfossi. Hugmyndin fór öfugt ofan í bæjarráð Hveragerðisbæjar sem setti lokun útibúsins efst á dagskrá fundar síns 7. maí. „Dragi Arion banki ekki til baka áætlanir sínar um lokun hér í Hveragerði mun bæjarstjórn endurskoða viðskipti sín við bankann,“ sagði í lok bókunar bæjarráðsins. Þjónustufulltrúar á dvalarheimilið Núna, 22 dögum síðar, er staðan óbreytt. Útibúið hefur verið lokað síðan 26. mars þegar Arion lokaði öllum útibúum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum stendur ekki til að opna það aftur. „Áfram verður hraðbanki á staðnum þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta m.a. tekið út og lagt inn seðla, greitt reikninga og millifært. Við erum að vinna í því að finna hraðbankanum nýja staðsetningu þannig að hann geti verið aðgengilegur allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Einnig er stefnt að því að starfsfólk Arion banka muni verða með vikulegar þjónustuheimsóknir á dvalarheimilið á meðan þörf krefur,“ segir í svari Arion til fréttastofu. Heldur í vonina Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segist ennþá vona að forsvarsmenn bankans taki tillit til þeirra sjónarmiða sem Hvergerðingar hafi sett fram. Hún hafi þannig átt „mjög gott og hreinskiptið samtal“ við bankastjóra Arion þar sem þau ræddu meðal annars um mikilvægi þeirrar þjónustu sem útibúið veitti í bæjarfélaginu. „Hér í Hveragerði er rekið stórt dvalar og hjúkrunarheimili auk þess sem hlutfall eldra fólks sem búsett er í Hveragerði er óvenju hátt á landsvísu. Mikill fjöldi ferðamanna fer hér um daglega auk þess sem fyrirtæki í bænum hafa reitt sig á þessa þjónustu,“ segir Aldís. Útibúið hafi þannig veitt þessum hópum mikilvæga þjónustu - „og það er alveg ljóst að standi forsvarsmenn Arion banka við þessi áform mun það hafa veruleg áhrif til skerðingar lífsgæða fyrir ákveðinn hóp fólks,“ segir Aldís. Engin útibú í bænum Hveragerðisbær hefur þó ekki ennþá valið sér nýjan viðskiptabanka, þó svo að Arion hafi ekki breytt ákvörðun sinni. Hvorki Landsbankinn né Íslandsbanki eru með útibú í Hveragerði. Sem fyrr segir vonar Aldís að Arion sjái að sér. „Það mun valda okkur miklum vonbrigðum ef að fyrirtæki eins og Arion sér sér ekki fært að halda úti afgreiðslu í tæplega 3.000 manna samfélagi og ljúki þannig með þeim hætti áratuga dyggu þjónustusambandi við Hvergerðinga,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir. Hveragerði Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hveragerði hótar að hætta viðskiptum við Arion loki bankinn útibúinu Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum 8. maí 2020 11:10 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka, um lokun á útibúi bankans í bænum. Bæjarráð hótaði því að hætta viðskiptum sínum við Arion myndi bankinn ekki draga ákvörðun sína til baka, en lítið hefur breyst í þeim efnum. Arion greindi frá því í upphafi mánaðar að til stæði að loka útibúi bankans við Sunnumörk í Hveragerði og sameina það útibúinu á Selfossi. Hugmyndin fór öfugt ofan í bæjarráð Hveragerðisbæjar sem setti lokun útibúsins efst á dagskrá fundar síns 7. maí. „Dragi Arion banki ekki til baka áætlanir sínar um lokun hér í Hveragerði mun bæjarstjórn endurskoða viðskipti sín við bankann,“ sagði í lok bókunar bæjarráðsins. Þjónustufulltrúar á dvalarheimilið Núna, 22 dögum síðar, er staðan óbreytt. Útibúið hefur verið lokað síðan 26. mars þegar Arion lokaði öllum útibúum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum stendur ekki til að opna það aftur. „Áfram verður hraðbanki á staðnum þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta m.a. tekið út og lagt inn seðla, greitt reikninga og millifært. Við erum að vinna í því að finna hraðbankanum nýja staðsetningu þannig að hann geti verið aðgengilegur allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Einnig er stefnt að því að starfsfólk Arion banka muni verða með vikulegar þjónustuheimsóknir á dvalarheimilið á meðan þörf krefur,“ segir í svari Arion til fréttastofu. Heldur í vonina Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segist ennþá vona að forsvarsmenn bankans taki tillit til þeirra sjónarmiða sem Hvergerðingar hafi sett fram. Hún hafi þannig átt „mjög gott og hreinskiptið samtal“ við bankastjóra Arion þar sem þau ræddu meðal annars um mikilvægi þeirrar þjónustu sem útibúið veitti í bæjarfélaginu. „Hér í Hveragerði er rekið stórt dvalar og hjúkrunarheimili auk þess sem hlutfall eldra fólks sem búsett er í Hveragerði er óvenju hátt á landsvísu. Mikill fjöldi ferðamanna fer hér um daglega auk þess sem fyrirtæki í bænum hafa reitt sig á þessa þjónustu,“ segir Aldís. Útibúið hafi þannig veitt þessum hópum mikilvæga þjónustu - „og það er alveg ljóst að standi forsvarsmenn Arion banka við þessi áform mun það hafa veruleg áhrif til skerðingar lífsgæða fyrir ákveðinn hóp fólks,“ segir Aldís. Engin útibú í bænum Hveragerðisbær hefur þó ekki ennþá valið sér nýjan viðskiptabanka, þó svo að Arion hafi ekki breytt ákvörðun sinni. Hvorki Landsbankinn né Íslandsbanki eru með útibú í Hveragerði. Sem fyrr segir vonar Aldís að Arion sjái að sér. „Það mun valda okkur miklum vonbrigðum ef að fyrirtæki eins og Arion sér sér ekki fært að halda úti afgreiðslu í tæplega 3.000 manna samfélagi og ljúki þannig með þeim hætti áratuga dyggu þjónustusambandi við Hvergerðinga,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir.
Hveragerði Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hveragerði hótar að hætta viðskiptum við Arion loki bankinn útibúinu Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum 8. maí 2020 11:10 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Hveragerði hótar að hætta viðskiptum við Arion loki bankinn útibúinu Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum 8. maí 2020 11:10