Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2020 17:00 Isavia ANS er dótturfélag Isavia ohf. Það annast íslenska flugstjórnarsvæðið sem nær yfir 5,4 milljón ferkílómetra svæði yfir Norður-Atlantshafi. Mikið hefur dregið úr flugumferð vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. Isavia ANS, dóttufélag Isavia ohf. sem sér um rekstur íslenska flugstjórnarsvæðisins, sagði upp um hundrað flugumferðarstjórum í flugstjórnarmiðstöð sinni í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur þar sem kveðið er á um 75% starfshlutfall. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir þetta sársaukaminnstu aðgerðina til þess að bregðast við sjóðsstreymisvanda félagsins vegna mikils samdráttar í tekjum í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir við Vísi að leiðin sem Isavia ANS kaus að fara til að leysa úr sjóðsstreymi sínu hafi komið félaginu á óvart. Flugumferðarstjórar hafi ítrekað sagst tilbúnir að leita allra leiða til að leysa vandann og bent á aðrar leiðir sem þeir telja færari. Ekki hafi fengist viðbrögð við þeim hugmyndum. Að hans mati hafi engar eiginlegar viðræður um lausn átt sér stað. Isavia ANS hafi lagt fram eina tillögu sem stjórn FÍF hafi ekki talið færa og hafnað. Um leið hafi félagið hins vegar lýst sig tilbúið til annarra lausna, þar á meðal að taka upp launalið í kjarasamningum FÍF við Isavia ohf. þannig að félagsmenn tækju á sig launaskerðingu. Slík lausn hefði ekki aðeins dregið úr launakostnaði Isavia ANS heldur samsteypunnar í heild. „Þeirri leið var í raun ekki svarað,“ segir Arnar sem telur að Isavia ANS hafi ákveðið að þrýsta niður þennan útvalda hóp til að leysa vanda sinn. Það bendi til þess að ekki séu allir að róa á sama báti í því ástandi sem nú er uppi. Framkvæmdastjóri Isavia ANS sagði Vísi í dag að með aðgerðunum í dag hafi verið reynt að halda í ráðningasamband við flugumferðarstjóra. Arnar segir á móti að með uppsögn á ráðningarsamningi sé í raun verið að rjúfa ráðningarsamband við flugumferðarstjóra. Arnar vill ekki fullyrða hvað félagið gerir í framhaldinu fyrr en eftir stjórnarfund. „Það verður öllum sagt upp um mánaðamótin en annað gerist ekki í bili. Það er búið að boða til félagsfundar og stjórnarfundar og fundar með okkar sérfræðingum,“ segir hann. Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. Isavia ANS, dóttufélag Isavia ohf. sem sér um rekstur íslenska flugstjórnarsvæðisins, sagði upp um hundrað flugumferðarstjórum í flugstjórnarmiðstöð sinni í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur þar sem kveðið er á um 75% starfshlutfall. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir þetta sársaukaminnstu aðgerðina til þess að bregðast við sjóðsstreymisvanda félagsins vegna mikils samdráttar í tekjum í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir við Vísi að leiðin sem Isavia ANS kaus að fara til að leysa úr sjóðsstreymi sínu hafi komið félaginu á óvart. Flugumferðarstjórar hafi ítrekað sagst tilbúnir að leita allra leiða til að leysa vandann og bent á aðrar leiðir sem þeir telja færari. Ekki hafi fengist viðbrögð við þeim hugmyndum. Að hans mati hafi engar eiginlegar viðræður um lausn átt sér stað. Isavia ANS hafi lagt fram eina tillögu sem stjórn FÍF hafi ekki talið færa og hafnað. Um leið hafi félagið hins vegar lýst sig tilbúið til annarra lausna, þar á meðal að taka upp launalið í kjarasamningum FÍF við Isavia ohf. þannig að félagsmenn tækju á sig launaskerðingu. Slík lausn hefði ekki aðeins dregið úr launakostnaði Isavia ANS heldur samsteypunnar í heild. „Þeirri leið var í raun ekki svarað,“ segir Arnar sem telur að Isavia ANS hafi ákveðið að þrýsta niður þennan útvalda hóp til að leysa vanda sinn. Það bendi til þess að ekki séu allir að róa á sama báti í því ástandi sem nú er uppi. Framkvæmdastjóri Isavia ANS sagði Vísi í dag að með aðgerðunum í dag hafi verið reynt að halda í ráðningasamband við flugumferðarstjóra. Arnar segir á móti að með uppsögn á ráðningarsamningi sé í raun verið að rjúfa ráðningarsamband við flugumferðarstjóra. Arnar vill ekki fullyrða hvað félagið gerir í framhaldinu fyrr en eftir stjórnarfund. „Það verður öllum sagt upp um mánaðamótin en annað gerist ekki í bili. Það er búið að boða til félagsfundar og stjórnarfundar og fundar með okkar sérfræðingum,“ segir hann.
Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29