Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 17:39 Sigurður Ingi segir framkvæmdirnar aldrei verða án samþykkis Isavia. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. Áform um um að leggja veg í gegnum friðað hús séu fráleit. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að Reykjavíkurborg hefði tilkynnt flugfélaginu Erni að rífa ætti viðhaldsstöð félagsins vegna nýs skipulags og að engar bætur yrðu greiddar fyrir. Skýli félagsins er staðsett við ströndina þar sem áform eru um að reisa brú yfir Fossvog. „Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir sem voru í fréttum í gærkvöldi eru innan flugvallargirðingar og verða aldrei án samþykkis Isavia,“ skrifar Sigurður Ingi á Facebook-síðu sína. Jafnframt segir hann engin „sómakær sveitarfélög“ taka eignir af íbúum sínum bótalaust, og þá sérstaklega ekki þeim íbúum sem hafi þjónað sjúkraflugi og líffæraflutningum í áratugi. „Þannig hagar sér enginn.“ Hörður Guðmundsson forstjóri Ernis segir tilkynningu Reykjavíkurborgar mikið áfall. Ekki liggi fyrir hvenær framkvæmdirnar hefjist og sagði hann upphafleg áform hafa bent til þess að vegurinn yrði fyrir neðan skýlið. „Við vitum ekki hvort það verður á morgun, í næstu viku, eftir mánuð eða ár. En það er boðað að leggja veg í gegnum þetta skýli.“ Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 í gærkvöldi. Reykjavík Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Forsendubrestur af hálfu Reykjavíkur í flugvallarmálinu Eftirfarandi erindi sá ég mig knúna til að senda á stjórn samgöngunefndar Alþingis. Þar með upplýsi ég að undirskriftir borgarstjóra eru ekki pappírsins virði. 1. maí 2020 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. Áform um um að leggja veg í gegnum friðað hús séu fráleit. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að Reykjavíkurborg hefði tilkynnt flugfélaginu Erni að rífa ætti viðhaldsstöð félagsins vegna nýs skipulags og að engar bætur yrðu greiddar fyrir. Skýli félagsins er staðsett við ströndina þar sem áform eru um að reisa brú yfir Fossvog. „Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir sem voru í fréttum í gærkvöldi eru innan flugvallargirðingar og verða aldrei án samþykkis Isavia,“ skrifar Sigurður Ingi á Facebook-síðu sína. Jafnframt segir hann engin „sómakær sveitarfélög“ taka eignir af íbúum sínum bótalaust, og þá sérstaklega ekki þeim íbúum sem hafi þjónað sjúkraflugi og líffæraflutningum í áratugi. „Þannig hagar sér enginn.“ Hörður Guðmundsson forstjóri Ernis segir tilkynningu Reykjavíkurborgar mikið áfall. Ekki liggi fyrir hvenær framkvæmdirnar hefjist og sagði hann upphafleg áform hafa bent til þess að vegurinn yrði fyrir neðan skýlið. „Við vitum ekki hvort það verður á morgun, í næstu viku, eftir mánuð eða ár. En það er boðað að leggja veg í gegnum þetta skýli.“ Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Reykjavík Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Forsendubrestur af hálfu Reykjavíkur í flugvallarmálinu Eftirfarandi erindi sá ég mig knúna til að senda á stjórn samgöngunefndar Alþingis. Þar með upplýsi ég að undirskriftir borgarstjóra eru ekki pappírsins virði. 1. maí 2020 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45
Forsendubrestur af hálfu Reykjavíkur í flugvallarmálinu Eftirfarandi erindi sá ég mig knúna til að senda á stjórn samgöngunefndar Alþingis. Þar með upplýsi ég að undirskriftir borgarstjóra eru ekki pappírsins virði. 1. maí 2020 06:00