Án samninga og réttinda en samt í framlínu Helga Vala Helgadóttir skrifar 6. júní 2020 07:40 Verkfallsrétturinn er einn af grundvallarréttindum launafólks. Þeim rétti er beitt þegar neyðin krefst, þegar samningar milli launafólks og atvinnurekanda þokast ekkert áfram. Því miður þá virðist svo vera sem verkfallsvopnið bíti frekar á einkaaðila en hið opinbera. Samningar á einkamarkaði eru keyrðir áfram vegna þess fjátjóns sem verkfall veldur á meðan vikur og mánuðir líða án samningafunda við hið opinbera. Hér á landi brúka stjórnvöld það að hefja ekki samningaviðræður fyrr en mánuðum eftir að kjarasamningar renna út. Virðist viðmót stjórnvalda oft og tíðum vera að þreyta fólk til samninga ef marka má orð samninganefnda launafólks sem mæta áhugaleysi og þrástögun á sama tilboði mánuðum saman. Ráðherrar segjast svo aðspurðir ekki sitja við samningaborðið og beri því litla ábyrgð á ástandinu. Nú hafa hjúkrunarfræðingar samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall. Heyrist hefur úr þeirra ranni að sá gerðardómur sem stéttin mátti þola eftir síðustu kjarabaráttu 2015 hafi þrátt fyrir allt verið skárri en sá samningur sem hjúkrunarfræðingar náðu eftir árs samningaviðræður við stjórnvöld. Sá samningur var felldur fyrr í vor. Verkfall þessarar framlínustéttar, sem kom okkur til bjargar í Covid áfallinu, blasir við. Framlínustéttar sem mætir til vinnu þrátt fyrir að vera í verkfalli, framlínustéttar sem við hrósum en semjum ekki við. Lögreglumenn, önnur framlínustétt, fá viðlíka móttökur frá stjórnvöldum. Verkfallsréttur þeirra var hins vegar afnuminn með lögum árið 1986 en þeir hafa verið samningslausir í á annað ár! Kauptryggingin sem samið var um í stað verkfallsréttar átti að fela í sér sömu meðalhækkun launa og bandalag annarra opinberra starfsmanna fengju á hverjum tíma og skyldi Hagstofan skila inn nýjustu tölum um launaþróun umræddra. Þetta þótti ríkisvaldinu á endanum of dýrt og var samið um að gerðardómur kæmi í stað kauptryggingar og hafa laun lögreglumanna dregist jafnt og þétt aftur úr viðmiðunarstéttum. Þessi stétt sem sinnir öryggismálum lands og þjóðar hefur þannig dregist verulega aftur úr í kjaramálum undanfarna áratugi og enn þokast ekkert í samningaviðræðum. Ekki má horfa framhjá því að lögreglumönnum hefur fækkað töluvert síðastliðinn áratug þrátt fyrir fólksfjölgun, umtalsverða fjölgun ferðamanna og flóknari verkefni. Álag hefur þannig aukist til muna en stjórnvöld, sem á tyllidögum tala um framlínusveit, draga það mánuðum og nú árum saman að semja við stéttina svo enn kvarnast úr hópnum. Álag, kulnun og vanlíðan er orðin algengari og reyndir lögreglumenn flýja til annarra starfa. Við sem þjóð getum ekki komið fram með þessum hætti við okkar lykilfólk. Nú þarf að bretta upp ermar og semja við þessar framlínustéttir. Á því bera stjórnvöld svo sannarlega ábyrgð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Helga Vala Helgadóttir Verkföll 2020 Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Verkfallsrétturinn er einn af grundvallarréttindum launafólks. Þeim rétti er beitt þegar neyðin krefst, þegar samningar milli launafólks og atvinnurekanda þokast ekkert áfram. Því miður þá virðist svo vera sem verkfallsvopnið bíti frekar á einkaaðila en hið opinbera. Samningar á einkamarkaði eru keyrðir áfram vegna þess fjátjóns sem verkfall veldur á meðan vikur og mánuðir líða án samningafunda við hið opinbera. Hér á landi brúka stjórnvöld það að hefja ekki samningaviðræður fyrr en mánuðum eftir að kjarasamningar renna út. Virðist viðmót stjórnvalda oft og tíðum vera að þreyta fólk til samninga ef marka má orð samninganefnda launafólks sem mæta áhugaleysi og þrástögun á sama tilboði mánuðum saman. Ráðherrar segjast svo aðspurðir ekki sitja við samningaborðið og beri því litla ábyrgð á ástandinu. Nú hafa hjúkrunarfræðingar samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall. Heyrist hefur úr þeirra ranni að sá gerðardómur sem stéttin mátti þola eftir síðustu kjarabaráttu 2015 hafi þrátt fyrir allt verið skárri en sá samningur sem hjúkrunarfræðingar náðu eftir árs samningaviðræður við stjórnvöld. Sá samningur var felldur fyrr í vor. Verkfall þessarar framlínustéttar, sem kom okkur til bjargar í Covid áfallinu, blasir við. Framlínustéttar sem mætir til vinnu þrátt fyrir að vera í verkfalli, framlínustéttar sem við hrósum en semjum ekki við. Lögreglumenn, önnur framlínustétt, fá viðlíka móttökur frá stjórnvöldum. Verkfallsréttur þeirra var hins vegar afnuminn með lögum árið 1986 en þeir hafa verið samningslausir í á annað ár! Kauptryggingin sem samið var um í stað verkfallsréttar átti að fela í sér sömu meðalhækkun launa og bandalag annarra opinberra starfsmanna fengju á hverjum tíma og skyldi Hagstofan skila inn nýjustu tölum um launaþróun umræddra. Þetta þótti ríkisvaldinu á endanum of dýrt og var samið um að gerðardómur kæmi í stað kauptryggingar og hafa laun lögreglumanna dregist jafnt og þétt aftur úr viðmiðunarstéttum. Þessi stétt sem sinnir öryggismálum lands og þjóðar hefur þannig dregist verulega aftur úr í kjaramálum undanfarna áratugi og enn þokast ekkert í samningaviðræðum. Ekki má horfa framhjá því að lögreglumönnum hefur fækkað töluvert síðastliðinn áratug þrátt fyrir fólksfjölgun, umtalsverða fjölgun ferðamanna og flóknari verkefni. Álag hefur þannig aukist til muna en stjórnvöld, sem á tyllidögum tala um framlínusveit, draga það mánuðum og nú árum saman að semja við stéttina svo enn kvarnast úr hópnum. Álag, kulnun og vanlíðan er orðin algengari og reyndir lögreglumenn flýja til annarra starfa. Við sem þjóð getum ekki komið fram með þessum hætti við okkar lykilfólk. Nú þarf að bretta upp ermar og semja við þessar framlínustéttir. Á því bera stjórnvöld svo sannarlega ábyrgð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar