„Það eina sem er rangt að segja er að segja ekki neitt“ Sylvía Hall skrifar 4. júní 2020 16:27 Meghan Markle ávarpaði útskriftarárgang gamla skóla síns. Skjáskot Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segist vera miður sín að börn þurfi að alast upp í heimi þar sem kynþáttafordómar viðgangist. Hún nýtti ávarp sitt til útskriftarnema í sínum gamla skóla til þess að vekja athygli á málstaðnum sem mótmælendur um Bandaríkin og allan heim berjast fyrir. „Undanfarnar vikur hef ég verið að undirbúa nokkur orð fyrir ykkur á útskriftardaginn og eins og við höfum öll séð undanfarna viku er það sem er að gerast í landinu okkar, ríkinu og heimabæ okkar átakanlegt,“ sagði Meghan í ávarpi sínu. Hún segist varla þurfa að taka það fram að líf svartra skipti máli. Það sé eitthvað sem allir eigi að vita en það væri hræðilegt að sjá kynþáttafordómana sem væru enn til staðar í samfélaginu. Hún hafi lengi reynt að finna réttu orðin en hafi óttast að segja eitthvað rangt, sem yrði síðar tekið úr samhengi. „Það eina sem er rangt að segja er að segja ekki neitt. Því líf George Floyd skipti máli, og líf Breonna Taylor skipti máli, og líf Philando Castile skipti máli, og líf Tamir Rice skipti máli og líf svo margra annarra sem við bæði þekkjum og þekkjum ekki,“ sagði Markle. Á vef Reuters kemur fram að ávarp Markle sé í andstöðu við þá hefð bresku konungsfjölskyldunnar að tjá sig ekki um pólitísk málefni. Hertogahjónin hafa hins vegar sagt sig frá konunglegum skyldum og búa nú í Los Angeles með syni sínum Archie. Dauði George Floyd Black Lives Matter Kóngafólk Kynþáttafordómar Harry og Meghan Tengdar fréttir Herða ákærur á hendur lögreglumanninum sem kraup á hálsi Floyd Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. 3. júní 2020 20:38 „Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“ Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. 3. júní 2020 19:06 Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. 3. júní 2020 13:49 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segist vera miður sín að börn þurfi að alast upp í heimi þar sem kynþáttafordómar viðgangist. Hún nýtti ávarp sitt til útskriftarnema í sínum gamla skóla til þess að vekja athygli á málstaðnum sem mótmælendur um Bandaríkin og allan heim berjast fyrir. „Undanfarnar vikur hef ég verið að undirbúa nokkur orð fyrir ykkur á útskriftardaginn og eins og við höfum öll séð undanfarna viku er það sem er að gerast í landinu okkar, ríkinu og heimabæ okkar átakanlegt,“ sagði Meghan í ávarpi sínu. Hún segist varla þurfa að taka það fram að líf svartra skipti máli. Það sé eitthvað sem allir eigi að vita en það væri hræðilegt að sjá kynþáttafordómana sem væru enn til staðar í samfélaginu. Hún hafi lengi reynt að finna réttu orðin en hafi óttast að segja eitthvað rangt, sem yrði síðar tekið úr samhengi. „Það eina sem er rangt að segja er að segja ekki neitt. Því líf George Floyd skipti máli, og líf Breonna Taylor skipti máli, og líf Philando Castile skipti máli, og líf Tamir Rice skipti máli og líf svo margra annarra sem við bæði þekkjum og þekkjum ekki,“ sagði Markle. Á vef Reuters kemur fram að ávarp Markle sé í andstöðu við þá hefð bresku konungsfjölskyldunnar að tjá sig ekki um pólitísk málefni. Hertogahjónin hafa hins vegar sagt sig frá konunglegum skyldum og búa nú í Los Angeles með syni sínum Archie.
Dauði George Floyd Black Lives Matter Kóngafólk Kynþáttafordómar Harry og Meghan Tengdar fréttir Herða ákærur á hendur lögreglumanninum sem kraup á hálsi Floyd Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. 3. júní 2020 20:38 „Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“ Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. 3. júní 2020 19:06 Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. 3. júní 2020 13:49 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Herða ákærur á hendur lögreglumanninum sem kraup á hálsi Floyd Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. 3. júní 2020 20:38
„Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“ Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. 3. júní 2020 19:06
Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. 3. júní 2020 13:49