„Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. júní 2020 22:58 Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Nokkrir bandaríkjamenn sem búa á Íslandi hafa skipulagt fund um samstöðu við mótmælendur í Bandaríkjunum á miðvikudag. Einn skipuleggjenda segir gríðarlega mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Þau Dori Levett Baldvinsson , Derek T. Allan og Sante Feaster eru frá Bandaríkjunum en búa á Íslandi. Þau hafa upplifað varnarleysi síðustu daga og ákváðu ásamt nokkrum öðrum Bandaríkjamönnum að skipuleggja samstöðufund við mótmælendur í Bandaríkjunum. Fundurinn verður á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. „Þetta verður friðsamleg samkoma til að heiðra George Floyd og allt það fólk á undan honum sem hefur verið ranglega myrt,“ segir Dori Levett Baldvinsson. „Við erum að gera þetta til þess að varpa ljósi á aðstæðurnar í Bandaríkjunum og víða um heiminn,“ segir Derek T. Allen. Mótmælin séu í raun orðin alþjóðleg hreyfing en samstöðufundir hafa verið haldnir í borgum víða um heim í dag. „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum. Þeir sem taka ekki afstöðu út um allan heim eru að segja að þeir þegi um líf svartra og að þeim sé sama þótt þeir séu myrtir,“ segir Sante Feaster. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd, tíminn sem George var haldið niðri af lögreglunni áður en hann lést. „Það er til að fólk skilji hve löng þessi stund er,“ segir Dori. Þau vona að þau hafi stuðning lögreglunnar hér á landi. „Íslenska lögreglan hefur látið í sér heyra til stuðnings við „Blue lives matter“ undanfarið. Þá vitum við hvar hún stendur varðandi „Black lives matter“ því að vera lögreglumaður er starfsval. Að vera svartur er ekki val,“ segir Sante. Þarna er væntanlega vísað í Instragram færslu lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem myllumerkið #BlueLivesMatter var notað undir myndbandi af lögreglumönnum dansa. Blue lives matter er hreyfing lögreglumanna sem stofnuð var sem svar við Black lives matter hreyfingunni í Bandaríkjunum. Eftir gagnrýni tók lögreglan millumerkið út, sagði það hafa verið sett inn af kunnáttuleysi og baðst afsökunar. Ekkert þeirra segist hafa upplifað ofbeldi af hálfu lögreglunnar hér á landi. Derek upplifði þó óeðlilegar aðstæður í eitt skipti er hann hafði verið viðstaddur mótmæli gegn brottvísun hælisleitenda. „Ég var að ganga hérna fram hjá Alþingishúsinu þegar allt í einu birtist hópur lögreglumanna. Þeir höfðu ekki afskipti af mér en þetta gerði mig dálítið órólegan.“ Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Nokkrir bandaríkjamenn sem búa á Íslandi hafa skipulagt fund um samstöðu við mótmælendur í Bandaríkjunum á miðvikudag. Einn skipuleggjenda segir gríðarlega mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Þau Dori Levett Baldvinsson , Derek T. Allan og Sante Feaster eru frá Bandaríkjunum en búa á Íslandi. Þau hafa upplifað varnarleysi síðustu daga og ákváðu ásamt nokkrum öðrum Bandaríkjamönnum að skipuleggja samstöðufund við mótmælendur í Bandaríkjunum. Fundurinn verður á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. „Þetta verður friðsamleg samkoma til að heiðra George Floyd og allt það fólk á undan honum sem hefur verið ranglega myrt,“ segir Dori Levett Baldvinsson. „Við erum að gera þetta til þess að varpa ljósi á aðstæðurnar í Bandaríkjunum og víða um heiminn,“ segir Derek T. Allen. Mótmælin séu í raun orðin alþjóðleg hreyfing en samstöðufundir hafa verið haldnir í borgum víða um heim í dag. „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum. Þeir sem taka ekki afstöðu út um allan heim eru að segja að þeir þegi um líf svartra og að þeim sé sama þótt þeir séu myrtir,“ segir Sante Feaster. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd, tíminn sem George var haldið niðri af lögreglunni áður en hann lést. „Það er til að fólk skilji hve löng þessi stund er,“ segir Dori. Þau vona að þau hafi stuðning lögreglunnar hér á landi. „Íslenska lögreglan hefur látið í sér heyra til stuðnings við „Blue lives matter“ undanfarið. Þá vitum við hvar hún stendur varðandi „Black lives matter“ því að vera lögreglumaður er starfsval. Að vera svartur er ekki val,“ segir Sante. Þarna er væntanlega vísað í Instragram færslu lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem myllumerkið #BlueLivesMatter var notað undir myndbandi af lögreglumönnum dansa. Blue lives matter er hreyfing lögreglumanna sem stofnuð var sem svar við Black lives matter hreyfingunni í Bandaríkjunum. Eftir gagnrýni tók lögreglan millumerkið út, sagði það hafa verið sett inn af kunnáttuleysi og baðst afsökunar. Ekkert þeirra segist hafa upplifað ofbeldi af hálfu lögreglunnar hér á landi. Derek upplifði þó óeðlilegar aðstæður í eitt skipti er hann hafði verið viðstaddur mótmæli gegn brottvísun hælisleitenda. „Ég var að ganga hérna fram hjá Alþingishúsinu þegar allt í einu birtist hópur lögreglumanna. Þeir höfðu ekki afskipti af mér en þetta gerði mig dálítið órólegan.“
Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent