Twitter segir Trump hafa hvatt til ofbeldis Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2020 08:16 AP/Matt Rourke Forsvarsmenn Twitter segja nýlegt tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa brotið gegn skilmálum fyrirtækisins varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þeir segja það hins vegar í hag almennings að tístið sé sýnilegt og var því sú ákvörðun tekin að fjarlægja það ekki og draga þess í stað úr aðgengi fólks að því. Tístið sem um ræðir er annað tveggja þar sem forsetinn skrifaði um mótmælin og óeirðirnar í Minneapolis. Hótaði Trump því að senda þjóðvarðliðið gegn mótmælendum og skipa hermönnum að skjóta á þá. Í yfirlýsingu frá Twitter segir að sögulegt samhengi orða Trump skipti miklu máli. Þau ummæli eru í takt við það sem alræmdur lögreglustjóri í Miami sagði á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við höfum gripið til þessa ráðs með því markmiði að koma í veg fyrir að aðrir grípi til ofbeldisverka, en höfum haldið tístinu á Twitter því það er mikilvægt að almenningur geti áfram séð það vegna tengsla þess við mikilvæg málefni líðandi stundar,“ segir í yfirlýsingu Twitter. As is standard with this notice, engagements with the Tweet will be limited. People will be able to Retweet with Comment, but will not be able to Like, Reply or Retweet it. https://t.co/V3T521zjnj— Twitter Comms (@TwitterComms) May 29, 2020 Forsetinn hefur staðið í stappi við Twitter á undanförnum dögum. Í gær skrifaði hann svo undir forsetatilskipun þar sem hann skipaði embættismönnum að endurskoða lög sem vernda samfélagmiðlafyrirtæki gegn því að bera ábyrgð á því sem notendur setja inn á umrædda samfélagsmiðla. Trump hefur ítrekað kvartað yfir því að hann og aðrir íhaldsmenn séu ritskoðaðir af samfélagsmiðlafyrirtækjum og vill hann refsa þeim. Hann er í miklu uppnámi yfir því að Twitter hafi í fyrsta skipti merkt tíst hans með fyrirvara þar sem vísað var á staðreyndavöktun fjölmiðla á þriðjudag. Í tístunum fór Trump með ósannindi um tengsl póstatkvæða, sem ýmis ríki vilja gera kjósendum auðveldara að nota í kórónuveirufaraldrinum, og kosningasvika. Eins og fram kemur í umfjöllun Washington Post gæti tilskipun Trump leitt til nýrra reglna og refsinga varðandi internetið. Ekki bara fyrir samfélagsmiðlafyrirtæki, heldur gæti tilskipunin haft áhrif á allar vefsíður, smáforriti og þjónustur á netinu. Sérfræðingar segja nánast öruggt að tilskipunin muni enda fyrir dómstólum og þá sérstaklega á þeim grundvelli að hún grafi undan málfrelsi í Bandaríkjunum. Nú þegar hafa gagnrýnendur á þingi, í tækniiðnaðinum og víðar sakað Hvíta húsið um að reyna að nota opinberar stofnanir til að ná fram persónulegum hefndum fyrir Trump. Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Sjá meira
Forsvarsmenn Twitter segja nýlegt tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa brotið gegn skilmálum fyrirtækisins varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þeir segja það hins vegar í hag almennings að tístið sé sýnilegt og var því sú ákvörðun tekin að fjarlægja það ekki og draga þess í stað úr aðgengi fólks að því. Tístið sem um ræðir er annað tveggja þar sem forsetinn skrifaði um mótmælin og óeirðirnar í Minneapolis. Hótaði Trump því að senda þjóðvarðliðið gegn mótmælendum og skipa hermönnum að skjóta á þá. Í yfirlýsingu frá Twitter segir að sögulegt samhengi orða Trump skipti miklu máli. Þau ummæli eru í takt við það sem alræmdur lögreglustjóri í Miami sagði á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við höfum gripið til þessa ráðs með því markmiði að koma í veg fyrir að aðrir grípi til ofbeldisverka, en höfum haldið tístinu á Twitter því það er mikilvægt að almenningur geti áfram séð það vegna tengsla þess við mikilvæg málefni líðandi stundar,“ segir í yfirlýsingu Twitter. As is standard with this notice, engagements with the Tweet will be limited. People will be able to Retweet with Comment, but will not be able to Like, Reply or Retweet it. https://t.co/V3T521zjnj— Twitter Comms (@TwitterComms) May 29, 2020 Forsetinn hefur staðið í stappi við Twitter á undanförnum dögum. Í gær skrifaði hann svo undir forsetatilskipun þar sem hann skipaði embættismönnum að endurskoða lög sem vernda samfélagmiðlafyrirtæki gegn því að bera ábyrgð á því sem notendur setja inn á umrædda samfélagsmiðla. Trump hefur ítrekað kvartað yfir því að hann og aðrir íhaldsmenn séu ritskoðaðir af samfélagsmiðlafyrirtækjum og vill hann refsa þeim. Hann er í miklu uppnámi yfir því að Twitter hafi í fyrsta skipti merkt tíst hans með fyrirvara þar sem vísað var á staðreyndavöktun fjölmiðla á þriðjudag. Í tístunum fór Trump með ósannindi um tengsl póstatkvæða, sem ýmis ríki vilja gera kjósendum auðveldara að nota í kórónuveirufaraldrinum, og kosningasvika. Eins og fram kemur í umfjöllun Washington Post gæti tilskipun Trump leitt til nýrra reglna og refsinga varðandi internetið. Ekki bara fyrir samfélagsmiðlafyrirtæki, heldur gæti tilskipunin haft áhrif á allar vefsíður, smáforriti og þjónustur á netinu. Sérfræðingar segja nánast öruggt að tilskipunin muni enda fyrir dómstólum og þá sérstaklega á þeim grundvelli að hún grafi undan málfrelsi í Bandaríkjunum. Nú þegar hafa gagnrýnendur á þingi, í tækniiðnaðinum og víðar sakað Hvíta húsið um að reyna að nota opinberar stofnanir til að ná fram persónulegum hefndum fyrir Trump.
Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Sjá meira