Var 14 ára byrjuð að vinna í eldhúsi veitingastaðar í Reykjavík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. júní 2020 07:00 Kokkurinn Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir byrjaði 14 ára að vinna við matreiðslu. Hún fagnar því að stúlkum er að fjölga í faginu. Vísir/Vilhelm „Alveg síðan ég man eftir mér hef ég verið að hjálpa mömmu í eldhúsinu. Ég bað hana ekki að kalla í mig þegar maturinn væri klár, heldur áður en hún byrjaði að elda. Ég vildi alltaf fá að vera með.“ Kokkurinn Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir hefur vakið athygli síðustu misseri en hún að vinna í eldhúsi Tapas barsins á fermingaraldri og hefur starfað við matreiðslu síðan. Erla vissi snemma hvað hún ætlaði að gera í lífinu og lét ekkert stoppa sig. Nú blómstrar hún í draumastarfinu og stefnir á að gefa út matreiðslubók eða matreiðsluþætti í framtíðinni. „Ég veit ekki af hverju ég hafði svona ótrúlega mikinn áhuga, ég hef bara alltaf heillast, ég fann mína hillu,“ segir Erla um áhugann á matreiðslu. „Frændi minn talar ennþá um það að þegar ég var átta ára gerði ég fyrir hann carpachio. Ég hafði áhuga á öllum mat. Þegar pabbi varð fertugur fórum við á Argentínu og þjónninn bauð mér barnamatseðill. Ég varð þá bara móðguð því ég vildi fá blóðsteik, ég var sjö eða átta ára gömul. Pabbi rifjar oft upp þessa sögu.“ Þegar Erla er ekki á 13 tíma vöktum í eldhúsinu þá er hún heima hjá sér að prófa uppskriftir og leita að innblæstri.Vísir/Vilhelm Var alveg ákveðin Þegar hún var svo 14 ára bauðst henni tækifæri til þess að starfa við matreiðslu og hún stökk á það. „Ég var úti að borða á Tapas barnum á 14 ára afmælisdaginn minn ásamt foreldrum mínum og fjölskyldu. Pabbi þekkti eitthvað til þar og sagði þeim að ég væri alveg ákveðin að verða kokkur. Mér var í kjölfarið sagt að koma að prófa, þetta var besta afmælisgjöfin,“ segir Erla. „Ég byrjaði á því að vera bara að hjálpa til og fylgjast með líka,“ segir Erla um fyrstu vaktirnar. „Þá sá ég að þetta var það sem mig langaði til þess að gera. Ég var svo þar næstu fimm árin og útskrifaðist þaðan. Ég vann yfir sumarið og svo með skólanum líka. Strax eftir grunnskóla fór ég á samning þar.“ Erla fór í kjölfarið í nám í matreiðslu við Menntaskólann í Kópavogi. „Það er byrjað á starfssamning og ég hafði þá verið búin að vinna þar í tvö ár. Það er vaninn að vera búinn með allavega hálft ár og vitir um hvað þetta snýst. Ég held að ég hefði annars ekki getað farið í skólann svona ung, ég lærði rosalega mikið af því að fylgjast með.“ Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir segir að hvergi líði sér betur en í eldhúsinu.Vísir/Vilhelm Alltaf að læra eitthvað nýtt Hún segist gera sér fyllilega grein fyrir því að það er ekki algengt að velja sér starfsferil fyrir fermingu og halda sig svo við það plan og láta drauminn rætast. „Ég veit að ég er mjög heppin, ég þekki mjög marga sem eru ekki enn búnir að ákveða sig.“ Aðeins 22 ára hefur Erla nú lokið meistaraskólanum og hélt hún upp á það á dögunum. „Ég var í fimm ár á Tapas barnum og er enn hjá sama fyrirtæki, búin að vera þar í níu ár, alveg frá því ég byrjaði. Tapas barinn er ekkert stór staður svo ég var eini neminn þar í fjögur ár, öll athyglin var því á mér og ég held að ég hafi grætt svolítið á því.“ Erla segir að hún hafi verið eins og svampur fyrstu árin og reynt að fylgjast einstaklega vel með í vinnunni. „Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og reynir að hlusta á eins mikið og maður getur, fólk er með svo mismunandi aðferðir. En maður verður líka að hlusta á sjálfan sig, hvað manni langar að gera og hver stefnan á að vera.“ Á þessum níu árum hefur Erla fengið tækifæri til þess að vinna á nokkrum veitingastöðum fyrirtækisins, nú starfar hún á Fjallkonunni í miðbæ Reykjavíkur. „Það er einn strákur á vaktinni og svo erum við sex stelpur.“ Gefandi að fá að elda fyrir fólk Hún segir ómetanlegt að hafa fengið að vinna í góðu umhverfi öll þessi ár. „Allir hafa verið svo góðir í kringum mig og það vildu allir allt fyrir mig gera. Mér fannst ég svolítið heppin að því leitinu til.“ Meirihlutinn í þessari stétt er karlkyns, en Erla segir að hún hafi ekki upplifað það að vera ekki tekin alvarlega eða að öðruvísi væri komið fram við hana vegna kyns eða ungs aldurs. „Ég hef alltaf fengið að taka þátt í hugmyndavinnu, gerð matseðla og öllu slíku.“ Ástríða hennar fyrir mat og matreiðslu hefur vaxið með árunum samhliða starfinu og er Erla sannfærð um að þetta hafi verið rétt val. „Mér finnst þetta ótrúlega gefandi, maður er einhvern veginn alltaf að gera eitthvað nýtt. Þetta er svo gaman. Núna vinn ég til dæmis í opnu eldhúsi og það er svo gaman að sjá þegar fólk er ánægt. Líka þegar fólk er að fagna og kemur til að borða góðan mat eða gera sér dagamun. Það er svo skemmtilegt að fylgjast með þessu og fá að elda eitthvað fyrir fólk.“ Að hennar mati er vinnutíminn helsti ókosturinn. „Þetta geta alveg verið langar vaktir. Það er kannski það eina sem ég sé neikvætt við þetta. Þetta getur verið svolítið mikið og mikið að gera, mikil pressa. En mér finnst þetta bara skemmtilegt tímabil.“ Erla vinnur 13 tíma vaktir og missir því oft úr heilu helgunum með kærastanum og sínum nánustu. Stundum vinnur hún frá 10 á morgnanna til miðnættis eða jafnvel lengur. „Þetta venst alveg, frídagana gerir maður eitthvað aðeins meira róandi.“ Erla ásamt kærasta sínum, Hilmari Eyþóri Ásgeirssyni.Mynd úr einkasafni Kærastinn tilraunadýr fyrir nýjar hugmyndir Það er þó ekki þannig að Erla sleppi því að elda og hugsa um mat þegar hún er í vaktafríi. „Ég les matreiðslutímarit og horfi á matreiðsluþætti, þetta er bara það sem líf mitt snýst um. Ef ég skoða eitthvað í símanum þá er það oftast matreiðslusíður á Instagram. Svo elda ég líka rosalega mikið heima. Ég er alltaf að hugsa um þetta.“ Erla býr í Vesturbænum með kærastanum sínum og er hún dugleg að prófa að gera nýjar uppskriftir í eldhúsinu heima. „Hann er svona tilraunadýr,“ segir Erla og hlær. „Mér finnst gaman að elda allt, ‚ég hef svolítið verið mikið í eftirréttunum líka, það heillar mig svolítið mikið. Þegar ég vann á apótekinu var ég eiginlega bara í „pastry“ í tvö ár, mér fannst það mjög gaman og var alveg að íhuga að fara meira út í það. Ég er því alltaf mikið í eftirréttunum inn á milli.“ Matur frá öllum heimshornum heillar Erlu, en ef hún væri neydd til að velja sér sérgrein núna væru það örugglega kaldir réttir. „Svona kaldir réttir og forréttir. Ef ég ætti að velja eitthvað eitt væri það eflaust eitthvað svoleiðis.“ Kryddhillan veitir innblástur Erla er dugleg að elda fyrir sína nánustu og finnst fátt skemmtilegra en að elda og borða góðan mat í góðum félagsskap. „Að standa þrettán tíma vaktir er ekki eitthvað sem maður gerir að eilífu. Það er kannski það sem er ólíkt með karla og konur í þessu að karlarnir komast kannski frekar upp með það. Ef að ég eignast fjölskyldu í framtíðinni þá þarf ég að fara að skoða í kringum mig.“ Starfið er ekki endilega mjög fjölskylduvænt og segir Erla að fjölskyldan þurfi oft að skipuleggja í kringum hennar vaktir. „Þau eru alveg frábær með þetta. Ef ég er að vinna á jóladag þá höldum við bara jóladag tveimur dögum seinna þegar ég er í fríi.“ Erla sér fyrir sér að gera eitthvað svipað þegar hún er sjálf komin með börn. Einnig gæti hún hugsað sér að vinna þá tímabundið við eitthvað annað tengt matreiðslu. „Mig langar jafnvel bara að skrifa bækur eða gera þætti eða eitthvað svoleiðis, ég er mjög opin fyrir því líka,“ svarar Erla þegar blaðamaður spyr út í framtíðina. „Ég er með alla möguleika opna.“ Innblásturinn fær hún úr ýmsum áttum, meðal annars frá kryddhillunni sinni og líka á veitingahúsum á ferðalögum erlendis. Erla segir að það sé frábært hvað Íslendingar eru duglegir að prófa sig áfram í eldamennskunni og því væri skemmtilegt að deila með fólki uppskriftum og ráðleggingum. Erla segir að hún hafi lært mikið af öllu hæfileikaríka fólkinu sem hún hefur unnið með síðustu ár, hver og einn hafi sínar aðferðir.Vísir/Vilhelm „Standardinn er orðinn hár inni í eldhúsi hjá fagfólki því allir eru orðnir svo klárir heima, sem mér finnst bara gaman líka, það eru allir með svo mikinn áhuga. Mér finnst það alveg munur frá því ég byrjaði.“ Þrátt fyrir að útiloka ekki algjörlega að flytja erlendis einhvern tímanna í framtíðinni, þá er Erla ákveðin að vinna áfram á veitingastöðum hér á landi. „Ég er rosalega mikil fjölskyldukona, öll fjölskyldan mín og amma mín, ég held að ég myndi ekki tíma að fara frá þeim. En það gæti auðvitað verið gaman að prófa þetta.“ Það eru nokkrir einstaklingar sem hafa mótað Erlu mikið og verið henni fyrirmyndir. „Bjarki Freyr meistarinn minn á Tapas barnum og allir strákarnir þar kenndu mér óendanlega mikið og svo líka mamma mín og amma Erla. Ég lít mjög mikið upp til þeirra og eru þær algjörar fyrirmyndir í einu og öllu.“ Matur Helgarviðtal Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. 17. maí 2020 07:00 „Allt sem ég elska hjúfrar sig í raunveruleikanum“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir söngkona segir að filterarnir sem fylgja samfélagsmiðlum geti haft mikil áhrif á sjálfsmynd fólks. Bæði þeirra sem nota þá og þeirra sem skoða samfélagsmiðlaefni vafið óraunverulegum ljóma. 31. maí 2020 07:00 „Hver plata stendur ein og sér sem lítið meistaraverk“ Aðalverðlaun FÍT, Félag íslenskra teiknara, í ár hljóta Davíð Arnar Baldursson, Jón Sæmundur Auðarson og Ragnar Þórhallsson fyrir plötuumslög Fever Dream sem gefin var út af hljómsveitinni Of Monsters and Men. 29. maí 2020 09:00 Fæddi stúlkuna í framsætinu á bílaplani Landspítalans og faðirinn tók á móti Lítil stúlka fæddist á bílaplani Landspítalans á dögunum, en foreldrarnir tóku sjálf á móti þar sem henni lá mjög mikið á að komast í heiminn. 24. maí 2020 07:00 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
„Alveg síðan ég man eftir mér hef ég verið að hjálpa mömmu í eldhúsinu. Ég bað hana ekki að kalla í mig þegar maturinn væri klár, heldur áður en hún byrjaði að elda. Ég vildi alltaf fá að vera með.“ Kokkurinn Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir hefur vakið athygli síðustu misseri en hún að vinna í eldhúsi Tapas barsins á fermingaraldri og hefur starfað við matreiðslu síðan. Erla vissi snemma hvað hún ætlaði að gera í lífinu og lét ekkert stoppa sig. Nú blómstrar hún í draumastarfinu og stefnir á að gefa út matreiðslubók eða matreiðsluþætti í framtíðinni. „Ég veit ekki af hverju ég hafði svona ótrúlega mikinn áhuga, ég hef bara alltaf heillast, ég fann mína hillu,“ segir Erla um áhugann á matreiðslu. „Frændi minn talar ennþá um það að þegar ég var átta ára gerði ég fyrir hann carpachio. Ég hafði áhuga á öllum mat. Þegar pabbi varð fertugur fórum við á Argentínu og þjónninn bauð mér barnamatseðill. Ég varð þá bara móðguð því ég vildi fá blóðsteik, ég var sjö eða átta ára gömul. Pabbi rifjar oft upp þessa sögu.“ Þegar Erla er ekki á 13 tíma vöktum í eldhúsinu þá er hún heima hjá sér að prófa uppskriftir og leita að innblæstri.Vísir/Vilhelm Var alveg ákveðin Þegar hún var svo 14 ára bauðst henni tækifæri til þess að starfa við matreiðslu og hún stökk á það. „Ég var úti að borða á Tapas barnum á 14 ára afmælisdaginn minn ásamt foreldrum mínum og fjölskyldu. Pabbi þekkti eitthvað til þar og sagði þeim að ég væri alveg ákveðin að verða kokkur. Mér var í kjölfarið sagt að koma að prófa, þetta var besta afmælisgjöfin,“ segir Erla. „Ég byrjaði á því að vera bara að hjálpa til og fylgjast með líka,“ segir Erla um fyrstu vaktirnar. „Þá sá ég að þetta var það sem mig langaði til þess að gera. Ég var svo þar næstu fimm árin og útskrifaðist þaðan. Ég vann yfir sumarið og svo með skólanum líka. Strax eftir grunnskóla fór ég á samning þar.“ Erla fór í kjölfarið í nám í matreiðslu við Menntaskólann í Kópavogi. „Það er byrjað á starfssamning og ég hafði þá verið búin að vinna þar í tvö ár. Það er vaninn að vera búinn með allavega hálft ár og vitir um hvað þetta snýst. Ég held að ég hefði annars ekki getað farið í skólann svona ung, ég lærði rosalega mikið af því að fylgjast með.“ Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir segir að hvergi líði sér betur en í eldhúsinu.Vísir/Vilhelm Alltaf að læra eitthvað nýtt Hún segist gera sér fyllilega grein fyrir því að það er ekki algengt að velja sér starfsferil fyrir fermingu og halda sig svo við það plan og láta drauminn rætast. „Ég veit að ég er mjög heppin, ég þekki mjög marga sem eru ekki enn búnir að ákveða sig.“ Aðeins 22 ára hefur Erla nú lokið meistaraskólanum og hélt hún upp á það á dögunum. „Ég var í fimm ár á Tapas barnum og er enn hjá sama fyrirtæki, búin að vera þar í níu ár, alveg frá því ég byrjaði. Tapas barinn er ekkert stór staður svo ég var eini neminn þar í fjögur ár, öll athyglin var því á mér og ég held að ég hafi grætt svolítið á því.“ Erla segir að hún hafi verið eins og svampur fyrstu árin og reynt að fylgjast einstaklega vel með í vinnunni. „Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og reynir að hlusta á eins mikið og maður getur, fólk er með svo mismunandi aðferðir. En maður verður líka að hlusta á sjálfan sig, hvað manni langar að gera og hver stefnan á að vera.“ Á þessum níu árum hefur Erla fengið tækifæri til þess að vinna á nokkrum veitingastöðum fyrirtækisins, nú starfar hún á Fjallkonunni í miðbæ Reykjavíkur. „Það er einn strákur á vaktinni og svo erum við sex stelpur.“ Gefandi að fá að elda fyrir fólk Hún segir ómetanlegt að hafa fengið að vinna í góðu umhverfi öll þessi ár. „Allir hafa verið svo góðir í kringum mig og það vildu allir allt fyrir mig gera. Mér fannst ég svolítið heppin að því leitinu til.“ Meirihlutinn í þessari stétt er karlkyns, en Erla segir að hún hafi ekki upplifað það að vera ekki tekin alvarlega eða að öðruvísi væri komið fram við hana vegna kyns eða ungs aldurs. „Ég hef alltaf fengið að taka þátt í hugmyndavinnu, gerð matseðla og öllu slíku.“ Ástríða hennar fyrir mat og matreiðslu hefur vaxið með árunum samhliða starfinu og er Erla sannfærð um að þetta hafi verið rétt val. „Mér finnst þetta ótrúlega gefandi, maður er einhvern veginn alltaf að gera eitthvað nýtt. Þetta er svo gaman. Núna vinn ég til dæmis í opnu eldhúsi og það er svo gaman að sjá þegar fólk er ánægt. Líka þegar fólk er að fagna og kemur til að borða góðan mat eða gera sér dagamun. Það er svo skemmtilegt að fylgjast með þessu og fá að elda eitthvað fyrir fólk.“ Að hennar mati er vinnutíminn helsti ókosturinn. „Þetta geta alveg verið langar vaktir. Það er kannski það eina sem ég sé neikvætt við þetta. Þetta getur verið svolítið mikið og mikið að gera, mikil pressa. En mér finnst þetta bara skemmtilegt tímabil.“ Erla vinnur 13 tíma vaktir og missir því oft úr heilu helgunum með kærastanum og sínum nánustu. Stundum vinnur hún frá 10 á morgnanna til miðnættis eða jafnvel lengur. „Þetta venst alveg, frídagana gerir maður eitthvað aðeins meira róandi.“ Erla ásamt kærasta sínum, Hilmari Eyþóri Ásgeirssyni.Mynd úr einkasafni Kærastinn tilraunadýr fyrir nýjar hugmyndir Það er þó ekki þannig að Erla sleppi því að elda og hugsa um mat þegar hún er í vaktafríi. „Ég les matreiðslutímarit og horfi á matreiðsluþætti, þetta er bara það sem líf mitt snýst um. Ef ég skoða eitthvað í símanum þá er það oftast matreiðslusíður á Instagram. Svo elda ég líka rosalega mikið heima. Ég er alltaf að hugsa um þetta.“ Erla býr í Vesturbænum með kærastanum sínum og er hún dugleg að prófa að gera nýjar uppskriftir í eldhúsinu heima. „Hann er svona tilraunadýr,“ segir Erla og hlær. „Mér finnst gaman að elda allt, ‚ég hef svolítið verið mikið í eftirréttunum líka, það heillar mig svolítið mikið. Þegar ég vann á apótekinu var ég eiginlega bara í „pastry“ í tvö ár, mér fannst það mjög gaman og var alveg að íhuga að fara meira út í það. Ég er því alltaf mikið í eftirréttunum inn á milli.“ Matur frá öllum heimshornum heillar Erlu, en ef hún væri neydd til að velja sér sérgrein núna væru það örugglega kaldir réttir. „Svona kaldir réttir og forréttir. Ef ég ætti að velja eitthvað eitt væri það eflaust eitthvað svoleiðis.“ Kryddhillan veitir innblástur Erla er dugleg að elda fyrir sína nánustu og finnst fátt skemmtilegra en að elda og borða góðan mat í góðum félagsskap. „Að standa þrettán tíma vaktir er ekki eitthvað sem maður gerir að eilífu. Það er kannski það sem er ólíkt með karla og konur í þessu að karlarnir komast kannski frekar upp með það. Ef að ég eignast fjölskyldu í framtíðinni þá þarf ég að fara að skoða í kringum mig.“ Starfið er ekki endilega mjög fjölskylduvænt og segir Erla að fjölskyldan þurfi oft að skipuleggja í kringum hennar vaktir. „Þau eru alveg frábær með þetta. Ef ég er að vinna á jóladag þá höldum við bara jóladag tveimur dögum seinna þegar ég er í fríi.“ Erla sér fyrir sér að gera eitthvað svipað þegar hún er sjálf komin með börn. Einnig gæti hún hugsað sér að vinna þá tímabundið við eitthvað annað tengt matreiðslu. „Mig langar jafnvel bara að skrifa bækur eða gera þætti eða eitthvað svoleiðis, ég er mjög opin fyrir því líka,“ svarar Erla þegar blaðamaður spyr út í framtíðina. „Ég er með alla möguleika opna.“ Innblásturinn fær hún úr ýmsum áttum, meðal annars frá kryddhillunni sinni og líka á veitingahúsum á ferðalögum erlendis. Erla segir að það sé frábært hvað Íslendingar eru duglegir að prófa sig áfram í eldamennskunni og því væri skemmtilegt að deila með fólki uppskriftum og ráðleggingum. Erla segir að hún hafi lært mikið af öllu hæfileikaríka fólkinu sem hún hefur unnið með síðustu ár, hver og einn hafi sínar aðferðir.Vísir/Vilhelm „Standardinn er orðinn hár inni í eldhúsi hjá fagfólki því allir eru orðnir svo klárir heima, sem mér finnst bara gaman líka, það eru allir með svo mikinn áhuga. Mér finnst það alveg munur frá því ég byrjaði.“ Þrátt fyrir að útiloka ekki algjörlega að flytja erlendis einhvern tímanna í framtíðinni, þá er Erla ákveðin að vinna áfram á veitingastöðum hér á landi. „Ég er rosalega mikil fjölskyldukona, öll fjölskyldan mín og amma mín, ég held að ég myndi ekki tíma að fara frá þeim. En það gæti auðvitað verið gaman að prófa þetta.“ Það eru nokkrir einstaklingar sem hafa mótað Erlu mikið og verið henni fyrirmyndir. „Bjarki Freyr meistarinn minn á Tapas barnum og allir strákarnir þar kenndu mér óendanlega mikið og svo líka mamma mín og amma Erla. Ég lít mjög mikið upp til þeirra og eru þær algjörar fyrirmyndir í einu og öllu.“
Matur Helgarviðtal Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. 17. maí 2020 07:00 „Allt sem ég elska hjúfrar sig í raunveruleikanum“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir söngkona segir að filterarnir sem fylgja samfélagsmiðlum geti haft mikil áhrif á sjálfsmynd fólks. Bæði þeirra sem nota þá og þeirra sem skoða samfélagsmiðlaefni vafið óraunverulegum ljóma. 31. maí 2020 07:00 „Hver plata stendur ein og sér sem lítið meistaraverk“ Aðalverðlaun FÍT, Félag íslenskra teiknara, í ár hljóta Davíð Arnar Baldursson, Jón Sæmundur Auðarson og Ragnar Þórhallsson fyrir plötuumslög Fever Dream sem gefin var út af hljómsveitinni Of Monsters and Men. 29. maí 2020 09:00 Fæddi stúlkuna í framsætinu á bílaplani Landspítalans og faðirinn tók á móti Lítil stúlka fæddist á bílaplani Landspítalans á dögunum, en foreldrarnir tóku sjálf á móti þar sem henni lá mjög mikið á að komast í heiminn. 24. maí 2020 07:00 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. 17. maí 2020 07:00
„Allt sem ég elska hjúfrar sig í raunveruleikanum“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir söngkona segir að filterarnir sem fylgja samfélagsmiðlum geti haft mikil áhrif á sjálfsmynd fólks. Bæði þeirra sem nota þá og þeirra sem skoða samfélagsmiðlaefni vafið óraunverulegum ljóma. 31. maí 2020 07:00
„Hver plata stendur ein og sér sem lítið meistaraverk“ Aðalverðlaun FÍT, Félag íslenskra teiknara, í ár hljóta Davíð Arnar Baldursson, Jón Sæmundur Auðarson og Ragnar Þórhallsson fyrir plötuumslög Fever Dream sem gefin var út af hljómsveitinni Of Monsters and Men. 29. maí 2020 09:00
Fæddi stúlkuna í framsætinu á bílaplani Landspítalans og faðirinn tók á móti Lítil stúlka fæddist á bílaplani Landspítalans á dögunum, en foreldrarnir tóku sjálf á móti þar sem henni lá mjög mikið á að komast í heiminn. 24. maí 2020 07:00