„Þegar ránin byrja, þá hefst skothríðin“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2020 06:50 Trump segir nauðsynlegt að ná tökum á ástandinu í Minneapolis og hótar því að láta skjóta mótmælendur, grípi þeir til rána. AP/Evan Vucci Mótmælendur í Minneapolis fögnuðu ákaft í gærkvöldi er þeir kveiktu í lögreglustöð í borginni. Lögreglustöðin hafði verið yfirgefin þremur dögum áður vegna umfangsmikilla mótmæla, sem breyst hafa í óeirðir á tímum, vegna dauða George Floyd. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti um óeirðirnar í morgun og sagði „þessa óþokka“ vanvirða minningu Floyd og það myndi hann aldrei leyfa. Forsetinn gagnrýndi borgarstjóra Minneapolis, sem er demókrati, harðlega og sagði hann þurfa að ná tökum á borginni. Annars myndi Trump senda þjóðvarðliðið gegn mótmælendum og „vinna verkið rétt“. Trump sagðist einnig hafa rætt við Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota, og tilkynnt honum að herinn stæði með honum. „Verði einhver vandræði munum við taka völdin,“ skrifaði Trump og bætti við: „en þegar ránin byrja, þá hefst skothríðin.“ ....These THUGS are dishonoring the memory of George Floyd, and I won t let that happen. Just spoke to Governor Tim Walz and told him that the Military is with him all the way. Any difficulty and we will assume control but, when the looting starts, the shooting starts. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2020 Uppfært: Twitter hefur dregið úr aðgangi að tístinu vegna þess að það brýtur gegn skilmálum fyrirtækisins. Sjá einnig: Twitter segir Trump hafa hvatt til ofbeldis Floyd dó þegar lögregluþjónn hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. Hann kvartaði yfir því að ná ekki andanum og bað lögregluþjóninn um að drepa sig ekki. Jafnvel þó vegfarendur kvörtuðu yfir aðferðum lögreglunnar og bentu á þegar Floyd hætti að hreyfa sig, aðhöfðust lögregluþjónarnir ekki. Sjá einnig: Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Hér má sjá frétt MSNBC frá því í nótt, þegar kveikt var í lögreglustöðinni. Walz kallaði út þjóðvarðliðið í gærkvöldi, að beiðni borgarstjóra Minneapolis, en samkvæmt AP fréttaveitunni er óljóst hvert standi til að senda hermennina. Þeir hafi ekki verið á vettvangi í nótt. Sjá einnig: „Þeir myrtu bróður minn“ Í tísti sem birt var í nótt stóð að 500 meðlimir þjóðvarðliðsins hafi verið kallaðir út og þeirra verkefni sé meðal annars að tryggja að slökkvilið Minneapolis geti svarað útköllum. We are here with the Minneapolis Fire Department ready to assist so they can safely do their mission. pic.twitter.com/FjsCJ5B8d0— MN National Guard (@MNNationalGuard) May 29, 2020 Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Mótmælendur í Minneapolis fögnuðu ákaft í gærkvöldi er þeir kveiktu í lögreglustöð í borginni. Lögreglustöðin hafði verið yfirgefin þremur dögum áður vegna umfangsmikilla mótmæla, sem breyst hafa í óeirðir á tímum, vegna dauða George Floyd. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti um óeirðirnar í morgun og sagði „þessa óþokka“ vanvirða minningu Floyd og það myndi hann aldrei leyfa. Forsetinn gagnrýndi borgarstjóra Minneapolis, sem er demókrati, harðlega og sagði hann þurfa að ná tökum á borginni. Annars myndi Trump senda þjóðvarðliðið gegn mótmælendum og „vinna verkið rétt“. Trump sagðist einnig hafa rætt við Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota, og tilkynnt honum að herinn stæði með honum. „Verði einhver vandræði munum við taka völdin,“ skrifaði Trump og bætti við: „en þegar ránin byrja, þá hefst skothríðin.“ ....These THUGS are dishonoring the memory of George Floyd, and I won t let that happen. Just spoke to Governor Tim Walz and told him that the Military is with him all the way. Any difficulty and we will assume control but, when the looting starts, the shooting starts. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2020 Uppfært: Twitter hefur dregið úr aðgangi að tístinu vegna þess að það brýtur gegn skilmálum fyrirtækisins. Sjá einnig: Twitter segir Trump hafa hvatt til ofbeldis Floyd dó þegar lögregluþjónn hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. Hann kvartaði yfir því að ná ekki andanum og bað lögregluþjóninn um að drepa sig ekki. Jafnvel þó vegfarendur kvörtuðu yfir aðferðum lögreglunnar og bentu á þegar Floyd hætti að hreyfa sig, aðhöfðust lögregluþjónarnir ekki. Sjá einnig: Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Hér má sjá frétt MSNBC frá því í nótt, þegar kveikt var í lögreglustöðinni. Walz kallaði út þjóðvarðliðið í gærkvöldi, að beiðni borgarstjóra Minneapolis, en samkvæmt AP fréttaveitunni er óljóst hvert standi til að senda hermennina. Þeir hafi ekki verið á vettvangi í nótt. Sjá einnig: „Þeir myrtu bróður minn“ Í tísti sem birt var í nótt stóð að 500 meðlimir þjóðvarðliðsins hafi verið kallaðir út og þeirra verkefni sé meðal annars að tryggja að slökkvilið Minneapolis geti svarað útköllum. We are here with the Minneapolis Fire Department ready to assist so they can safely do their mission. pic.twitter.com/FjsCJ5B8d0— MN National Guard (@MNNationalGuard) May 29, 2020
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira