Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2020 12:21 Páll Magnússon og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Ráðningin gæti reynst Lilju erfiður ljár í þúfu. „Ekki verður annað séð en athæfið sé refsivert og eykur það alvöru málsins en væntanlega er um ásetningsbrot er að ræða. Þá er embættismönnunum eða ráðherranum, það er þeim aðila sem ábyrgð ber, hvorum þeirra sem er, ekki sætt,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur í pistli sem hann hefur birt á Facebook. Eins og fram hefur komið á Vísi braut Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gegn jafnréttislögum þegar hún skipaði flokksbróður sinn Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu var að mati kærunefndar jafnréttismála hæfari. Forsendur ekki verið véfengdar með svo beinum hætti fyrr Í úrskurðarorðum segir: „Með hliðsjón af öllu framangreindu telur kærunefndin að kærði hafi vanmetið kæranda samanborið við karlinn varðandi menntun hennar, reynslu hennar af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfileika hennar og hæfni hennar til að tjá sig í riti, en allt voru þetta fortakslaus skilyrði sem birtust í starfsauglýsingu kærða.“ Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Haukur spyr hvort ráðning Lilju á flokksmanni sé brot á stjórnsýslulögum - auk jafnréttislaga? Og hvort ráðningin sé ógildanleg og málsmeðferðin ámælisverð og jafnvel refsiverð skv. hegningarlögum? „Forsendur hæfnisnefnda við ráðningar í opinberar stöður hafa ekki verið með jafn beinum hætti véfengdir áður og markar málið því tímamót. Þetta er mjög alvarleg ásökun af því að opinberir starfsmenn hafa ekki heimild til að vera óheiðarlegir. Um störf þeirra og úrskurði gildir réttmætisregla stjórnsýsluréttarins og störf þeirra verða að vera forsvaranleg. Að öðrum kosti er ákvörðun hins opinbera valds ógildanleg.“ Einhver hlýtur að bera ábyrgð Haukur veltir því upp hvort ákvörðum „framsóknarráðherra á ráðningu flokksmanns brýtur núna í bága við lög og er ógildanleg – og ef hún verður ógilt - er ekki aðeins komið að tímamótum, heldur má segja að „gamla Ísland“ hafi keyrt á vegg.“ En ef til þess á að koma þarf Hafdís að kæra ráðninguna og krefjast ógildingar hennar. Vísi tókst ekki að ná tali af Hafdísi nú fyrir hádegi til að spyrja hvort til standi að kæra ráðninguna í framhaldi af niðurstöðu kærunefndarinnar. Haukur veltir því fyrir sér hvort ámælisvert eða refsivert athæfi hafi átt sér stað? Hann segir vanmat og ofmat viljaverk og þá sé spurning hver er ábyrgur: „Ef ráðherra veit af þessu er hún ábyrg – jafnvel má hugsa sér að hún hafi hvatt til þessarar stjórnsýslu sem yki þá mjög á ávirðingar hennar – en ef hún veit ekki af þessu eru nefndarmenn í hæfnisnefndinni ábyrgir. Þá er eðlilegt að veita þeim áminningu eða reka þá. Starfsmenn stjórnsýslunnar komast ekki upp með að brjóta stjórnsýslurétt.“ Í útvarpsþættinum Harmageddon var þetta mál rætt ítarlega við Hönnu Friðriksson þingmann Viðreisnar, sem gagnrýnt hefur þennan gerning með afdráttarlausum hætti. Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
„Ekki verður annað séð en athæfið sé refsivert og eykur það alvöru málsins en væntanlega er um ásetningsbrot er að ræða. Þá er embættismönnunum eða ráðherranum, það er þeim aðila sem ábyrgð ber, hvorum þeirra sem er, ekki sætt,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur í pistli sem hann hefur birt á Facebook. Eins og fram hefur komið á Vísi braut Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gegn jafnréttislögum þegar hún skipaði flokksbróður sinn Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu var að mati kærunefndar jafnréttismála hæfari. Forsendur ekki verið véfengdar með svo beinum hætti fyrr Í úrskurðarorðum segir: „Með hliðsjón af öllu framangreindu telur kærunefndin að kærði hafi vanmetið kæranda samanborið við karlinn varðandi menntun hennar, reynslu hennar af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfileika hennar og hæfni hennar til að tjá sig í riti, en allt voru þetta fortakslaus skilyrði sem birtust í starfsauglýsingu kærða.“ Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Haukur spyr hvort ráðning Lilju á flokksmanni sé brot á stjórnsýslulögum - auk jafnréttislaga? Og hvort ráðningin sé ógildanleg og málsmeðferðin ámælisverð og jafnvel refsiverð skv. hegningarlögum? „Forsendur hæfnisnefnda við ráðningar í opinberar stöður hafa ekki verið með jafn beinum hætti véfengdir áður og markar málið því tímamót. Þetta er mjög alvarleg ásökun af því að opinberir starfsmenn hafa ekki heimild til að vera óheiðarlegir. Um störf þeirra og úrskurði gildir réttmætisregla stjórnsýsluréttarins og störf þeirra verða að vera forsvaranleg. Að öðrum kosti er ákvörðun hins opinbera valds ógildanleg.“ Einhver hlýtur að bera ábyrgð Haukur veltir því upp hvort ákvörðum „framsóknarráðherra á ráðningu flokksmanns brýtur núna í bága við lög og er ógildanleg – og ef hún verður ógilt - er ekki aðeins komið að tímamótum, heldur má segja að „gamla Ísland“ hafi keyrt á vegg.“ En ef til þess á að koma þarf Hafdís að kæra ráðninguna og krefjast ógildingar hennar. Vísi tókst ekki að ná tali af Hafdísi nú fyrir hádegi til að spyrja hvort til standi að kæra ráðninguna í framhaldi af niðurstöðu kærunefndarinnar. Haukur veltir því fyrir sér hvort ámælisvert eða refsivert athæfi hafi átt sér stað? Hann segir vanmat og ofmat viljaverk og þá sé spurning hver er ábyrgur: „Ef ráðherra veit af þessu er hún ábyrg – jafnvel má hugsa sér að hún hafi hvatt til þessarar stjórnsýslu sem yki þá mjög á ávirðingar hennar – en ef hún veit ekki af þessu eru nefndarmenn í hæfnisnefndinni ábyrgir. Þá er eðlilegt að veita þeim áminningu eða reka þá. Starfsmenn stjórnsýslunnar komast ekki upp með að brjóta stjórnsýslurétt.“ Í útvarpsþættinum Harmageddon var þetta mál rætt ítarlega við Hönnu Friðriksson þingmann Viðreisnar, sem gagnrýnt hefur þennan gerning með afdráttarlausum hætti.
Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45
Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00