Kvíði eða kvíðaröskun? Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar 5. júní 2020 13:00 Það heyrist oft í samtölum fólks á milli að þessi eða hinn sé með kvíða. Þá fylgir sögunni gjarnan að viðkomandi eigi í erfiðleikum með að takast á við eitthvað ákveðið eins og nám, vinnu, að sinna fjölskyldu eða annað sökum kvíða. Stundum er talað um tilfinninguna kvíða sem vanda, en kvíði er í raun ein af lykiltilfinningum mannsins og er ein og sér ekki vandamálið. Það er nefnilega munur á tilfinningunni kvíða einni og sér og kvíðaröskun. Kvíði er eðlilegt viðbragð Það er eðlilegt að finna fyrir kvíða, kvíði er hluti af öryggiskerfi líkamans og lætur okkur vita þegar ógn gæti steðjað að. Til dæmis á kvíðaviðbragðið (tilfinningin kvíði) að virkjast þegar hættulegt dýr eltir okkur. Þá eykst blóðflæði til stóru vöðva líkamans svo við séum betur í stakk búin til að berjast eða hlaupa hratt í öruggt skjól. Við þetta dofna gjarnan fingur og tær, tunga eða varir vegna skerts blóðflæðis til þeirra líkamsparta. Svo er það klassíski hnúturinn í maganum, en þegar kvíðaviðbragðið fer af stað setur líkaminn minni orku í meltinguna. Sjón okkar breytist svo við getum betur fylgst með hættunni sem steðjar að, því fylgja jafnvel sjóntruflanir og sársaukaþröskuldur hækkar um stund. Vöðvaspenna eykst og stundum finnum við fyrir skjálfta. Þetta er leið líkamans til að keyra sig í gang fyrir átök. Þetta eru nokkur einkenni kvíðaviðbragðsins og hafa þau öll ákveðinn tilgang: þau hjálpa okkur að flýja úr hættu eða berjast gegn hættunni og lifa af. En hvernig virkar þetta árið 2020 þar sem við þurfum nú sjaldan að hlaupa undan rándýri eins og ljóni? Kvíðaviðbragðið virkar nefnilega nákvæmlega eins óháð því hver hættan er eða hvort um raunverulega ógn ræðir. Það nægir til dæmis að við höldum að innbrotsþjófur sé heima hjá okkur að nóttu til svo kvíðaviðbragðið fari í gang. Það er misjafnt á milli fólks hvað það óttast, sumum nægir að hugsa til þess að falla á prófi, gera sig að fífli, villast á leiðinni á nýjan stað, fara í sprautu, keyra bíl eða halda fyrirlestur. Það er ekki viðfangsefnið sem skiptir öllu, heldur það að við trúum því að eitthvað slæmt gæti gerst sem ógnar okkur á einhvern hátt. Það er alltaf þetta sama kvíðaviðbragð sem virkjast. Viðbrögð okkar við kvíðanum skipta máli Við finnum öll fyrir kvíða einhverntíma á ævinni. Hjá mörgum er það tilfinning sem kemur og fer og truflar ekki daglegt líf. Þegar svo er telst kvíðinn fullkomlega eðlilegur. Það er til dæmis eðlilegt að við verðum kvíðin þegar við tökum stórar ákvarðanir, eignumst börn, flytjum, byrjum í nýju starfi, skiljum við maka, eigum í rifrildi við einhvern, þegar veikindi eru í fjölskyldu eða dauðsföll. Annað er uppi á teningnum þegar kvíðaröskun hefur myndast en þá virkjast kvíðaviðbragðið í sífellu og truflar daglegt líf. Þá er líklegt að viðbrögð okkar við kvíðanum fari að næra kvíðann og viðhalda vandanum. Taka má dæmi um konu sem er hrædd við hunda. Í hvert skipti sem eitthvað í umhverfinu gefur til kynna að hundur sé nálægt virkjast kvíðaviðbragð hennar. Þegar kvíðaviðbragðið fer af stað leitar hún í öruggt skjól. Þá hverfur kvíðinn og segja má að heilinn fái verðlaun í formi þess að líðan verður snögglega betri. Þegar konan flýr hunda endurtekið eru heilanum send þau skilaboð að hundar séu einmitt hættulegir. Heilinn lærir nefnilega af viðbrögðum okkar. Ef við hegðum okkur eins og það sé hætta, skráir heilinn upplýsingar um að hætta sé á ferðum og varar okkur við næst í svipuðum aðstæðum. Tökum líka dæmi um strák sem er myrkfælinn. Hann er sannfærður um að í myrkrinu leynist vondur trúður og þorir því ekki einn á klósettið um nótt. Þegar hann vaknar og þarf að pissa fer kvíðaviðbragðið í gang í hans líkama, hnútur í maga, skjálfti og máttleysi í fótunum. Líkaminn býr sig undir átök. Hann hleypur inn til foreldra sinna og biður einhvern að fylgja sér því annars gæti trúðurinn étið hann. Stundum grípa foreldrar til þess ráðs að segja: ,,Hvað er þetta, það er enginn trúður hér”, en komast fljótt að því að það virkar ekki. Þegar við erum hrædd þá höfum við ekki jafn góða rökhugsun eins og þegar við erum óhrædd og róleg og það dugir ekki til að heyra að við þurfum ekkert að óttast. Þegar kvíðaviðbragðið virkjast erum við gjarnan enn sannfærðari um að okkar túlkun á því sem er að eiga sér stað sé rétt: að það sé trúður sem bíði eftir að éta okkur, að við séum við dauðans dyr. Sú upplifun er raunveruleg þótt engin hætta steðji að. Það er því hegðunin í aðstæðunum sem skiptir hvað mestu máli. Svo lengi sem strákurinn hleypur hratt inn og út af baðinu, forðast að horfa á staðinn þar sem trúðurinn gæti beðið hans, heldur í sér í stað þess að voga sér inn á klósett, verður hann áfram hræddur við trúðinn í myrkrinu og sannfærður um að ef hann hefði ekki hraðað sér, hefði voðinn verið vís. Heilinn fær verðlaun í hvert skipti sem hann náði að flýja hættuna -hjúkket! Við sjálf kennum heilanum hvað hann á að hræðast með okkar eigin hegðun, því skiptir svo miklu máli, ef við erum haldin kvíðaröskun, að mæta því sem við óttumst án öryggisráðstafana. Annað er uppi á teningnum þegar um raunverulega hættu er að ræða, þá er eðlilegt og skynsamlegt að forða sér. Það er okkar verkefni að kenna heilanum með okkar viðbrögðum við hverju hann á að vara okkur. Þannig getum við haft áhrif á okkar eigið öryggiskerfi. Kvíði er því bara eðlileg tilfinning en kvíðaröskun kallast það þegar kvíðaviðbragðið stýrir ítrekað því sem við gerum. Þá erum við farin að hegða okkur út frá kvíða og förum oft á mis við að gera það sem okkur raunverulega langar. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Hulda Jónsdóttir Tölgyes Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það heyrist oft í samtölum fólks á milli að þessi eða hinn sé með kvíða. Þá fylgir sögunni gjarnan að viðkomandi eigi í erfiðleikum með að takast á við eitthvað ákveðið eins og nám, vinnu, að sinna fjölskyldu eða annað sökum kvíða. Stundum er talað um tilfinninguna kvíða sem vanda, en kvíði er í raun ein af lykiltilfinningum mannsins og er ein og sér ekki vandamálið. Það er nefnilega munur á tilfinningunni kvíða einni og sér og kvíðaröskun. Kvíði er eðlilegt viðbragð Það er eðlilegt að finna fyrir kvíða, kvíði er hluti af öryggiskerfi líkamans og lætur okkur vita þegar ógn gæti steðjað að. Til dæmis á kvíðaviðbragðið (tilfinningin kvíði) að virkjast þegar hættulegt dýr eltir okkur. Þá eykst blóðflæði til stóru vöðva líkamans svo við séum betur í stakk búin til að berjast eða hlaupa hratt í öruggt skjól. Við þetta dofna gjarnan fingur og tær, tunga eða varir vegna skerts blóðflæðis til þeirra líkamsparta. Svo er það klassíski hnúturinn í maganum, en þegar kvíðaviðbragðið fer af stað setur líkaminn minni orku í meltinguna. Sjón okkar breytist svo við getum betur fylgst með hættunni sem steðjar að, því fylgja jafnvel sjóntruflanir og sársaukaþröskuldur hækkar um stund. Vöðvaspenna eykst og stundum finnum við fyrir skjálfta. Þetta er leið líkamans til að keyra sig í gang fyrir átök. Þetta eru nokkur einkenni kvíðaviðbragðsins og hafa þau öll ákveðinn tilgang: þau hjálpa okkur að flýja úr hættu eða berjast gegn hættunni og lifa af. En hvernig virkar þetta árið 2020 þar sem við þurfum nú sjaldan að hlaupa undan rándýri eins og ljóni? Kvíðaviðbragðið virkar nefnilega nákvæmlega eins óháð því hver hættan er eða hvort um raunverulega ógn ræðir. Það nægir til dæmis að við höldum að innbrotsþjófur sé heima hjá okkur að nóttu til svo kvíðaviðbragðið fari í gang. Það er misjafnt á milli fólks hvað það óttast, sumum nægir að hugsa til þess að falla á prófi, gera sig að fífli, villast á leiðinni á nýjan stað, fara í sprautu, keyra bíl eða halda fyrirlestur. Það er ekki viðfangsefnið sem skiptir öllu, heldur það að við trúum því að eitthvað slæmt gæti gerst sem ógnar okkur á einhvern hátt. Það er alltaf þetta sama kvíðaviðbragð sem virkjast. Viðbrögð okkar við kvíðanum skipta máli Við finnum öll fyrir kvíða einhverntíma á ævinni. Hjá mörgum er það tilfinning sem kemur og fer og truflar ekki daglegt líf. Þegar svo er telst kvíðinn fullkomlega eðlilegur. Það er til dæmis eðlilegt að við verðum kvíðin þegar við tökum stórar ákvarðanir, eignumst börn, flytjum, byrjum í nýju starfi, skiljum við maka, eigum í rifrildi við einhvern, þegar veikindi eru í fjölskyldu eða dauðsföll. Annað er uppi á teningnum þegar kvíðaröskun hefur myndast en þá virkjast kvíðaviðbragðið í sífellu og truflar daglegt líf. Þá er líklegt að viðbrögð okkar við kvíðanum fari að næra kvíðann og viðhalda vandanum. Taka má dæmi um konu sem er hrædd við hunda. Í hvert skipti sem eitthvað í umhverfinu gefur til kynna að hundur sé nálægt virkjast kvíðaviðbragð hennar. Þegar kvíðaviðbragðið fer af stað leitar hún í öruggt skjól. Þá hverfur kvíðinn og segja má að heilinn fái verðlaun í formi þess að líðan verður snögglega betri. Þegar konan flýr hunda endurtekið eru heilanum send þau skilaboð að hundar séu einmitt hættulegir. Heilinn lærir nefnilega af viðbrögðum okkar. Ef við hegðum okkur eins og það sé hætta, skráir heilinn upplýsingar um að hætta sé á ferðum og varar okkur við næst í svipuðum aðstæðum. Tökum líka dæmi um strák sem er myrkfælinn. Hann er sannfærður um að í myrkrinu leynist vondur trúður og þorir því ekki einn á klósettið um nótt. Þegar hann vaknar og þarf að pissa fer kvíðaviðbragðið í gang í hans líkama, hnútur í maga, skjálfti og máttleysi í fótunum. Líkaminn býr sig undir átök. Hann hleypur inn til foreldra sinna og biður einhvern að fylgja sér því annars gæti trúðurinn étið hann. Stundum grípa foreldrar til þess ráðs að segja: ,,Hvað er þetta, það er enginn trúður hér”, en komast fljótt að því að það virkar ekki. Þegar við erum hrædd þá höfum við ekki jafn góða rökhugsun eins og þegar við erum óhrædd og róleg og það dugir ekki til að heyra að við þurfum ekkert að óttast. Þegar kvíðaviðbragðið virkjast erum við gjarnan enn sannfærðari um að okkar túlkun á því sem er að eiga sér stað sé rétt: að það sé trúður sem bíði eftir að éta okkur, að við séum við dauðans dyr. Sú upplifun er raunveruleg þótt engin hætta steðji að. Það er því hegðunin í aðstæðunum sem skiptir hvað mestu máli. Svo lengi sem strákurinn hleypur hratt inn og út af baðinu, forðast að horfa á staðinn þar sem trúðurinn gæti beðið hans, heldur í sér í stað þess að voga sér inn á klósett, verður hann áfram hræddur við trúðinn í myrkrinu og sannfærður um að ef hann hefði ekki hraðað sér, hefði voðinn verið vís. Heilinn fær verðlaun í hvert skipti sem hann náði að flýja hættuna -hjúkket! Við sjálf kennum heilanum hvað hann á að hræðast með okkar eigin hegðun, því skiptir svo miklu máli, ef við erum haldin kvíðaröskun, að mæta því sem við óttumst án öryggisráðstafana. Annað er uppi á teningnum þegar um raunverulega hættu er að ræða, þá er eðlilegt og skynsamlegt að forða sér. Það er okkar verkefni að kenna heilanum með okkar viðbrögðum við hverju hann á að vara okkur. Þannig getum við haft áhrif á okkar eigið öryggiskerfi. Kvíði er því bara eðlileg tilfinning en kvíðaröskun kallast það þegar kvíðaviðbragðið stýrir ítrekað því sem við gerum. Þá erum við farin að hegða okkur út frá kvíða og förum oft á mis við að gera það sem okkur raunverulega langar. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun