Börnin sem enginn vill fá heim Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2020 12:54 Aðstæðurnar í fangabúðunum þykja ömurlegar. EPA/AHMED MARDNLI Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim og vilja það ekki. Þegar sjö ára stúlka frá Frakklandi vektist alvarlega í síðasta mánuði var þó flugvél send eftir henni og hún flutt til Frakklands. Móðir hennar, tveir bræður og tvíburasystur voru þó skilin eftir. Þegar vígamenn Íslamska ríkisins töpuðu yfirráðasvæði hryðjuverkasamtakanna í Írak og Sýrlandi tókst mörgum vígamönnum frá svæðinu að koma sér fyrir meðal íbúa og fela sig. Erlendir vígamenn gátu það hins vegar ekki og voru flestir þeirra felldir. Fjölmargir enduðu þó í haldi Kúrda. Fjölskyldur þeirra enduðu sömuleiðis í haldi Kúrda og síðan hefur lítill sem enginn vilji verið fyrir því að taka á móti fólkinu í heimalöndum þeirra og hafa Kúrdar setið upp með þau og tilheyrandi kostnað. Aðstæður ekki góðar og munu ekki skána Kúrdar hafa þó ekki burði til að halda svo mörgum föngum í langan tíma og vöruðu við því strax að aðstæður yrðu ekki góðar í þessum búðum. Margir hafa verið fluttir til Írak þar sem þeir hafa að mestu verið dæmdir til dauða eftir stutt og jafnvel umdeild réttarhöld. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt umrædd ríki harðlega fyrir að taka ekki á móti börnum vígamanna og segja þau meðal annars í hættu á að aðhyllast gildum og málflutningi ISIS-liða. Þó flest ríki vilji ekki taka á móti umræddum börnum er vert að taka fram að yfirvöld ríkja eins og Rússlands, Kósóvó, Tyrklands, Úsbekistan og Kasakstan hafa tekið á móti minnst hundrað börnum í hverju ríki. Í búðunum er einnig skortur á matvælum og vatni auk þess sem börnin fá ekki menntun og heilbrigðisþjónustu. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða áhrif Covid-19 gæti haft í búðunum. Ekkert smit hefur greinst í þeim en enn sem komið er hefur ekkert verið skimað fyrir sjúkdómnum þar. Í frétt New York Times segir að einhver barnanna hafi búið í þessum fangabúðum um árabil og minnst níu börn sem áttu evrópska foreldra hafi dáið á undanförnum árum. Þau eru sögð hafa dáið af ástæðum sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir. Lítill vilji til að fá börnin heim en enginn vilji til að taka við foreldrunum Meðal þeirra ástæðna sem forsvarsmenn ríkjanna sem um ræðir vísa til varðandi það að ekki sé hægt að flytja börnin til heimalanda foreldra þeirra eru erfiðleikar við að sannreyna hverjir foreldrar þeirra eru, hætturnar við að senda erindreka á átakasvæði og að ekki sé vilji til að slíta börnin frá mæðrum þeirra. Þó lítill vilji sé til að taka við börnunum er nánast enginn vilji til að flytja mæðurnar heim og hvað þá feður þeirra. Embættismenn óttast að geta ekki tekið á móti börnunum án þess að taka einnig við foreldrunum. Reynslan hefur sýnt að erfitt er að sakfella ISIS-liða heima fyrir. Sérfræðingar sem blaðamenn NYT ræddu við segja þó að mál frönsku stúlkunnar sýni að hægt sé að flytja börnin heim. Heilt yfir eru Frakkar þó mjög mótfallnir því að flytja vígamenn og börn þeirra aftur til Frakklands. Af um 300 börnum franskra foreldra hafa um átján verið flutt til Frakklands. Ríkisstjórn Frakklands gerir lítinn greinarmun á mönnum og konum sem gengu til liðs við ISIS og segja að réttast væri að rétta yfir þeim í Sýrlandi eða Írak. En eins og áður segir óttast sérfræðingar að verið sé að búa til nýja kynslóð hryðjuverkamanna í fangabúðunum í Sýrlandi. Sýrland Frakkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Fleiri fréttir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sjá meira
Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim og vilja það ekki. Þegar sjö ára stúlka frá Frakklandi vektist alvarlega í síðasta mánuði var þó flugvél send eftir henni og hún flutt til Frakklands. Móðir hennar, tveir bræður og tvíburasystur voru þó skilin eftir. Þegar vígamenn Íslamska ríkisins töpuðu yfirráðasvæði hryðjuverkasamtakanna í Írak og Sýrlandi tókst mörgum vígamönnum frá svæðinu að koma sér fyrir meðal íbúa og fela sig. Erlendir vígamenn gátu það hins vegar ekki og voru flestir þeirra felldir. Fjölmargir enduðu þó í haldi Kúrda. Fjölskyldur þeirra enduðu sömuleiðis í haldi Kúrda og síðan hefur lítill sem enginn vilji verið fyrir því að taka á móti fólkinu í heimalöndum þeirra og hafa Kúrdar setið upp með þau og tilheyrandi kostnað. Aðstæður ekki góðar og munu ekki skána Kúrdar hafa þó ekki burði til að halda svo mörgum föngum í langan tíma og vöruðu við því strax að aðstæður yrðu ekki góðar í þessum búðum. Margir hafa verið fluttir til Írak þar sem þeir hafa að mestu verið dæmdir til dauða eftir stutt og jafnvel umdeild réttarhöld. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt umrædd ríki harðlega fyrir að taka ekki á móti börnum vígamanna og segja þau meðal annars í hættu á að aðhyllast gildum og málflutningi ISIS-liða. Þó flest ríki vilji ekki taka á móti umræddum börnum er vert að taka fram að yfirvöld ríkja eins og Rússlands, Kósóvó, Tyrklands, Úsbekistan og Kasakstan hafa tekið á móti minnst hundrað börnum í hverju ríki. Í búðunum er einnig skortur á matvælum og vatni auk þess sem börnin fá ekki menntun og heilbrigðisþjónustu. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða áhrif Covid-19 gæti haft í búðunum. Ekkert smit hefur greinst í þeim en enn sem komið er hefur ekkert verið skimað fyrir sjúkdómnum þar. Í frétt New York Times segir að einhver barnanna hafi búið í þessum fangabúðum um árabil og minnst níu börn sem áttu evrópska foreldra hafi dáið á undanförnum árum. Þau eru sögð hafa dáið af ástæðum sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir. Lítill vilji til að fá börnin heim en enginn vilji til að taka við foreldrunum Meðal þeirra ástæðna sem forsvarsmenn ríkjanna sem um ræðir vísa til varðandi það að ekki sé hægt að flytja börnin til heimalanda foreldra þeirra eru erfiðleikar við að sannreyna hverjir foreldrar þeirra eru, hætturnar við að senda erindreka á átakasvæði og að ekki sé vilji til að slíta börnin frá mæðrum þeirra. Þó lítill vilji sé til að taka við börnunum er nánast enginn vilji til að flytja mæðurnar heim og hvað þá feður þeirra. Embættismenn óttast að geta ekki tekið á móti börnunum án þess að taka einnig við foreldrunum. Reynslan hefur sýnt að erfitt er að sakfella ISIS-liða heima fyrir. Sérfræðingar sem blaðamenn NYT ræddu við segja þó að mál frönsku stúlkunnar sýni að hægt sé að flytja börnin heim. Heilt yfir eru Frakkar þó mjög mótfallnir því að flytja vígamenn og börn þeirra aftur til Frakklands. Af um 300 börnum franskra foreldra hafa um átján verið flutt til Frakklands. Ríkisstjórn Frakklands gerir lítinn greinarmun á mönnum og konum sem gengu til liðs við ISIS og segja að réttast væri að rétta yfir þeim í Sýrlandi eða Írak. En eins og áður segir óttast sérfræðingar að verið sé að búa til nýja kynslóð hryðjuverkamanna í fangabúðunum í Sýrlandi.
Sýrland Frakkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Fleiri fréttir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sjá meira