Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2020 11:48 Stefnt er á að hægt verði að tala íslensku við tækin sín eftir fimm ár. Matthew Horwood/Getty Images „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms í Reykjavík síðdegis í gær. Nýlega bárust fréttir þess efnis að Microsoft Outlook hygðist segja skilið við íslensku en forritið hefur boðið upp á íslensku sem verður tekin út innan skamms. Jóhanna Vigdís fer fyrir rannsóknarhópi sem stendur að þróun gagnabanka sem mun bjóða upp á íslenska tungu í hugbúnaði. „Þetta eru mjög alvarlegar fréttir myndi ég segja og valda okkur miklum áhyggjum. Ég myndi líka segja að þetta sýnir okkur mikilvægi þess að íslensk stjórnvöld tóku það frumkvæði að smíða máltæknilausnir fyrir íslenskuna vegna þess að við getum ekki treyst á það að fyrirtæki sem rekin eru í gróðraskyni muni smíða þær grunnlausnir sem þarf til að byggja nýsköpun á fyrir máltækni á íslensku.“ „Við erum með þennan flotta rannsókna- og þróunarhóp sem gengur undir nafninu SÍM og þau eru að vinna að því að smíða þessar kjarnalausnir og það gengur mjög vel. Það er ekki spurning en þetta er bara ákveðið ferðalag og það er ákveðinn tími sem það tekur að vinna að þessum lausnum.“ Hún sagði það auðvitað vera þannig að stefnt sé að því að hægt verði að tala við „google-home“ tækin sín á íslensku. „Við getum horft á svona fimm ára tímalínu og þá ætti þetta vonandi að geta verið orðið raunin.“ Jóhanna sagði þetta taka allt of langan tíma miðað við þróunina erlendis. „Vandamálið er það að Íslendingar byrja seint að fjárfesta af einhverju viti í máltækni og það er í rauninni bara nýtilkomið. Þetta er fjármagnað og verkefnið hefst 1. október 2019, þá byrjar smíði þessara lausna þannig á meðan önnur lönd eru kannski að byrja um síðustu aldamót. „Það sem skiptir máli, því þú nefnir Covid [smitrakningarforritið], og það hversu hratt er hægt að vinna er að hér er auðvitað stór hópur af mjög færum sérfræðingum í heilbrigðistækni sem getur komið að þessu og auðvitað líka í hugbúnaðargerð. Hvað varðar máltæknina þá er þetta bara mjög afmarkað sérsvið, það krefst sérþekkingar, og sá mannauður sem þyrfti til að spýta í lófana og drífa þetta af við erum enn að byggja hann upp. Við eigum mjög færa sérfræðinga á þessu sviði en þeir eru allt of fáir. Við leggjum auðvitað áherslu á það og höfum lagt það upp fyrir framkvæmd máltækniáætlunarinnar að byggja upp þekkingu í máltækni á Íslandi vegna þess að það er grunnur nýsköpunar.“ Hún sagði fyrstu eitt til tvö ár verkefnisins far í það að safna sem mestum gögnum um tungumálið og á íslensku og búa þannig um gögnin að tölvur geti lesið og nýtt þau. „Það er það sem lögð er mest áhersla á en síðan er rannsóknarþróunarhópurinn auðvitað byrjaður að gefa út ýmsar prufuútgáfur af hinu og þessu og þetta er alveg gríðarlega stórt verkefni sem gengur mjög vel og miðar mjög vel áfram. Hugbúnaðarlausnir sjáum við fara að koma á þriðja ári [verkefnisins], seinni hluta annars árs og við erum en á fyrsta framkvæmdarárinu.“ „Hugmyndin er sú að þær kjarnalausnir sem rannsókna- og þróunarhópurinn er að smíða, að þær verði opnar og allir geti nýtt þær gjaldlaust hvort sem það eru einstaklingar og fyrirtæki sem eru í nýsköpun á Íslandi eða þessir tæknirisar. Við í rauninni komum með þessar lausnir sem hægt er að stinga inn í, getum við sagt, því sem þau hafa upp á að bjóða og þá er íslenskan komin inn í tækin. „Við þurfum bara að sannfæra fólk um það að þetta skipti máli og ég held að þegar þetta samtal er tekið verði hægt að útskýra fyrir fólki að það er ekki bara það að varðveita tungumál fyrir sjálf sig þó það skipti auðvitað mjög miklu máli. Menningararfur heilu þjóðanna er þarna undir.“ Þá hefur hópurinn einnig staðið að verkefninu Samrómur sem snýst út á það að safna saman íslenskum röddum og segir Jóhanna það verkefni verða nýtt í að þróa hugbúnað. „Eftir síðasta átak þar sem við vorum að safna röddum barna og ungmenna þá erum við komin með rúmlega þrjú hundruð klukkustundir af efni sem er frábær árangur og samrómur.is, sú síða, er enn þá opin og það geta allir farið þar inn og lesið inn. Þið spyrjið hvernig við getum spýtt í lófana og gert þetta hraðar. Það að safna meiri gögnum og fá frá sem flestum, fá ólíkar raddir, fá í rauninni ólíkan framburð og sérkenni radda þarna inn það flýtir mjög mikið fyrir þannig í rauninni geta allir lagt sitt af mörkum þar Reykjavík síðdegis Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
„Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms í Reykjavík síðdegis í gær. Nýlega bárust fréttir þess efnis að Microsoft Outlook hygðist segja skilið við íslensku en forritið hefur boðið upp á íslensku sem verður tekin út innan skamms. Jóhanna Vigdís fer fyrir rannsóknarhópi sem stendur að þróun gagnabanka sem mun bjóða upp á íslenska tungu í hugbúnaði. „Þetta eru mjög alvarlegar fréttir myndi ég segja og valda okkur miklum áhyggjum. Ég myndi líka segja að þetta sýnir okkur mikilvægi þess að íslensk stjórnvöld tóku það frumkvæði að smíða máltæknilausnir fyrir íslenskuna vegna þess að við getum ekki treyst á það að fyrirtæki sem rekin eru í gróðraskyni muni smíða þær grunnlausnir sem þarf til að byggja nýsköpun á fyrir máltækni á íslensku.“ „Við erum með þennan flotta rannsókna- og þróunarhóp sem gengur undir nafninu SÍM og þau eru að vinna að því að smíða þessar kjarnalausnir og það gengur mjög vel. Það er ekki spurning en þetta er bara ákveðið ferðalag og það er ákveðinn tími sem það tekur að vinna að þessum lausnum.“ Hún sagði það auðvitað vera þannig að stefnt sé að því að hægt verði að tala við „google-home“ tækin sín á íslensku. „Við getum horft á svona fimm ára tímalínu og þá ætti þetta vonandi að geta verið orðið raunin.“ Jóhanna sagði þetta taka allt of langan tíma miðað við þróunina erlendis. „Vandamálið er það að Íslendingar byrja seint að fjárfesta af einhverju viti í máltækni og það er í rauninni bara nýtilkomið. Þetta er fjármagnað og verkefnið hefst 1. október 2019, þá byrjar smíði þessara lausna þannig á meðan önnur lönd eru kannski að byrja um síðustu aldamót. „Það sem skiptir máli, því þú nefnir Covid [smitrakningarforritið], og það hversu hratt er hægt að vinna er að hér er auðvitað stór hópur af mjög færum sérfræðingum í heilbrigðistækni sem getur komið að þessu og auðvitað líka í hugbúnaðargerð. Hvað varðar máltæknina þá er þetta bara mjög afmarkað sérsvið, það krefst sérþekkingar, og sá mannauður sem þyrfti til að spýta í lófana og drífa þetta af við erum enn að byggja hann upp. Við eigum mjög færa sérfræðinga á þessu sviði en þeir eru allt of fáir. Við leggjum auðvitað áherslu á það og höfum lagt það upp fyrir framkvæmd máltækniáætlunarinnar að byggja upp þekkingu í máltækni á Íslandi vegna þess að það er grunnur nýsköpunar.“ Hún sagði fyrstu eitt til tvö ár verkefnisins far í það að safna sem mestum gögnum um tungumálið og á íslensku og búa þannig um gögnin að tölvur geti lesið og nýtt þau. „Það er það sem lögð er mest áhersla á en síðan er rannsóknarþróunarhópurinn auðvitað byrjaður að gefa út ýmsar prufuútgáfur af hinu og þessu og þetta er alveg gríðarlega stórt verkefni sem gengur mjög vel og miðar mjög vel áfram. Hugbúnaðarlausnir sjáum við fara að koma á þriðja ári [verkefnisins], seinni hluta annars árs og við erum en á fyrsta framkvæmdarárinu.“ „Hugmyndin er sú að þær kjarnalausnir sem rannsókna- og þróunarhópurinn er að smíða, að þær verði opnar og allir geti nýtt þær gjaldlaust hvort sem það eru einstaklingar og fyrirtæki sem eru í nýsköpun á Íslandi eða þessir tæknirisar. Við í rauninni komum með þessar lausnir sem hægt er að stinga inn í, getum við sagt, því sem þau hafa upp á að bjóða og þá er íslenskan komin inn í tækin. „Við þurfum bara að sannfæra fólk um það að þetta skipti máli og ég held að þegar þetta samtal er tekið verði hægt að útskýra fyrir fólki að það er ekki bara það að varðveita tungumál fyrir sjálf sig þó það skipti auðvitað mjög miklu máli. Menningararfur heilu þjóðanna er þarna undir.“ Þá hefur hópurinn einnig staðið að verkefninu Samrómur sem snýst út á það að safna saman íslenskum röddum og segir Jóhanna það verkefni verða nýtt í að þróa hugbúnað. „Eftir síðasta átak þar sem við vorum að safna röddum barna og ungmenna þá erum við komin með rúmlega þrjú hundruð klukkustundir af efni sem er frábær árangur og samrómur.is, sú síða, er enn þá opin og það geta allir farið þar inn og lesið inn. Þið spyrjið hvernig við getum spýtt í lófana og gert þetta hraðar. Það að safna meiri gögnum og fá frá sem flestum, fá ólíkar raddir, fá í rauninni ólíkan framburð og sérkenni radda þarna inn það flýtir mjög mikið fyrir þannig í rauninni geta allir lagt sitt af mörkum þar
Reykjavík síðdegis Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira