Lífið

Brynjar sig gallaskyrtu í ólíkum aðstæðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Joshua Reuben David er verslunarstjóri í Levis-búðinni í Kringlunni.
Joshua Reuben David er verslunarstjóri í Levis-búðinni í Kringlunni. vísir/vilhelm/einkasafn

„Þetta er rosalega vinsæl skyrta og þykir voðalega nýmóðins,“ segir Joshua Reuben David, betur þekktur undir heitinu Buxnahvíslarinn, en hann starfar sem verslunarstjóri í Levis-búðinni í Kringlunni.

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur heldur betur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna mánuði vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Í gær vakti viðtal við hann í Kastljósinu mikla athygli en þar var Kári mættur í ljósri Levis-gallaskyrtu.

Kári virðist vera mjög hrifinn af skyrtunni og klæðist henni ítrekað við mismunandi aðstæður eins og Steinþór Helgi bendir á á Twitter.

 Kári var aftur mættur í sömu gallaskyrtu í heimsókn sinni í Stjórnarráðið í morgun, tvo daga í röð brynjar hann sig gallaskyrtunni.

„Þetta eru yfirleitt framsæknir menn eða konur sem kaupa svona skyrtu. Það eru þrír öruggir litir, svart, hvítt og grátt og yfirgnæfandi meirihluti fer í það. Það eru þessir sem eru sjálfsöruggir sem fara í liti og ljóst. Ljósar gallaskyrtur hafa ekki verið beint vinsælar fram að þessum tímapunkti og yfirleitt kaupir fólk dökkar gallaskyrtur. Þú þarft að geta synt pínulítið á móti straumnum og þarf að vera smá trendsetter í svona málum.“

Bergsteinn Sigurðsson, sem sér um Menninguna í Ríkissjónvarpinu, fjallaði um „buxnahvíslarann“ í Bakþönkum árið 2013.

Umrædd skyrta kostar 10.990 krónur í Levis-búðinni í Kringlunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.