Veðurstofan hyggst mæta óskum bæjarfélaga um „betri“ veðurspár Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2020 21:06 Árni Snorrason veðurstofustjóri. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Það er alkunna að Íslendingar vilja ferðast eftir veðrinu og nú þegar stefnir í að þjóðin ætli að ferðast innanlands í sumar hefur aldrei verið mikilvægara fyrir hagsmunaaðila að fá góða veðurspá. Veðurstofan hyggst koma til móts við þessar óskir, - þó ekki með því með því að spá alltaf veðurblíðu heldur með nákvæmari veðurspám fyrir bæjarfélög landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum á Vísi á dögunum frá óánægju íbúa á Hólmavík með að aðalspákort Veðurstofunnar fyrir Strandir sýndi í raun veðrið í 400 metra hæð á Steingrímsfjarðarheiði en ekki á Hólmavík og þar gæti munað heilum tíu gráðum í hita. Sjá hér: Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði Árni Snorrason veðurstofustjóri segir Hólmvíkinga hafa nokkuð til síns máls. „Á landskortinu okkar þá er Steingrímsfjarðarheiði sýnd og það er náttúrlega ákaflega óhagfellt á sumrin. En kannski á veturna er það betra. En hins vegar á landshlutakortinu, þá er Hólmavík sýnd. En við erum alltaf að reyna að bæta þetta og erum í samskiptum við Hólmvíkinga um þetta og vonandi finnum við góða lausn á þessu.“ Frá Hólmavík við Steingrímsfjörð. Mynd/Vísir. Hann segir Veðurstofuna þó þurfa að lúta alþjóðlegum stöðlum um að nærumhverfi trufli ekki mælingar. Þannig hafi stöðin á Kirkjubæjarklaustri verið færð þegar trjálundur var farinn að gefa of mikið skjól. „Við þekkjum þetta víðar, eins og frá Egilsstöðum. Þar erum við núna að mæla á flugvellinum,“ segir veðurstofustjóri, en það þýðir að meiri vindur mælist þar en ef stöðin væri inni í bænum, umgirt trjágróðri. Vestmannaeyingar vilja sýna aðra mynd en veðrið á Stórhöfða. „Það má ekki gleyma því að þessar veðurstöðvar voru ekki síst fyrir sjófarendur og fyrir sjómenn, meðal annars í Vestmannaeyjum. En það er engin launung að þar er gríðarlegur munur á veðri. Það hefur verið lagað í samvinnu við heimamenn.“ Ísfirðingar spyrja hversvegna aðalstöðin á norðanverðum Vestfjörðum sé Bolungarvík en Árni segir Alþjóðaflugmálastofnunina í samstarfi um þá stöð og greiða fyrir hana. „Það val var algerlega grundvallað á flugvellinum á Ísafirði, aðflugsskilyrðum þar.“ En Veðurstofan hyggst bæta úr með því að bjóða upp á svipaða framsetningu og norska stöðin yr.no þar sem menn geti séð spá fyrir hverja sveit og jafnvel einstök hverfi á Reykjavíkursvæðinu. „Vonandi fer það í loftið á næstu - ég vil kannski ekki segja á næstu mánuðum, en næstu einu til tveimur misserum – þar sem menn sjá í rauninni okkar besta mat á veðri á sem flestum punktum á landinu, þar með öllum sveitarfélögum,“ segir Árni Snorrason veðurstofustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Strandabyggð Skaftárhreppur Fljótsdalshérað Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Tengdar fréttir Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík. 22. maí 2020 17:17 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Það er alkunna að Íslendingar vilja ferðast eftir veðrinu og nú þegar stefnir í að þjóðin ætli að ferðast innanlands í sumar hefur aldrei verið mikilvægara fyrir hagsmunaaðila að fá góða veðurspá. Veðurstofan hyggst koma til móts við þessar óskir, - þó ekki með því með því að spá alltaf veðurblíðu heldur með nákvæmari veðurspám fyrir bæjarfélög landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum á Vísi á dögunum frá óánægju íbúa á Hólmavík með að aðalspákort Veðurstofunnar fyrir Strandir sýndi í raun veðrið í 400 metra hæð á Steingrímsfjarðarheiði en ekki á Hólmavík og þar gæti munað heilum tíu gráðum í hita. Sjá hér: Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði Árni Snorrason veðurstofustjóri segir Hólmvíkinga hafa nokkuð til síns máls. „Á landskortinu okkar þá er Steingrímsfjarðarheiði sýnd og það er náttúrlega ákaflega óhagfellt á sumrin. En kannski á veturna er það betra. En hins vegar á landshlutakortinu, þá er Hólmavík sýnd. En við erum alltaf að reyna að bæta þetta og erum í samskiptum við Hólmvíkinga um þetta og vonandi finnum við góða lausn á þessu.“ Frá Hólmavík við Steingrímsfjörð. Mynd/Vísir. Hann segir Veðurstofuna þó þurfa að lúta alþjóðlegum stöðlum um að nærumhverfi trufli ekki mælingar. Þannig hafi stöðin á Kirkjubæjarklaustri verið færð þegar trjálundur var farinn að gefa of mikið skjól. „Við þekkjum þetta víðar, eins og frá Egilsstöðum. Þar erum við núna að mæla á flugvellinum,“ segir veðurstofustjóri, en það þýðir að meiri vindur mælist þar en ef stöðin væri inni í bænum, umgirt trjágróðri. Vestmannaeyingar vilja sýna aðra mynd en veðrið á Stórhöfða. „Það má ekki gleyma því að þessar veðurstöðvar voru ekki síst fyrir sjófarendur og fyrir sjómenn, meðal annars í Vestmannaeyjum. En það er engin launung að þar er gríðarlegur munur á veðri. Það hefur verið lagað í samvinnu við heimamenn.“ Ísfirðingar spyrja hversvegna aðalstöðin á norðanverðum Vestfjörðum sé Bolungarvík en Árni segir Alþjóðaflugmálastofnunina í samstarfi um þá stöð og greiða fyrir hana. „Það val var algerlega grundvallað á flugvellinum á Ísafirði, aðflugsskilyrðum þar.“ En Veðurstofan hyggst bæta úr með því að bjóða upp á svipaða framsetningu og norska stöðin yr.no þar sem menn geti séð spá fyrir hverja sveit og jafnvel einstök hverfi á Reykjavíkursvæðinu. „Vonandi fer það í loftið á næstu - ég vil kannski ekki segja á næstu mánuðum, en næstu einu til tveimur misserum – þar sem menn sjá í rauninni okkar besta mat á veðri á sem flestum punktum á landinu, þar með öllum sveitarfélögum,“ segir Árni Snorrason veðurstofustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Strandabyggð Skaftárhreppur Fljótsdalshérað Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Tengdar fréttir Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík. 22. maí 2020 17:17 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík. 22. maí 2020 17:17