Gamla NBA stjarnan lofar því að fylgja dóttur George Floyd upp að altarinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 23:00 Stephen Jackson birti þessa mynd af sér og Giönnu, dóttur George Floyd á Instagram síðu sinni en hún er aðeins sex ára gömul. Mynd/Instagram Stephen Jackson, fyrrum stjarna í NBA-deildinni í körfubolta og náinn vinur George Floyd, ætlar að standa með barnsmóður George Floyd og dóttur hans Giönnu. George Floyd lést í höndum hvítra lögreglumanna í Minneapolis eftir að einn lögreglumaðurinn lá í langan tíma með hné sitt ofan á hálsi hans. Í kjölfarið hafa verið mikil mótlæti og óeirðir út um öll Bandaríkin en þetta var enn eitt dæmið um það að hvítir lögreglumenn drepa svarta menn í Bandaríkjunum án dóms og laga. Stephen Jackson promises to remain in George Floyd's daughter's life: 'I'm here for her' https://t.co/TQZlh17CN6— Sporting News NBA (@sn_nba) June 3, 2020 Stephen Jackson mætti á blaðamannafund með Roxie Washington, barnsmóður George Floyd, og sex ára dóttur hennar og George Floyd sem heitir Gianna. Roxie kom þarna fram í fyrsta sinn opinberlega eftir dauða George Floyd. Roxie Washington talaði um það á blaðamannafundinum að lögreglumennirnir hafi tekið föðurinn af Giönnu. „Gianna á ekki lengur föður. Hann mun aldrei sjá hana alast upp eða útskrifast. Hann mun ekki fylgja henni upp að altarinu. Ef hún er í vandræðum og þarf á föður sínum að halda þá getur hún ekki leitað til hans lengur,“ sagði Roxie Washington. Stephen Jackson steig þá fram og tók orðið. Stephen Jackson spoke out at a news conference, promising to take care of George Floyd's daughter and demanding justice for his death. pic.twitter.com/qozf5R6ZKI— ESPN (@espn) June 3, 2020 „Það eru fullt af hlutum sem hann mun nú missa af en ég verð til staðar. Ég mun fylgja henni upp að altarinu. Ég verð til staðar fyrir hana. Ég mun þurrka tárin ykkar. Ég verð hér fyrir þig og Gigi. Floyd verður kannski ekki hér en ég er ekki að fara neitt. Ég ætla að ná fram réttlæti og við munum ná fram réttlæti fyrir bróður okkar,“ sagði Stephen Jackson. „Við erum ekki á förum og við munum halda áfram að berjast. Við munum fylgja honum heim á fallegan hátt. Ég fullvissa ykkur um leið að við erum ekki á förum og við munum heimta réttlæti,“ sagði Jackson. Stephen Jackson spilaði í NBA-deildinni með fjölmörgum liðum og varð NBA-meistari með San Antonio Spurs árið 2003. George Floyd s daughter saying DADDY CHANGED THE WORLD is the sweetest heartbreaking thing on the internet. pic.twitter.com/sIwUFxpcSV— Vada_Fly (@Vada_Fly) June 2, 2020 NBA Dauði George Floyd Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira
Stephen Jackson, fyrrum stjarna í NBA-deildinni í körfubolta og náinn vinur George Floyd, ætlar að standa með barnsmóður George Floyd og dóttur hans Giönnu. George Floyd lést í höndum hvítra lögreglumanna í Minneapolis eftir að einn lögreglumaðurinn lá í langan tíma með hné sitt ofan á hálsi hans. Í kjölfarið hafa verið mikil mótlæti og óeirðir út um öll Bandaríkin en þetta var enn eitt dæmið um það að hvítir lögreglumenn drepa svarta menn í Bandaríkjunum án dóms og laga. Stephen Jackson promises to remain in George Floyd's daughter's life: 'I'm here for her' https://t.co/TQZlh17CN6— Sporting News NBA (@sn_nba) June 3, 2020 Stephen Jackson mætti á blaðamannafund með Roxie Washington, barnsmóður George Floyd, og sex ára dóttur hennar og George Floyd sem heitir Gianna. Roxie kom þarna fram í fyrsta sinn opinberlega eftir dauða George Floyd. Roxie Washington talaði um það á blaðamannafundinum að lögreglumennirnir hafi tekið föðurinn af Giönnu. „Gianna á ekki lengur föður. Hann mun aldrei sjá hana alast upp eða útskrifast. Hann mun ekki fylgja henni upp að altarinu. Ef hún er í vandræðum og þarf á föður sínum að halda þá getur hún ekki leitað til hans lengur,“ sagði Roxie Washington. Stephen Jackson steig þá fram og tók orðið. Stephen Jackson spoke out at a news conference, promising to take care of George Floyd's daughter and demanding justice for his death. pic.twitter.com/qozf5R6ZKI— ESPN (@espn) June 3, 2020 „Það eru fullt af hlutum sem hann mun nú missa af en ég verð til staðar. Ég mun fylgja henni upp að altarinu. Ég verð til staðar fyrir hana. Ég mun þurrka tárin ykkar. Ég verð hér fyrir þig og Gigi. Floyd verður kannski ekki hér en ég er ekki að fara neitt. Ég ætla að ná fram réttlæti og við munum ná fram réttlæti fyrir bróður okkar,“ sagði Stephen Jackson. „Við erum ekki á förum og við munum halda áfram að berjast. Við munum fylgja honum heim á fallegan hátt. Ég fullvissa ykkur um leið að við erum ekki á förum og við munum heimta réttlæti,“ sagði Jackson. Stephen Jackson spilaði í NBA-deildinni með fjölmörgum liðum og varð NBA-meistari með San Antonio Spurs árið 2003. George Floyd s daughter saying DADDY CHANGED THE WORLD is the sweetest heartbreaking thing on the internet. pic.twitter.com/sIwUFxpcSV— Vada_Fly (@Vada_Fly) June 2, 2020
NBA Dauði George Floyd Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira