Heita Lengjudeildirnar sumarið 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 12:20 Eyjamenn spila í Lengjudeildinni í sumar og eru líklegir til að endurheimta sætið sitt meðal þeirra bestu. Vísir/Daníel Þór Íslenskar getraunir og Íslenskur Toppfótbolti hafa samið um markaðsréttindi Lengjunnar vegna 1. deildar karla og kvenna í knattspyrnu fyrir sumarið 2020. Íslensku b-deildirnar heita Lengjudeildirnar sumarið 2020. Deildirnar hafa verið nefndar eftir Inkasso sem hefur verið styrktaraðili 1. deildar karla og kvenna í fótbolta síðustu ár en því samstarfi lauk eftir síðustu leiktíð. Lengjudeild karla á að hefjast föstudaginn 19. júní en daginn áður hefst keppni í Lengjudeild kvenna. „Það er spennandi knattspyrnusumar fram undan og Íslenskar getraunir vilja halda áfram að styðja þétt við bakið á íslenskri knattspyrnu eins og fyrirtækið hefur gert í áraraðir samhliða öðru íþróttalífi í landinu. Við erum gríðarlega ánægð með að fá tækifæri til að vinna enn frekar með knattspyrnufélögum í landinu og munum leggja kapp á að kynna deildina vel fyrir landanum í góðu samstarfi við félögin í deildunum. Deildin í ár inniheldur feykilega öflug félög með góða dreifingu um land allt, það er okkar von að landsmenn sæki vel leiki deildarinnar á flakki sínu um landið í sumar,“ segir Einar Njálsson markaðsstjóri Íslenskra Getrauna, í fréttatilkynningu. „Það ríkir mikil ánægja hjá okkur í ÍTF með nýjan samstarfsaðila fyrir 1.deild karla og kvenna. Það er verið að stíga stór skref í sögu ÍTF með þessum samningi en þetta er í fyrsta skiptið sem samtökin selja nafnarétt að íslenskri knattspyrnu. Við erum gríðarlega spennt fyrir samstarfinu enda finnum við fyrir miklum metnaði hjá Íslenskum getraunum. Knattspyrnusumarið er loksins að byrja og okkur hlakkar öllum gríðarlega til. Það ber að þakka Inkasso kærlega fyrir frábært samstarf síðastliðin ár en þeir lögðu ákveðinn grunn sem við vorum staðráðin í að viðhalda og byggja ofan á. Það er því sannarlega fagnaðarefni að fá inn jafn öflugan aðila og Íslenskar getraunir sem hafa stutt frábærlega við íslenskt íþróttalíf í áratugi,“ segir Haraldur Haraldsson formaður ÍTF. Fótbolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Íslenskar getraunir og Íslenskur Toppfótbolti hafa samið um markaðsréttindi Lengjunnar vegna 1. deildar karla og kvenna í knattspyrnu fyrir sumarið 2020. Íslensku b-deildirnar heita Lengjudeildirnar sumarið 2020. Deildirnar hafa verið nefndar eftir Inkasso sem hefur verið styrktaraðili 1. deildar karla og kvenna í fótbolta síðustu ár en því samstarfi lauk eftir síðustu leiktíð. Lengjudeild karla á að hefjast föstudaginn 19. júní en daginn áður hefst keppni í Lengjudeild kvenna. „Það er spennandi knattspyrnusumar fram undan og Íslenskar getraunir vilja halda áfram að styðja þétt við bakið á íslenskri knattspyrnu eins og fyrirtækið hefur gert í áraraðir samhliða öðru íþróttalífi í landinu. Við erum gríðarlega ánægð með að fá tækifæri til að vinna enn frekar með knattspyrnufélögum í landinu og munum leggja kapp á að kynna deildina vel fyrir landanum í góðu samstarfi við félögin í deildunum. Deildin í ár inniheldur feykilega öflug félög með góða dreifingu um land allt, það er okkar von að landsmenn sæki vel leiki deildarinnar á flakki sínu um landið í sumar,“ segir Einar Njálsson markaðsstjóri Íslenskra Getrauna, í fréttatilkynningu. „Það ríkir mikil ánægja hjá okkur í ÍTF með nýjan samstarfsaðila fyrir 1.deild karla og kvenna. Það er verið að stíga stór skref í sögu ÍTF með þessum samningi en þetta er í fyrsta skiptið sem samtökin selja nafnarétt að íslenskri knattspyrnu. Við erum gríðarlega spennt fyrir samstarfinu enda finnum við fyrir miklum metnaði hjá Íslenskum getraunum. Knattspyrnusumarið er loksins að byrja og okkur hlakkar öllum gríðarlega til. Það ber að þakka Inkasso kærlega fyrir frábært samstarf síðastliðin ár en þeir lögðu ákveðinn grunn sem við vorum staðráðin í að viðhalda og byggja ofan á. Það er því sannarlega fagnaðarefni að fá inn jafn öflugan aðila og Íslenskar getraunir sem hafa stutt frábærlega við íslenskt íþróttalíf í áratugi,“ segir Haraldur Haraldsson formaður ÍTF.
Fótbolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira