Íslenski boltinn

Hörður Ingi á endanum til FH frá ÍA

Sindri Sverrisson skrifar
Hörður Ingi Gunnarsson er leikmaður U21-landsliðsins.
Hörður Ingi Gunnarsson er leikmaður U21-landsliðsins. vísir/vilhelm

Bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt FH eftir að hafa leikið með ÍA síðustu tvö ár.

Í febrúar fullyrti umboðsmaður Harðar í viðtali við Fótbolta.net að ÍA hefði hafnað mettilboði í kappann. Hvað svo sem að til er í því þá varð ekkert af vistaskiptum Harðar þá og fór hann til reynslu hjá norska liðinu Start. Nú er hins vegar ljóst að hann mun leika með FH í sumar en FH greindi frá þessu í kvöld.

Hörður Ingi er 21 árs gamall og fór með liði ÍA upp úr 1. deild sumarið 2018 og lék svo með liðinu í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Áður hafði hann leikið með HK og Víkingi Ó. en Hörður Ingi er uppalinn hjá FH. Hann á að baki 12 leiki fyrir U21-landslið Íslands og alls 23 leiki fyrir yngri landsliðin.

FH hefur í vetur misst nokkurn fjölda leikmanna en fengið sterka leikmenn í Daníel Hafsteinssyni, Baldri Sigurðssyni og nú Herði Inga.


Tengdar fréttir

Segir ÍA hafa hafnað mettilboði í íslenskum fótbolta

FH-ingar vilja endurheimta bakvörðinn Hörð Inga Gunnarsson frá ÍA og eru tilbúnir að borga hærra verð en áður hefur verið greitt fyrir leikmann í félagaskiptum á milli tveggja íslenskra knattspyrnufélaga. Skagamenn vilja hins vegar halda leikmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×