Hervald til heimabrúks í vestrænu lýðræðisríki Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 5. júní 2020 15:00 Í upphafi vikunnar hótaði Bandaríkjaforseti að beita her landsins til að bæla niður mótmælin sem hafa brutist út víðsvegar um landið gegn rasisma og lögregluofbeldi eftir að lögregluþjónn varð blökkumanninum George Floyd að bana í Minneapolis í síðustu viku. Það er alvanalegt að einræðisherrar hóti að beita mótmælendur heima fyrir hervaldi, í ríkjum þar sem hvers kyns andóf gegn ríkjandi stjórnvöldum er barið niður af mikilli hörku. Að forseti lýðræðisríkis, og það Bandaríkjanna, leiðtogaríkis hins vestræna heims, hóti slíku eru hins vegar stórtíðindi og mikið áhyggjuefni fyrir framtíð lýðræðislegra gilda á heimsvísu. Löggjöfin sem Trump hótar að beita er frá árinu 1807. Á síðastliðnum 50 árum hefur henni tvisvar verið beitt, síðast fyrir 28 árum, og í báðum tilvikum að beiðni ríkisstjóra sem töldu sig ekki ráða við aðstæður í heimaríkjum sínum. Í hvorugu tilfelli var um að ræða að mestu friðsöm mótmæli heldur miklu alvarlegri óeirðir, átök og/eða gripdeildir og eignaspjöll. Þegar herinn er kominn í spilið er enginn greinarmunur gerður á friðsömum og ófriðsömum mótmælendum. Markmið hersins verður að brjóta á bak mótmælin með öllum ráðum. Þess vegna er umræddu úrræði svona sjaldan beitt og þess vegna er stór hluti almennings í Bandaríkjunum með miklar áhyggjur af því að þessi stefna Trumps raungerist. Að beita hervaldi mundi enn fremur fyrirgera öllu því trausti sem þó hefur verið byggt upp milli lögregluyfirvalda og minnihlutahópa í Bandaríkjunum síðastliðna áratugi, auka enn á sundrungu meðal bandarísku þjóðarinnar og rýra traust almennings og allrar heimsbyggðarinnar á lýðræði, frelsi og grundvallarmannréttindum í Bandaríkjunum. Afleiðingar þessa gætu orðið afdrifaríkar fyrir öll ríki sem aðhyllast og berjast fyrir lýðræðislegum gildum, þar á meðal okkar eigið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Dauði George Floyd Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi vikunnar hótaði Bandaríkjaforseti að beita her landsins til að bæla niður mótmælin sem hafa brutist út víðsvegar um landið gegn rasisma og lögregluofbeldi eftir að lögregluþjónn varð blökkumanninum George Floyd að bana í Minneapolis í síðustu viku. Það er alvanalegt að einræðisherrar hóti að beita mótmælendur heima fyrir hervaldi, í ríkjum þar sem hvers kyns andóf gegn ríkjandi stjórnvöldum er barið niður af mikilli hörku. Að forseti lýðræðisríkis, og það Bandaríkjanna, leiðtogaríkis hins vestræna heims, hóti slíku eru hins vegar stórtíðindi og mikið áhyggjuefni fyrir framtíð lýðræðislegra gilda á heimsvísu. Löggjöfin sem Trump hótar að beita er frá árinu 1807. Á síðastliðnum 50 árum hefur henni tvisvar verið beitt, síðast fyrir 28 árum, og í báðum tilvikum að beiðni ríkisstjóra sem töldu sig ekki ráða við aðstæður í heimaríkjum sínum. Í hvorugu tilfelli var um að ræða að mestu friðsöm mótmæli heldur miklu alvarlegri óeirðir, átök og/eða gripdeildir og eignaspjöll. Þegar herinn er kominn í spilið er enginn greinarmunur gerður á friðsömum og ófriðsömum mótmælendum. Markmið hersins verður að brjóta á bak mótmælin með öllum ráðum. Þess vegna er umræddu úrræði svona sjaldan beitt og þess vegna er stór hluti almennings í Bandaríkjunum með miklar áhyggjur af því að þessi stefna Trumps raungerist. Að beita hervaldi mundi enn fremur fyrirgera öllu því trausti sem þó hefur verið byggt upp milli lögregluyfirvalda og minnihlutahópa í Bandaríkjunum síðastliðna áratugi, auka enn á sundrungu meðal bandarísku þjóðarinnar og rýra traust almennings og allrar heimsbyggðarinnar á lýðræði, frelsi og grundvallarmannréttindum í Bandaríkjunum. Afleiðingar þessa gætu orðið afdrifaríkar fyrir öll ríki sem aðhyllast og berjast fyrir lýðræðislegum gildum, þar á meðal okkar eigið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar