Græna planið, neyðarplanið eða hallærisplanið? Vigdís Hauksdóttir skrifar 3. júní 2020 10:00 Græna planið, eða neyðarplanið eða hallærisplanið eða hvað við eigum að kalla það. Vá - þvílík froða og samansafn af orðskrúði pakkað inn í grænar umbúðir með umhverfisvænni slaufu. Upptalning á tæplega 100 atriðum sem gæti hugsanlega fallið undir eitthvað grænt. Ég hef aldrei séð jafn hallærislega greinargerð með nokkurri tillögu síðan ég settist í borgarstjórn. Greinilegt er að meirihlutinn er kominn í mikil vandræði á öllum sviðum borgarinnar fjárhagslega og faglega. Þá er gripið í svona hókus, pókus trix, sjónhverfingar og boðað til blaðamannafundar. Svo mikið lá á að fundurinn var haldinn klukkutíma fyrir borgarstjórnarfund þar sem samþykkja átti tillöguna. Ekki verður betur séð en að „Græna planið“ sé fullkomið brot á samgöngusáttmálanum og því algjört hallærisplan, því í greinargerð með planinu segir að borgarlínan, hjólandi og gangandi eru sett í algjöran forgang í samgöngumálum. Enn á ný sannar borgarstjóri að undirskrift hans í samningum við ríkið er ekki pappírsins virði. Talið er upp í áherslupunktum í græna hallærisplaninu: borgarlína, hjólreiðanet höfuðborgarsvæðisins, stokkar, gönguborgin Reykjavík, hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, rafvæðing hafna, rafvæðing almenningssamgagna, samgöngumiðstöð Reykjavíkur og tilraunaverkefni með bátastrætó, já þið lásuð rétt bátastrætó. Ekki er eitt orð um Sundabraut. Á meðan er í fyrsta forgang í samgöngusáttmálanum umferðarstýring og segir þar að ráðist verði strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu, Sæbrautarstokkur sem er ein forsenda hugmynda um Sundabraut, Miklubrautarstokkur, Arnarnesvegur – Rjúpnavegur um Breiðholtsbraut, gatnamót við Bústaðaveg, og framkvæmdir við Miklubraut sem framhald af framkvæmdur austur yfir gatnamót á Kringlumýrarbraut. Hér er um algjöran misskilning hjá meirihlutanum að ræða – með vilja eða ekki. Allt á að fjármagna með nýuppfundnu neyðarplani sem kallast græn skuldabréf sem s.s. er ný skuldsetningaaðferð borgarsjóðs sem skuldar nú þegar yfir 100 milljarða og samstæðunnar sem skuldar um 340 milljarða. Græna neyðarplanið gengur út á að búa til græna skuldavafninga í gegnum nýuppfundin græn skuldabréf. Það var þetta plan sem var samþykkt af meirihlutanum á borgarstjórnarfundi þann 2. júní sl. ykkur öllum til upplýsingar. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Græna planið, eða neyðarplanið eða hallærisplanið eða hvað við eigum að kalla það. Vá - þvílík froða og samansafn af orðskrúði pakkað inn í grænar umbúðir með umhverfisvænni slaufu. Upptalning á tæplega 100 atriðum sem gæti hugsanlega fallið undir eitthvað grænt. Ég hef aldrei séð jafn hallærislega greinargerð með nokkurri tillögu síðan ég settist í borgarstjórn. Greinilegt er að meirihlutinn er kominn í mikil vandræði á öllum sviðum borgarinnar fjárhagslega og faglega. Þá er gripið í svona hókus, pókus trix, sjónhverfingar og boðað til blaðamannafundar. Svo mikið lá á að fundurinn var haldinn klukkutíma fyrir borgarstjórnarfund þar sem samþykkja átti tillöguna. Ekki verður betur séð en að „Græna planið“ sé fullkomið brot á samgöngusáttmálanum og því algjört hallærisplan, því í greinargerð með planinu segir að borgarlínan, hjólandi og gangandi eru sett í algjöran forgang í samgöngumálum. Enn á ný sannar borgarstjóri að undirskrift hans í samningum við ríkið er ekki pappírsins virði. Talið er upp í áherslupunktum í græna hallærisplaninu: borgarlína, hjólreiðanet höfuðborgarsvæðisins, stokkar, gönguborgin Reykjavík, hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, rafvæðing hafna, rafvæðing almenningssamgagna, samgöngumiðstöð Reykjavíkur og tilraunaverkefni með bátastrætó, já þið lásuð rétt bátastrætó. Ekki er eitt orð um Sundabraut. Á meðan er í fyrsta forgang í samgöngusáttmálanum umferðarstýring og segir þar að ráðist verði strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu, Sæbrautarstokkur sem er ein forsenda hugmynda um Sundabraut, Miklubrautarstokkur, Arnarnesvegur – Rjúpnavegur um Breiðholtsbraut, gatnamót við Bústaðaveg, og framkvæmdir við Miklubraut sem framhald af framkvæmdur austur yfir gatnamót á Kringlumýrarbraut. Hér er um algjöran misskilning hjá meirihlutanum að ræða – með vilja eða ekki. Allt á að fjármagna með nýuppfundnu neyðarplani sem kallast græn skuldabréf sem s.s. er ný skuldsetningaaðferð borgarsjóðs sem skuldar nú þegar yfir 100 milljarða og samstæðunnar sem skuldar um 340 milljarða. Græna neyðarplanið gengur út á að búa til græna skuldavafninga í gegnum nýuppfundin græn skuldabréf. Það var þetta plan sem var samþykkt af meirihlutanum á borgarstjórnarfundi þann 2. júní sl. ykkur öllum til upplýsingar. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun