Sportið í dag: Stútfullur 90 mínútna þáttur í opinni dagskrá með Kára sem gestastjórnanda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2020 13:33 Síðasti þáttur Sportsins í dag fyrir sumarfrí verður pakkfullur. Kári Kristján Kristjánsson verður gestastjórnandi og gestur þáttarins og farið verður um víðan völl. vísir/vilhelm Lokaþáttur Sportsins í dag fyrir sumarfrí verður hinn veglegasti. Þátturinn er venju samkvæmt klukkan 15:00 og verður að þessu sinni í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport, Stöð 2 Vísi sem og á Vísi. Kári Kristján Kristjánsson er bæði gestur og gestastjórnandi þáttarins í dag. Eyjamaðurinn hefur slegið í gegn með innslögum sínum í þættinum og vel við hæfi að hann verði í síðasta þættinum fyrir sumarfrí. Kári mun sitja í settinu með Henry Birgi en Kjartan Atli verður í beinni frá golfvellinum í Grindavík þar sem lokahóf Domino's Körfuboltakvölds er í fullum gangi. Þar sem þetta er síðasti þátturinn fyrir sumarfrí þá verður þátturinn lengri í dag eða um 90 mínútur. Það er líka stútfullur þáttur í dag. Dagný Brynjarsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmenn Selfoss, verða í viðtali og ræða komandi sumar sem og umræðuna um launamál í kvennaboltanum. Sú umræða var í hámarki eftir að Anna Björk samdi við Selfoss. Þátturinn kíkir í heimsókn hjá KSÍ þar sem verið er að senda alla gömlu landsliðsbúningana langt út í heim enda von á nýjum búningum frá Puma. Einnig var nýr styrktaraðili næstefstu deildanna í knattspyrnu kynntur í Laugardalnum í dag og þau mál verða skoðuð. Karl Jónsson, fyrrum leikmaður og körfuknattleiksþjálfari, fer yfir ábyrgð höfuðborgarsvæðisins í íslenskum körfubolta. Kristján Einar Kristjánsson fer svo yfir viðburði helgarinnar á Stöð 2 eSport. Að lokum verður kíkt í nýjan og glæsilegan búningsklefa Víkings þar sem einnig verður skoðuð áhugaverð leið til þess að sótthreinsa búningsklefa á tímum Covid. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Lokaþáttur Sportsins í dag fyrir sumarfrí verður hinn veglegasti. Þátturinn er venju samkvæmt klukkan 15:00 og verður að þessu sinni í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport, Stöð 2 Vísi sem og á Vísi. Kári Kristján Kristjánsson er bæði gestur og gestastjórnandi þáttarins í dag. Eyjamaðurinn hefur slegið í gegn með innslögum sínum í þættinum og vel við hæfi að hann verði í síðasta þættinum fyrir sumarfrí. Kári mun sitja í settinu með Henry Birgi en Kjartan Atli verður í beinni frá golfvellinum í Grindavík þar sem lokahóf Domino's Körfuboltakvölds er í fullum gangi. Þar sem þetta er síðasti þátturinn fyrir sumarfrí þá verður þátturinn lengri í dag eða um 90 mínútur. Það er líka stútfullur þáttur í dag. Dagný Brynjarsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmenn Selfoss, verða í viðtali og ræða komandi sumar sem og umræðuna um launamál í kvennaboltanum. Sú umræða var í hámarki eftir að Anna Björk samdi við Selfoss. Þátturinn kíkir í heimsókn hjá KSÍ þar sem verið er að senda alla gömlu landsliðsbúningana langt út í heim enda von á nýjum búningum frá Puma. Einnig var nýr styrktaraðili næstefstu deildanna í knattspyrnu kynntur í Laugardalnum í dag og þau mál verða skoðuð. Karl Jónsson, fyrrum leikmaður og körfuknattleiksþjálfari, fer yfir ábyrgð höfuðborgarsvæðisins í íslenskum körfubolta. Kristján Einar Kristjánsson fer svo yfir viðburði helgarinnar á Stöð 2 eSport. Að lokum verður kíkt í nýjan og glæsilegan búningsklefa Víkings þar sem einnig verður skoðuð áhugaverð leið til þess að sótthreinsa búningsklefa á tímum Covid. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira