Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2020 20:20 Hörður Guðmundsson í viðtali við Stöð 2 í flugskýli Ernis í dag: „Þetta er bara hrein og bein árás á flugsamgöngur innanlands." Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í umræðum um að taka sneið af flugvellinum undir nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði hefur verið gefið til kynna að það myndi ekki raska starfsemi flugvallarins. Svo virðist sem það sé ekki alveg allskostar rétt. Reykjavíkurborg tilkynnti Herði að búið væri að skipuleggja veg þar sem flugskýlið stendur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Það kallast Skýli 6, er út við ströndina, þar sem áformað er að brú yfir Fossvog taki land. Forstjóri Ernis segir að þann 30. apríl hafi hann verið kvaddur á fund lögfræðings borgarinnar og tilkynnt að samkvæmt nýju skipulagi ætti skýlið að hverfa. „Við vitum ekki hvort það verður á morgun, í næstu viku, eftir mánuð eða ár. En það er boðað að leggja veg í gegnum þetta skýli,“ segir Hörður og bætir við að áður hafi verið gert ráð fyrir að vegurinn kæmi neðan við skýlið. Flugskýlið er vinnustaður tólf flugvirkja Flugfélagsins Ernis og hefur alþjóðlega vottun Flugöryggisstofnunar Evrópu.Friðrik Þór Halldórsson. „Þetta er mikið áfall, ef af verður. Þetta er bara hrein og bein árás á samgöngur, flugsamgöngur innanlands. Það er bara ekkert minna heldur en það.“ Í húfi sé rekstur Ernis; áætlunarflug til fimm staða innanlands en einnig sjúkra- og leiguflug. Tilkynnt sé að skýlið hverfi bótalaust þar sem ekki hafi verið gerður lóðarleigusamningur. „Það er algjörlega bara vísvitandi verið að eyðileggja þá aðstöðu sem félögin hérna á Reykjavíkurflugvelli búa við, sem er reyndar mjög þröngur kostur. En svona vinnur bara, því miður, - borgin er að vinna með þessum hætti.“ Skýlið er vinnustaður tólf flugvirkja Ernis, hefur alþjóðlega vottun Samgöngustofu og Flugöryggisstofnunar Evrópu sem viðhaldsstöð, og er ein helsta forsenda flugrekstrarins. „Það skiptir bara höfuðmáli því þetta er eina skýlið sem er vottað sem svokallað „base maintenance“ flugskýli fyrir flugvélar af þessari gerð. Við gætum ekkert farið neitt annað. Það er ekki annað í boði, sem er bara kippt upp úr hattinum, sko. Þetta er bara ekkert svoleiðis,“ segir Hörður. Ein af flugvélum Ernis er í stórskoðun í flugskýlinu þessa dagana, svokallaðri C-skoðun.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Lokun viðhaldsstöðvarinnar kippi fótunum undan rekstrinum. „Við getum ekki viðhaldið flugvélunum okkar sem þýðir það að þá verða þær bara stopp. Það er bara ekkert öðruvísi. Og þá leggst starfsemin að sjálfsögðu niður. Það má enginn við þessu núna á covid-tímum þegar má segja að allt er undir og allt er rekið á mörkum hins ítrasta mögulega,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Vestmannaeyjar Hornafjörður Norðurþing Vesturbyggð Árneshreppur Heilbrigðismál Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í umræðum um að taka sneið af flugvellinum undir nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði hefur verið gefið til kynna að það myndi ekki raska starfsemi flugvallarins. Svo virðist sem það sé ekki alveg allskostar rétt. Reykjavíkurborg tilkynnti Herði að búið væri að skipuleggja veg þar sem flugskýlið stendur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Það kallast Skýli 6, er út við ströndina, þar sem áformað er að brú yfir Fossvog taki land. Forstjóri Ernis segir að þann 30. apríl hafi hann verið kvaddur á fund lögfræðings borgarinnar og tilkynnt að samkvæmt nýju skipulagi ætti skýlið að hverfa. „Við vitum ekki hvort það verður á morgun, í næstu viku, eftir mánuð eða ár. En það er boðað að leggja veg í gegnum þetta skýli,“ segir Hörður og bætir við að áður hafi verið gert ráð fyrir að vegurinn kæmi neðan við skýlið. Flugskýlið er vinnustaður tólf flugvirkja Flugfélagsins Ernis og hefur alþjóðlega vottun Flugöryggisstofnunar Evrópu.Friðrik Þór Halldórsson. „Þetta er mikið áfall, ef af verður. Þetta er bara hrein og bein árás á samgöngur, flugsamgöngur innanlands. Það er bara ekkert minna heldur en það.“ Í húfi sé rekstur Ernis; áætlunarflug til fimm staða innanlands en einnig sjúkra- og leiguflug. Tilkynnt sé að skýlið hverfi bótalaust þar sem ekki hafi verið gerður lóðarleigusamningur. „Það er algjörlega bara vísvitandi verið að eyðileggja þá aðstöðu sem félögin hérna á Reykjavíkurflugvelli búa við, sem er reyndar mjög þröngur kostur. En svona vinnur bara, því miður, - borgin er að vinna með þessum hætti.“ Skýlið er vinnustaður tólf flugvirkja Ernis, hefur alþjóðlega vottun Samgöngustofu og Flugöryggisstofnunar Evrópu sem viðhaldsstöð, og er ein helsta forsenda flugrekstrarins. „Það skiptir bara höfuðmáli því þetta er eina skýlið sem er vottað sem svokallað „base maintenance“ flugskýli fyrir flugvélar af þessari gerð. Við gætum ekkert farið neitt annað. Það er ekki annað í boði, sem er bara kippt upp úr hattinum, sko. Þetta er bara ekkert svoleiðis,“ segir Hörður. Ein af flugvélum Ernis er í stórskoðun í flugskýlinu þessa dagana, svokallaðri C-skoðun.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Lokun viðhaldsstöðvarinnar kippi fótunum undan rekstrinum. „Við getum ekki viðhaldið flugvélunum okkar sem þýðir það að þá verða þær bara stopp. Það er bara ekkert öðruvísi. Og þá leggst starfsemin að sjálfsögðu niður. Það má enginn við þessu núna á covid-tímum þegar má segja að allt er undir og allt er rekið á mörkum hins ítrasta mögulega,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Vestmannaeyjar Hornafjörður Norðurþing Vesturbyggð Árneshreppur Heilbrigðismál Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45