Erlent

Særði um fjöru­tíu í hnífa­á­rás í kín­verskum barna­skóla

Atli Ísleifsson skrifar
Borgin Wuzhou við bakka Gulafljótsins. 
Borgin Wuzhou við bakka Gulafljótsins.  Getty

Öryggisvörður í barnaskóla í kínverska í héraðinu Guangxi gekk berserksgang í skólanum í morgun og stakk þar að minnsta kosti 39 með hníf.

Ekki er vitað hvað lá að baki en flest fórnarlamba mannsins voru börn, eða 37, en einnig réðst maðurinn á tvo fullorðna, annan öryggisvörð og skólastjórann. Þrír eru sagðir lífshættulega sárir eftir atlöguna.

Árásin átti sér stað í bænum Wuzhou í Guangxi sem er að finna í suðurhluta landsins.

Hnífaárásir sem þessi hafa ítrekað átt sér stað í Kína á síðustu árum, en þannig særði kona fjórtán börn í árás árið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×