Hefur orðið fyrir kynþáttafordómum á Íslandi: „Húðliturinn á ekki að segja til um hver gildi okkar eru“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. júní 2020 19:00 Lovísa Thompson. Vísir/Bára Lovísa Thompson, leikmaður deildarmeistara Vals í handbolta, segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum hér á landi. Ummæli eins og „þú ert bara góð í íþróttum því þú ert svona á litinn“ hafa fallið í návist Lovísu. Lovísa hefur verið einn albesti leikmaður Olís-deildar kvenna undanfarin ár. Hún varð Íslandsmeistari með Gróttu áður en hún færði sig til Vals þar sem hún varð þrefaldur meistari tímabilið 2018/2019. Hún segir að kynþáttafordómar hafi verið viðloðandi hana á sínum yngri árum og séu enn. „Ég myndi segja að þetta hafi alltaf verið þegar maður var að alast upp og í gegnum íþróttirnar. Maður hefur alltaf verið var við aðeins fordóma á Íslandi. Þetta er oft á tíðum fólk sem stendur manni nærri,“ sagði Lovísa í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. „Mér finnst mjög mikilvægt að við sem erum með þennan dökka húðlit, stígum fram því við búum á Íslandi, sem er rosalega hvítt land. Það er gott að aðrar raddir fái að láta ljós sitt skína. Í þessum aðstæðum eins og þær eru í dag fannst mér tímabært að fólk myndi fá að upplifa hvað við erum að fá að heyra.“ Hún segir að þær systurnar, sem báðar eru í handbolta, hafi orðið fyrir kynþáttafordómum hér heima og það er ekki fólk út í bæ sem er með þá fordóma heldur einnig fólk sem stendur þeim nærri. „Þetta hefur alltaf verið á bak við eyrað. Ég hef alist upp á góðum stað og ég er mjög heppin og það eru mikil forréttindi að vera Íslendingur. Um leið og einhver segir við þig að þú lítir öðruvísi út, en þú upplifir þig sjálf sem Íslending, þá hefur maður hugsað: Er eitthvað að mér? En við erum ekki öll eins og ég sé ekki þennan húðlit. Þetta hefur verið með manni þegar maður hefur alist upp en ekki í miklum mæli.“ „Húðliturinn á ekki að segja til um hver gildi okkar eru og hverju við stefnum að í lífinu. Það er mjög leiðinlegt að sagt sé að maður sé bara góður í einhverju því maður er svona á litinn eða með svona gen. Það er miklu meiri vinna á bak við það til dæmis í íþróttunum. Ef fólk bara vissi hversu mikið ég æfi og geri, þá er mjög leiðinlegt að heyra að ég sé bara góð í íþróttum því ég er einhvern veginn á litinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Lovísa Thompson Olís-deild kvenna Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Valur Sportpakkinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Lovísa Thompson, leikmaður deildarmeistara Vals í handbolta, segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum hér á landi. Ummæli eins og „þú ert bara góð í íþróttum því þú ert svona á litinn“ hafa fallið í návist Lovísu. Lovísa hefur verið einn albesti leikmaður Olís-deildar kvenna undanfarin ár. Hún varð Íslandsmeistari með Gróttu áður en hún færði sig til Vals þar sem hún varð þrefaldur meistari tímabilið 2018/2019. Hún segir að kynþáttafordómar hafi verið viðloðandi hana á sínum yngri árum og séu enn. „Ég myndi segja að þetta hafi alltaf verið þegar maður var að alast upp og í gegnum íþróttirnar. Maður hefur alltaf verið var við aðeins fordóma á Íslandi. Þetta er oft á tíðum fólk sem stendur manni nærri,“ sagði Lovísa í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. „Mér finnst mjög mikilvægt að við sem erum með þennan dökka húðlit, stígum fram því við búum á Íslandi, sem er rosalega hvítt land. Það er gott að aðrar raddir fái að láta ljós sitt skína. Í þessum aðstæðum eins og þær eru í dag fannst mér tímabært að fólk myndi fá að upplifa hvað við erum að fá að heyra.“ Hún segir að þær systurnar, sem báðar eru í handbolta, hafi orðið fyrir kynþáttafordómum hér heima og það er ekki fólk út í bæ sem er með þá fordóma heldur einnig fólk sem stendur þeim nærri. „Þetta hefur alltaf verið á bak við eyrað. Ég hef alist upp á góðum stað og ég er mjög heppin og það eru mikil forréttindi að vera Íslendingur. Um leið og einhver segir við þig að þú lítir öðruvísi út, en þú upplifir þig sjálf sem Íslending, þá hefur maður hugsað: Er eitthvað að mér? En við erum ekki öll eins og ég sé ekki þennan húðlit. Þetta hefur verið með manni þegar maður hefur alist upp en ekki í miklum mæli.“ „Húðliturinn á ekki að segja til um hver gildi okkar eru og hverju við stefnum að í lífinu. Það er mjög leiðinlegt að sagt sé að maður sé bara góður í einhverju því maður er svona á litinn eða með svona gen. Það er miklu meiri vinna á bak við það til dæmis í íþróttunum. Ef fólk bara vissi hversu mikið ég æfi og geri, þá er mjög leiðinlegt að heyra að ég sé bara góð í íþróttum því ég er einhvern veginn á litinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Lovísa Thompson
Olís-deild kvenna Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Valur Sportpakkinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira