Lífið

Guðný María dælir út lögum á YouTube rás sinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðný er með 1700 fylgjendur á YouTube.
Guðný er með 1700 fylgjendur á YouTube.

Guðný María Arnþórsdóttir er tónlistarkona sem hefur gefið út töluvert magn af lögum í gegnu tíðina. Hún birtir lögin aðallega á YouTube-síðu sinni.

Þar er hún með 1700 fylgjendur og nokkuð vinsæl. Rætt var við Guðnýju í Harmageddon í gær en hún var að gefa út nýtt lag sem ber heitið In the Circle og var það frumflutt í þættinum í gær.

Guðný gaf síðan út lagið Brátt má aftur fyrir nokkrum vikum og er það óður til ástandsins sem hefur verið um heim allan undanfarna mánuði. Hún hefur verið í söngskóla undanfarnar vikur.

„Heilinn er eins og vöðvi. Ef þú hættir að læra þá rýrnar hann,“ segir Guðný sem hefur þann draum að koma sínum lögum í kvikmyndir erlendis.

„Það væri geðveikt að ná því.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Guðnýju og lagið nýja.

Hér að neðan má síðan sjá eitt af myndböndum Guðnýjar við lagið Brátt má aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×