Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 85,5 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni samþykktu boð um verkfallið.
Kosningarnar voru boðaðar á þriðjudaginn eftir að fundi lauk hjá samninganefndum Fíh og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara án niðurstöðu. Kosið var um ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga sem hefst mánudaginn 22. júní næstkomandi klukkan 08:00 náist samningur ekki fyrir þann tíma.
Boðað hefur verið til annars fundar hjá Ríkissáttasemjara á mánudag en mikillar óánægju hefur gætt meðal hjúkrunarfræðinga vegna stöðunnar og mikið hefur mætt á stéttinni í kórónuveirufaraldrinum sem geisað hefur undanfarna mánuði.
Samningaviðræður milli ríkisins og Fíh hafa staðið yfir í mánuð eftir að kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir frá því í lok mars 2019.