Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2020 12:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísar því á bug að áformin komi til með að raska starfsemi innanlandsflugs. „Mér finnst þetta satt best að segja óþarfa upphlaup. Við erum að undirbúa skipulag í Skerjafirði, alveg frábært skipulag raunar en eitt af leiðarljósinu í því er að sú byggð og þær framkvæmdir eiga alls ekki að trufla rekstur innanlandsflugs og eiga ekki að gera það,“ segir Dagur. „Það var sett fram hugmynd um veglínu upp við framtíðaröryggisgirðingu flugvallarins sem að myndi raska rekstri Ernis þannig að það var haldinn fundur með félaginu til þess að ræða þetta og þar komu mjög hörð viðbrögð á það frá þeim þannig að strax í kjölfarið var óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir,“ segir Dagur. „Ég og borgin höfum sagt allan tímann að þetta nýja og góða hverfi í Skerjafirði á ekki að raska rekstri innanlandsflugs á meðan við erum að rannsaka nýtt flugvallarstæði og undirbúa nýjan flugvöll í Hvassahrauni,“ segir Dagur. Allir eigi að geta verið rólegir yfir því og borgin muni einbeita sér að því að þróa og útfæra þetta nýja hverfi í Skerjafirði. Þykir miður að samtal hafi ekki gegnið betur Hann segir ekkert við vinnubrögð borgarinnar að athuga í málinu. „Það er margt sem þarf að undirbúa þegar skipulag er annars vegar,“ segir Dagur. „Hluti af því að undirbúa vandað skipulag er að eiga samtal við hagsmunaaðila og það gekk ekki betur en þetta í þessu tilviki og það er auðvitað bara miður en ég vona að ef fólk talar saman, þá náttúrlega komast þessir hlutir á hreint.“ Þá hefur höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið frá tíma sjóflugvélanna, eldra en flugvöllinn, og einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. „Það er beinlínis gert ráð fyrir því að elsta flugskýlið þarna, sem tengist sjóflugvélum, að það standi áfram og verði hluti af nýja skipulaginu þegar fram í sækir,“ segir Dagur spurður hvort friðlýsing myndi raska áformum borgarinnar. „Það eru nýrri viðbyggingar sem er gert ráð fyrir að víki með tímanum en þetta gamla skýli, það er friðað og það verður hluti af skipulaginu.“ Borgin fari að lögum og reglum um bótagreiðslur Dagur segir að ef komi í ljós að flugfélagið eigi rétt á bótum muni borgin að sjálfsögðu virða lög og reglur í þeim efnum. „Auðvitað er sá réttur sem sannarlega er til staðar hann er alltaf virtur og það hefur borgin alltaf gert,“ svarar Dagur, spurður hvort það sé boðlegt að halda áformunum til streitu án þess að bjóða hlutaðeigandi hagsmunaaðilum bætur. „Á flugvallarsvæðinu eru hins vegar eignarheimildir og annað býsna flóknar og geta meira að segja verið flóknar inni á einni og sömu lóðvarðandi mismunandi hluta. Stundum eru ekki fyrir hendi lóðaleigusamningar og annaðslíkt og þaðer bara farið yfir þaðhverju sinni,“ segir Dagur. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísar því á bug að áformin komi til með að raska starfsemi innanlandsflugs. „Mér finnst þetta satt best að segja óþarfa upphlaup. Við erum að undirbúa skipulag í Skerjafirði, alveg frábært skipulag raunar en eitt af leiðarljósinu í því er að sú byggð og þær framkvæmdir eiga alls ekki að trufla rekstur innanlandsflugs og eiga ekki að gera það,“ segir Dagur. „Það var sett fram hugmynd um veglínu upp við framtíðaröryggisgirðingu flugvallarins sem að myndi raska rekstri Ernis þannig að það var haldinn fundur með félaginu til þess að ræða þetta og þar komu mjög hörð viðbrögð á það frá þeim þannig að strax í kjölfarið var óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir,“ segir Dagur. „Ég og borgin höfum sagt allan tímann að þetta nýja og góða hverfi í Skerjafirði á ekki að raska rekstri innanlandsflugs á meðan við erum að rannsaka nýtt flugvallarstæði og undirbúa nýjan flugvöll í Hvassahrauni,“ segir Dagur. Allir eigi að geta verið rólegir yfir því og borgin muni einbeita sér að því að þróa og útfæra þetta nýja hverfi í Skerjafirði. Þykir miður að samtal hafi ekki gegnið betur Hann segir ekkert við vinnubrögð borgarinnar að athuga í málinu. „Það er margt sem þarf að undirbúa þegar skipulag er annars vegar,“ segir Dagur. „Hluti af því að undirbúa vandað skipulag er að eiga samtal við hagsmunaaðila og það gekk ekki betur en þetta í þessu tilviki og það er auðvitað bara miður en ég vona að ef fólk talar saman, þá náttúrlega komast þessir hlutir á hreint.“ Þá hefur höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið frá tíma sjóflugvélanna, eldra en flugvöllinn, og einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. „Það er beinlínis gert ráð fyrir því að elsta flugskýlið þarna, sem tengist sjóflugvélum, að það standi áfram og verði hluti af nýja skipulaginu þegar fram í sækir,“ segir Dagur spurður hvort friðlýsing myndi raska áformum borgarinnar. „Það eru nýrri viðbyggingar sem er gert ráð fyrir að víki með tímanum en þetta gamla skýli, það er friðað og það verður hluti af skipulaginu.“ Borgin fari að lögum og reglum um bótagreiðslur Dagur segir að ef komi í ljós að flugfélagið eigi rétt á bótum muni borgin að sjálfsögðu virða lög og reglur í þeim efnum. „Auðvitað er sá réttur sem sannarlega er til staðar hann er alltaf virtur og það hefur borgin alltaf gert,“ svarar Dagur, spurður hvort það sé boðlegt að halda áformunum til streitu án þess að bjóða hlutaðeigandi hagsmunaaðilum bætur. „Á flugvallarsvæðinu eru hins vegar eignarheimildir og annað býsna flóknar og geta meira að segja verið flóknar inni á einni og sömu lóðvarðandi mismunandi hluta. Stundum eru ekki fyrir hendi lóðaleigusamningar og annaðslíkt og þaðer bara farið yfir þaðhverju sinni,“ segir Dagur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira