Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku karlmann um þrítugt í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa í félagi við annan mann tekið bíl í heimildarleysi af bílastæði þjónustuverkstæðis Bílabúðar Benna við Tangarhöfða í Reykjavík.
Í dómnum segir maðurinn hafi ekið bílnum um götur höfuðborgarsvæðisins og um Vesturlandsveg við Fiskilæk, Akranesi og áfram um Vesturlandsveg.
Bifreiðin fannst svo kyrrstæð á gatnamótum Vesturlandsvegar og Borgarfjarðarbrautar í Borgarfirði.
Ákærði játaði skýlaust brot sitt og þótti þrjátíu daga fangelsi hæfi, en skal fresta fullnustu refsingarinnar og falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð.