Fjögur aðilarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa vísað kjaradeildu sinni við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara. Viðræðurnar hafa staðið yfir í tæpt ár án árangurs.
Í tilkynningu á vef BHM kemur fram að Fræðagarður, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga hafi leitað til sáttasemjara á miðvikudag.
Það hafi verið gert eftir að samninganefnd sveitarfélaganna hafnaði tillögu félaganna. Kjaraviðræðurnar hafa staðið yfir frá því í júlí í fyrra.