Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2020 12:21 Páll Magnússon og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Ráðningin gæti reynst Lilju erfiður ljár í þúfu. „Ekki verður annað séð en athæfið sé refsivert og eykur það alvöru málsins en væntanlega er um ásetningsbrot er að ræða. Þá er embættismönnunum eða ráðherranum, það er þeim aðila sem ábyrgð ber, hvorum þeirra sem er, ekki sætt,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur í pistli sem hann hefur birt á Facebook. Eins og fram hefur komið á Vísi braut Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gegn jafnréttislögum þegar hún skipaði flokksbróður sinn Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu var að mati kærunefndar jafnréttismála hæfari. Forsendur ekki verið véfengdar með svo beinum hætti fyrr Í úrskurðarorðum segir: „Með hliðsjón af öllu framangreindu telur kærunefndin að kærði hafi vanmetið kæranda samanborið við karlinn varðandi menntun hennar, reynslu hennar af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfileika hennar og hæfni hennar til að tjá sig í riti, en allt voru þetta fortakslaus skilyrði sem birtust í starfsauglýsingu kærða.“ Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Haukur spyr hvort ráðning Lilju á flokksmanni sé brot á stjórnsýslulögum - auk jafnréttislaga? Og hvort ráðningin sé ógildanleg og málsmeðferðin ámælisverð og jafnvel refsiverð skv. hegningarlögum? „Forsendur hæfnisnefnda við ráðningar í opinberar stöður hafa ekki verið með jafn beinum hætti véfengdir áður og markar málið því tímamót. Þetta er mjög alvarleg ásökun af því að opinberir starfsmenn hafa ekki heimild til að vera óheiðarlegir. Um störf þeirra og úrskurði gildir réttmætisregla stjórnsýsluréttarins og störf þeirra verða að vera forsvaranleg. Að öðrum kosti er ákvörðun hins opinbera valds ógildanleg.“ Einhver hlýtur að bera ábyrgð Haukur veltir því upp hvort ákvörðum „framsóknarráðherra á ráðningu flokksmanns brýtur núna í bága við lög og er ógildanleg – og ef hún verður ógilt - er ekki aðeins komið að tímamótum, heldur má segja að „gamla Ísland“ hafi keyrt á vegg.“ En ef til þess á að koma þarf Hafdís að kæra ráðninguna og krefjast ógildingar hennar. Vísi tókst ekki að ná tali af Hafdísi nú fyrir hádegi til að spyrja hvort til standi að kæra ráðninguna í framhaldi af niðurstöðu kærunefndarinnar. Haukur veltir því fyrir sér hvort ámælisvert eða refsivert athæfi hafi átt sér stað? Hann segir vanmat og ofmat viljaverk og þá sé spurning hver er ábyrgur: „Ef ráðherra veit af þessu er hún ábyrg – jafnvel má hugsa sér að hún hafi hvatt til þessarar stjórnsýslu sem yki þá mjög á ávirðingar hennar – en ef hún veit ekki af þessu eru nefndarmenn í hæfnisnefndinni ábyrgir. Þá er eðlilegt að veita þeim áminningu eða reka þá. Starfsmenn stjórnsýslunnar komast ekki upp með að brjóta stjórnsýslurétt.“ Í útvarpsþættinum Harmageddon var þetta mál rætt ítarlega við Hönnu Friðriksson þingmann Viðreisnar, sem gagnrýnt hefur þennan gerning með afdráttarlausum hætti. Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún fær nýtt hlutverk Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
„Ekki verður annað séð en athæfið sé refsivert og eykur það alvöru málsins en væntanlega er um ásetningsbrot er að ræða. Þá er embættismönnunum eða ráðherranum, það er þeim aðila sem ábyrgð ber, hvorum þeirra sem er, ekki sætt,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur í pistli sem hann hefur birt á Facebook. Eins og fram hefur komið á Vísi braut Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gegn jafnréttislögum þegar hún skipaði flokksbróður sinn Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu var að mati kærunefndar jafnréttismála hæfari. Forsendur ekki verið véfengdar með svo beinum hætti fyrr Í úrskurðarorðum segir: „Með hliðsjón af öllu framangreindu telur kærunefndin að kærði hafi vanmetið kæranda samanborið við karlinn varðandi menntun hennar, reynslu hennar af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfileika hennar og hæfni hennar til að tjá sig í riti, en allt voru þetta fortakslaus skilyrði sem birtust í starfsauglýsingu kærða.“ Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Haukur spyr hvort ráðning Lilju á flokksmanni sé brot á stjórnsýslulögum - auk jafnréttislaga? Og hvort ráðningin sé ógildanleg og málsmeðferðin ámælisverð og jafnvel refsiverð skv. hegningarlögum? „Forsendur hæfnisnefnda við ráðningar í opinberar stöður hafa ekki verið með jafn beinum hætti véfengdir áður og markar málið því tímamót. Þetta er mjög alvarleg ásökun af því að opinberir starfsmenn hafa ekki heimild til að vera óheiðarlegir. Um störf þeirra og úrskurði gildir réttmætisregla stjórnsýsluréttarins og störf þeirra verða að vera forsvaranleg. Að öðrum kosti er ákvörðun hins opinbera valds ógildanleg.“ Einhver hlýtur að bera ábyrgð Haukur veltir því upp hvort ákvörðum „framsóknarráðherra á ráðningu flokksmanns brýtur núna í bága við lög og er ógildanleg – og ef hún verður ógilt - er ekki aðeins komið að tímamótum, heldur má segja að „gamla Ísland“ hafi keyrt á vegg.“ En ef til þess á að koma þarf Hafdís að kæra ráðninguna og krefjast ógildingar hennar. Vísi tókst ekki að ná tali af Hafdísi nú fyrir hádegi til að spyrja hvort til standi að kæra ráðninguna í framhaldi af niðurstöðu kærunefndarinnar. Haukur veltir því fyrir sér hvort ámælisvert eða refsivert athæfi hafi átt sér stað? Hann segir vanmat og ofmat viljaverk og þá sé spurning hver er ábyrgur: „Ef ráðherra veit af þessu er hún ábyrg – jafnvel má hugsa sér að hún hafi hvatt til þessarar stjórnsýslu sem yki þá mjög á ávirðingar hennar – en ef hún veit ekki af þessu eru nefndarmenn í hæfnisnefndinni ábyrgir. Þá er eðlilegt að veita þeim áminningu eða reka þá. Starfsmenn stjórnsýslunnar komast ekki upp með að brjóta stjórnsýslurétt.“ Í útvarpsþættinum Harmageddon var þetta mál rætt ítarlega við Hönnu Friðriksson þingmann Viðreisnar, sem gagnrýnt hefur þennan gerning með afdráttarlausum hætti.
Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún fær nýtt hlutverk Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45
Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00