Lífið

Mikki selur í Garðabæ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikael er einn allra vinsælasti hlaðvarpsmaður landsins. 
Mikael er einn allra vinsælasti hlaðvarpsmaður landsins.  Myndir/fasteignaljósmyndun.is

Tryggingarsölumaðurinn og knattspyrnuþjálfarinn Mikael Nikulásson hefur heldur betur slegið í gegn í hlaðvarpsþættinum Dr. Football með þeim Hjörvari Hafliðasyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni. 

Hann hefur nú sett íbúð sína við Holtsveg í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 74 fermetra íbúð á jarðhæð með stórum palli. Húsið var byggt árið 2018 en í eigninni er eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi. Ásett verð er 42,9 milljónir en fasteignamat íbúðarinnar er 38,3 milljónir.

Mikael rekur meðal annars barinn St. Eugen´s á Tenerife sem er að verða sannkallaður Íslendingabar á eyjunni. Hann þjálfar karlalið Njarðvíkur í 2. deildinni hér á landi en hér að neðan má sjá myndir af eigninni en Mikael er greinilega fluttur annað þar sem íbúðin er tóm.

Fallegt hús í Garðabænum sem byggt var árið 2018.Mynd/fasteignaljósmyndun.is
Eldhúsið og stofan í einu björtu rými.Mynd/fasteignaljósmyndun.is
Úr stofunni er gengið út á fallega pall.Mynd/fasteignaljósmyndun.is
Virkilega vel heppnaður sólarpallur.Mynd/fasteignaljósmyndun.is
Gott svefnherbergi í íbúðinni.Mynd/fasteignaljósmyndun.is
Nýtt og smekklegt baðherbergi.Mynd/fasteignaljósmyndun.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.