Sjómannadagur 2020 Sigurður Páll Jónsson skrifar 7. júní 2020 08:24 Kæru landar, til hamingju með sjómannadaginn. Frá landnámi hefur verið dreginn fiskur úr sjó á Íslandsmiðum og nú sem áður fyrr eru fiskimiðin matarkista og grunnur byggðarlaga hringinn í kringum landið. Tenging Íslendinga við sjóinn er mikil, enda búum við á eyju og hafa fiskveiðar verið grunnurinn að afkomu þjóðarinnar um aldir. Ekki má gleyma millilandasiglingum sem hafa haldið uppi vöruflutningum um ómunatíð en á þeim leiðum getur sjórinn verið úfinn og varasamur. Landnámsmennirnir komu jú siglandi á sínum tíma og þeirra minnumst við líka. það er kannski erfitt að gera sér í hugarlund hvernig aðbúnaður var um borð á þeim farkostum. Mér var stundum hugsað til þeirra þegar ég ásamt syni mínum og fleirum sigldum á 15 metra skútu frá Ítalíu til Íslands í fyrrasumar. Föðurland vort hálft er hafið, helgað þúsund feðra dáð. Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, þar mun verða stríðið háð. Segir í ljóðlínum eftir alþýðuskáldið Jón Magnússon frá fyrri hluta 19 aldar. Þessar línur eru úr ljóðinu: „Líknargjafinn þjáðra þjóða“, sálmur sem tileinkaður er íslenskum sjómönnum. Sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 6. júní árið 1938 og hefur verið haldinn hátíðlegur æ síðan. Það hefur alltaf fylgt þessum degi mikill ljómi og honum sýnd virðing landsmanna. Við stöldrum við, drögum fána að hún, að aflokinni vetrarvertíð og gleðjumst. Á sjómannadag gerum við okkur glaðan dag, förum yfir vetrarvertíðina í huganum og fögnum komandi sumri með tilheyrandi skemmtiatriðum, þó í þetta sinnið sé það með öðru sniði vegna Covid-19. Frá því að ég man eftir mér hefur einhver rómantík komið upp í hugann á þessum degi, líkt og sú tilfinning að vera út á sjó í góðu veðri við fiskveiðar og hlusta á gaggið í múkkanum, sjá Snæfellsjökul á annað borðið og vesturlandið undan Látrabjargi á hitt borðið, vera einhverskonar kóngur í ríki sínu um stund. En reyndir sjómenn vita að sú rómantík er ekki algeng til sjós enda lognið ekki á hverjum degi og sjómannadagurinn er bara einu sinni á ári. þegar landið nánast lokaðist í mars síðast liðnum vegna Covid-19 og yfir 90% af flugi lagðist niður með tilheyrandi hruni í ferðamannakomum til landsins hafa fiskveiðar „haldið sjó“ ef svo má segja, þó ekki hafi það litið gæfulega út fyrstu dagana eftir að landið var sett í sóttkví. Ferskfiskútflutningur datt að mestu niður en vinnslur gátu margar hverjar farið yfir í frystingu sem sýnir manni hversu hratt er hægt að bregðast við. Útgerðir hægðu á sókninni en eru núna margar að sjá til sólar á ný. Fiskvinnslufólk lærir að leysa þau vandamál sem upp koma hverju sinni og laga sig hratt að þeim aðstæðum sem upp koma. það sannaðist einmitt núna þegar Covid fárið lagðist yfir eins og þoka fyrirvaralaust. Óviðkomandi Covid fengu margar grásleppuútgerðir á sig skell vegna gríðarlegrar veiði fyrir norðan sem varð til þess að úthlutaður veiðipottur kláraðist. Fyrirkomulag þeirrar veiðistýringar þarf algjörrar endurskoðunar við. Strandveiðisjómenn eru áhyggjufullir um að þeirrar pottur klárist fyrir ágúst næstkomandi, vegna auknar ásóknar í strandveiðar. Þar sem ég sit í atvinnuveganefnd Alþingis hefur nefndinn rætt þessar áhyggjur manna og sammælst um að sú reglugerð sem gefin var út í fyrra hefði átt að vera endurútgefin óbreytt þetta árið. Ónotuð línuívilnun og óveiddur frístundarkvóti getur ráðherra sett inn ef með þarf. Ég vil trúa því að strandveiðar verði út ágúst þetta árið. Ég vil minna á að í bankahruninu 2008 voru það fiskveiðar og fiskútflutningur sem stóð fyrir sínu og aflaði þjóðinni gjaldeyris þrátt fyrir allt. Móðir mín er fædd og uppalin í Elliðaey á Breiðafirði og voru foreldrar hennar uppalin í Höskuldsey og Sellátri. Feður þeirra voru sjómenn, formenn á bátum og reru undan Jökli á veturna. Amma sagði mér frá því þegar hún var unglingur í Selátri fóru karlarnir eftir jólin hingað út eftir til róðra og komu aftur heim að vori. Þá var engin sími, ekkert sms eða „messenger“, kannski eitt skeyti allan veturinn. Um vertíðarlok var farið að kíkja eftir því hvort sæist bátur á leiðinni við Tveggja-lamba hólma séð frá Selátri. Þetta var fyrir 100 árum. Afi sem byrjaði að róa átta ára gamall árið 1912 með föður sínum og reri frá Höskuldsey sagði mér frá því þegar hann setti fyrstu vélina í bátinn sinn. Hann var þá kominn yfir tvítugt og pabbi hans, sem hafði verið formaður á árabátum til margra ára, reyndi að fá hann ofan af því vegna þess að hann myndi brjóta bátinn með þeirri vitleysu að troða járnklumpi ofan í hann. En vélin fór í bátinn og reyndist ágætlega. Síðan hafa liðið mörg ár og mikið vatn runnið til sjávar. Það hafa orðið miklar framfarir á allan hátt í tengslum við sjómennsku, veiðarfæri, bátar, skip og búnaður að ógleymdum öryggisbúnaði hafa tekið miklum framförum undanfarinn ár. Sjálfur hef ég minnt mig á það að ef eitthvað bjátar á, illa fiskast, tíðarfar er erfitt eða bras einhverskonar sem gerir mann niðurdreginn, skulum við muna hvernig aðbúnaður var þegar menn reru á árabátum með línu sem dregin var á höndum. Þá var fiskurinn seilaður sem komst ekki í bátinn og dreginn þannig til lands. Þaðan upp í fjöru þar sem hann var slægður og flattur og síðan borinn upp í salthús til söltunar. Allt unnið á höndum. Við slíka upprifjun hjá mér hverfur allur doði og maður getur tekið gleði sína á ný og þakkað fyrir þær aðstæður sem eru um borð í bátum í dag. Nú og ef ekki fiskast þá vel ég að þakka guði fyrir að komast heill heim. Ég hef haft þá trú að ef guði er falin sjóferðin þá farnist manni vel. Hér áður fyrr voru sjóslys og mannskaðar alltof algengir. Árangurinn í sjóslysavörnum í seinni tíð gengur kraftaverki næst. Mannfórnir voru lengi fylgifiskur sjósóknar á Íslandi. Sjóslysið hafa sem betur fer verið fá undan farin ár. Því miður eru undantekningar. Af því að ég minntist hér fyrst á ömmu mína sem var sjómannsdóttir og sjómannskona sem þekkti það af eigin raun að bíða heima með börn og bú án þess að frétta nokkuð í langan tíma jafnvel mánuði, langar mig sérstaklega að óska konum sjómanna til hamingju með daginn. Ég geri mér grein fyrir því að fjarskipti séu ögn betri en þau voru þegar amma var ung. Til hamingju konur, mæður og systur með sjómannadaginn þið eruð hetjurnar sem ekki er mikið talað um þegar glíman við Ægi í sögum um sjóhrakningar voru og eru sagðar. Áhyggjurnar en um leið þolgæðin og æðruleysið við þær aðstæður er til marks um hetjulund. Gleðilega hátíð. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Sjávarútvegur Sjómannadagurinn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Kæru landar, til hamingju með sjómannadaginn. Frá landnámi hefur verið dreginn fiskur úr sjó á Íslandsmiðum og nú sem áður fyrr eru fiskimiðin matarkista og grunnur byggðarlaga hringinn í kringum landið. Tenging Íslendinga við sjóinn er mikil, enda búum við á eyju og hafa fiskveiðar verið grunnurinn að afkomu þjóðarinnar um aldir. Ekki má gleyma millilandasiglingum sem hafa haldið uppi vöruflutningum um ómunatíð en á þeim leiðum getur sjórinn verið úfinn og varasamur. Landnámsmennirnir komu jú siglandi á sínum tíma og þeirra minnumst við líka. það er kannski erfitt að gera sér í hugarlund hvernig aðbúnaður var um borð á þeim farkostum. Mér var stundum hugsað til þeirra þegar ég ásamt syni mínum og fleirum sigldum á 15 metra skútu frá Ítalíu til Íslands í fyrrasumar. Föðurland vort hálft er hafið, helgað þúsund feðra dáð. Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, þar mun verða stríðið háð. Segir í ljóðlínum eftir alþýðuskáldið Jón Magnússon frá fyrri hluta 19 aldar. Þessar línur eru úr ljóðinu: „Líknargjafinn þjáðra þjóða“, sálmur sem tileinkaður er íslenskum sjómönnum. Sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 6. júní árið 1938 og hefur verið haldinn hátíðlegur æ síðan. Það hefur alltaf fylgt þessum degi mikill ljómi og honum sýnd virðing landsmanna. Við stöldrum við, drögum fána að hún, að aflokinni vetrarvertíð og gleðjumst. Á sjómannadag gerum við okkur glaðan dag, förum yfir vetrarvertíðina í huganum og fögnum komandi sumri með tilheyrandi skemmtiatriðum, þó í þetta sinnið sé það með öðru sniði vegna Covid-19. Frá því að ég man eftir mér hefur einhver rómantík komið upp í hugann á þessum degi, líkt og sú tilfinning að vera út á sjó í góðu veðri við fiskveiðar og hlusta á gaggið í múkkanum, sjá Snæfellsjökul á annað borðið og vesturlandið undan Látrabjargi á hitt borðið, vera einhverskonar kóngur í ríki sínu um stund. En reyndir sjómenn vita að sú rómantík er ekki algeng til sjós enda lognið ekki á hverjum degi og sjómannadagurinn er bara einu sinni á ári. þegar landið nánast lokaðist í mars síðast liðnum vegna Covid-19 og yfir 90% af flugi lagðist niður með tilheyrandi hruni í ferðamannakomum til landsins hafa fiskveiðar „haldið sjó“ ef svo má segja, þó ekki hafi það litið gæfulega út fyrstu dagana eftir að landið var sett í sóttkví. Ferskfiskútflutningur datt að mestu niður en vinnslur gátu margar hverjar farið yfir í frystingu sem sýnir manni hversu hratt er hægt að bregðast við. Útgerðir hægðu á sókninni en eru núna margar að sjá til sólar á ný. Fiskvinnslufólk lærir að leysa þau vandamál sem upp koma hverju sinni og laga sig hratt að þeim aðstæðum sem upp koma. það sannaðist einmitt núna þegar Covid fárið lagðist yfir eins og þoka fyrirvaralaust. Óviðkomandi Covid fengu margar grásleppuútgerðir á sig skell vegna gríðarlegrar veiði fyrir norðan sem varð til þess að úthlutaður veiðipottur kláraðist. Fyrirkomulag þeirrar veiðistýringar þarf algjörrar endurskoðunar við. Strandveiðisjómenn eru áhyggjufullir um að þeirrar pottur klárist fyrir ágúst næstkomandi, vegna auknar ásóknar í strandveiðar. Þar sem ég sit í atvinnuveganefnd Alþingis hefur nefndinn rætt þessar áhyggjur manna og sammælst um að sú reglugerð sem gefin var út í fyrra hefði átt að vera endurútgefin óbreytt þetta árið. Ónotuð línuívilnun og óveiddur frístundarkvóti getur ráðherra sett inn ef með þarf. Ég vil trúa því að strandveiðar verði út ágúst þetta árið. Ég vil minna á að í bankahruninu 2008 voru það fiskveiðar og fiskútflutningur sem stóð fyrir sínu og aflaði þjóðinni gjaldeyris þrátt fyrir allt. Móðir mín er fædd og uppalin í Elliðaey á Breiðafirði og voru foreldrar hennar uppalin í Höskuldsey og Sellátri. Feður þeirra voru sjómenn, formenn á bátum og reru undan Jökli á veturna. Amma sagði mér frá því þegar hún var unglingur í Selátri fóru karlarnir eftir jólin hingað út eftir til róðra og komu aftur heim að vori. Þá var engin sími, ekkert sms eða „messenger“, kannski eitt skeyti allan veturinn. Um vertíðarlok var farið að kíkja eftir því hvort sæist bátur á leiðinni við Tveggja-lamba hólma séð frá Selátri. Þetta var fyrir 100 árum. Afi sem byrjaði að róa átta ára gamall árið 1912 með föður sínum og reri frá Höskuldsey sagði mér frá því þegar hann setti fyrstu vélina í bátinn sinn. Hann var þá kominn yfir tvítugt og pabbi hans, sem hafði verið formaður á árabátum til margra ára, reyndi að fá hann ofan af því vegna þess að hann myndi brjóta bátinn með þeirri vitleysu að troða járnklumpi ofan í hann. En vélin fór í bátinn og reyndist ágætlega. Síðan hafa liðið mörg ár og mikið vatn runnið til sjávar. Það hafa orðið miklar framfarir á allan hátt í tengslum við sjómennsku, veiðarfæri, bátar, skip og búnaður að ógleymdum öryggisbúnaði hafa tekið miklum framförum undanfarinn ár. Sjálfur hef ég minnt mig á það að ef eitthvað bjátar á, illa fiskast, tíðarfar er erfitt eða bras einhverskonar sem gerir mann niðurdreginn, skulum við muna hvernig aðbúnaður var þegar menn reru á árabátum með línu sem dregin var á höndum. Þá var fiskurinn seilaður sem komst ekki í bátinn og dreginn þannig til lands. Þaðan upp í fjöru þar sem hann var slægður og flattur og síðan borinn upp í salthús til söltunar. Allt unnið á höndum. Við slíka upprifjun hjá mér hverfur allur doði og maður getur tekið gleði sína á ný og þakkað fyrir þær aðstæður sem eru um borð í bátum í dag. Nú og ef ekki fiskast þá vel ég að þakka guði fyrir að komast heill heim. Ég hef haft þá trú að ef guði er falin sjóferðin þá farnist manni vel. Hér áður fyrr voru sjóslys og mannskaðar alltof algengir. Árangurinn í sjóslysavörnum í seinni tíð gengur kraftaverki næst. Mannfórnir voru lengi fylgifiskur sjósóknar á Íslandi. Sjóslysið hafa sem betur fer verið fá undan farin ár. Því miður eru undantekningar. Af því að ég minntist hér fyrst á ömmu mína sem var sjómannsdóttir og sjómannskona sem þekkti það af eigin raun að bíða heima með börn og bú án þess að frétta nokkuð í langan tíma jafnvel mánuði, langar mig sérstaklega að óska konum sjómanna til hamingju með daginn. Ég geri mér grein fyrir því að fjarskipti séu ögn betri en þau voru þegar amma var ung. Til hamingju konur, mæður og systur með sjómannadaginn þið eruð hetjurnar sem ekki er mikið talað um þegar glíman við Ægi í sögum um sjóhrakningar voru og eru sagðar. Áhyggjurnar en um leið þolgæðin og æðruleysið við þær aðstæður er til marks um hetjulund. Gleðilega hátíð. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í norðvesturkjördæmi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar