Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2020 12:21 Páll Magnússon og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Ráðningin gæti reynst Lilju erfiður ljár í þúfu. „Ekki verður annað séð en athæfið sé refsivert og eykur það alvöru málsins en væntanlega er um ásetningsbrot er að ræða. Þá er embættismönnunum eða ráðherranum, það er þeim aðila sem ábyrgð ber, hvorum þeirra sem er, ekki sætt,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur í pistli sem hann hefur birt á Facebook. Eins og fram hefur komið á Vísi braut Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gegn jafnréttislögum þegar hún skipaði flokksbróður sinn Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu var að mati kærunefndar jafnréttismála hæfari. Forsendur ekki verið véfengdar með svo beinum hætti fyrr Í úrskurðarorðum segir: „Með hliðsjón af öllu framangreindu telur kærunefndin að kærði hafi vanmetið kæranda samanborið við karlinn varðandi menntun hennar, reynslu hennar af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfileika hennar og hæfni hennar til að tjá sig í riti, en allt voru þetta fortakslaus skilyrði sem birtust í starfsauglýsingu kærða.“ Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Haukur spyr hvort ráðning Lilju á flokksmanni sé brot á stjórnsýslulögum - auk jafnréttislaga? Og hvort ráðningin sé ógildanleg og málsmeðferðin ámælisverð og jafnvel refsiverð skv. hegningarlögum? „Forsendur hæfnisnefnda við ráðningar í opinberar stöður hafa ekki verið með jafn beinum hætti véfengdir áður og markar málið því tímamót. Þetta er mjög alvarleg ásökun af því að opinberir starfsmenn hafa ekki heimild til að vera óheiðarlegir. Um störf þeirra og úrskurði gildir réttmætisregla stjórnsýsluréttarins og störf þeirra verða að vera forsvaranleg. Að öðrum kosti er ákvörðun hins opinbera valds ógildanleg.“ Einhver hlýtur að bera ábyrgð Haukur veltir því upp hvort ákvörðum „framsóknarráðherra á ráðningu flokksmanns brýtur núna í bága við lög og er ógildanleg – og ef hún verður ógilt - er ekki aðeins komið að tímamótum, heldur má segja að „gamla Ísland“ hafi keyrt á vegg.“ En ef til þess á að koma þarf Hafdís að kæra ráðninguna og krefjast ógildingar hennar. Vísi tókst ekki að ná tali af Hafdísi nú fyrir hádegi til að spyrja hvort til standi að kæra ráðninguna í framhaldi af niðurstöðu kærunefndarinnar. Haukur veltir því fyrir sér hvort ámælisvert eða refsivert athæfi hafi átt sér stað? Hann segir vanmat og ofmat viljaverk og þá sé spurning hver er ábyrgur: „Ef ráðherra veit af þessu er hún ábyrg – jafnvel má hugsa sér að hún hafi hvatt til þessarar stjórnsýslu sem yki þá mjög á ávirðingar hennar – en ef hún veit ekki af þessu eru nefndarmenn í hæfnisnefndinni ábyrgir. Þá er eðlilegt að veita þeim áminningu eða reka þá. Starfsmenn stjórnsýslunnar komast ekki upp með að brjóta stjórnsýslurétt.“ Í útvarpsþættinum Harmageddon var þetta mál rætt ítarlega við Hönnu Friðriksson þingmann Viðreisnar, sem gagnrýnt hefur þennan gerning með afdráttarlausum hætti. Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
„Ekki verður annað séð en athæfið sé refsivert og eykur það alvöru málsins en væntanlega er um ásetningsbrot er að ræða. Þá er embættismönnunum eða ráðherranum, það er þeim aðila sem ábyrgð ber, hvorum þeirra sem er, ekki sætt,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur í pistli sem hann hefur birt á Facebook. Eins og fram hefur komið á Vísi braut Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gegn jafnréttislögum þegar hún skipaði flokksbróður sinn Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu var að mati kærunefndar jafnréttismála hæfari. Forsendur ekki verið véfengdar með svo beinum hætti fyrr Í úrskurðarorðum segir: „Með hliðsjón af öllu framangreindu telur kærunefndin að kærði hafi vanmetið kæranda samanborið við karlinn varðandi menntun hennar, reynslu hennar af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfileika hennar og hæfni hennar til að tjá sig í riti, en allt voru þetta fortakslaus skilyrði sem birtust í starfsauglýsingu kærða.“ Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Haukur spyr hvort ráðning Lilju á flokksmanni sé brot á stjórnsýslulögum - auk jafnréttislaga? Og hvort ráðningin sé ógildanleg og málsmeðferðin ámælisverð og jafnvel refsiverð skv. hegningarlögum? „Forsendur hæfnisnefnda við ráðningar í opinberar stöður hafa ekki verið með jafn beinum hætti véfengdir áður og markar málið því tímamót. Þetta er mjög alvarleg ásökun af því að opinberir starfsmenn hafa ekki heimild til að vera óheiðarlegir. Um störf þeirra og úrskurði gildir réttmætisregla stjórnsýsluréttarins og störf þeirra verða að vera forsvaranleg. Að öðrum kosti er ákvörðun hins opinbera valds ógildanleg.“ Einhver hlýtur að bera ábyrgð Haukur veltir því upp hvort ákvörðum „framsóknarráðherra á ráðningu flokksmanns brýtur núna í bága við lög og er ógildanleg – og ef hún verður ógilt - er ekki aðeins komið að tímamótum, heldur má segja að „gamla Ísland“ hafi keyrt á vegg.“ En ef til þess á að koma þarf Hafdís að kæra ráðninguna og krefjast ógildingar hennar. Vísi tókst ekki að ná tali af Hafdísi nú fyrir hádegi til að spyrja hvort til standi að kæra ráðninguna í framhaldi af niðurstöðu kærunefndarinnar. Haukur veltir því fyrir sér hvort ámælisvert eða refsivert athæfi hafi átt sér stað? Hann segir vanmat og ofmat viljaverk og þá sé spurning hver er ábyrgur: „Ef ráðherra veit af þessu er hún ábyrg – jafnvel má hugsa sér að hún hafi hvatt til þessarar stjórnsýslu sem yki þá mjög á ávirðingar hennar – en ef hún veit ekki af þessu eru nefndarmenn í hæfnisnefndinni ábyrgir. Þá er eðlilegt að veita þeim áminningu eða reka þá. Starfsmenn stjórnsýslunnar komast ekki upp með að brjóta stjórnsýslurétt.“ Í útvarpsþættinum Harmageddon var þetta mál rætt ítarlega við Hönnu Friðriksson þingmann Viðreisnar, sem gagnrýnt hefur þennan gerning með afdráttarlausum hætti.
Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45
Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent