Vara við smithættu eftir fjölmenn samstöðmótmæli á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 10:19 Þúsundir komu saman undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“ í miðborg London og fleiri breskum borgum í gær. Vísir/EPA Heilbrigðisráðherra Bretlands segir að fjölmenn mótmæli gegn kynþáttahyggju í gær hafi „vafalaust“ aukið hættu á kórónuveirusmitum. Tugir þúsunda manna tóku þátt í samstöðumótmælum eftir dráp lögreglu í Bandaríkjunum á blökkumanni. Til einhverra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í London. Mótmæli fóru fram í nokkrum borgum Bretlands í gær, þar á meðal í London, Manchester, Cardiff, Leicester og Sheffield. Til þeirra var boðað í samstöðu með mótmælaöldu sem gengið hefur yfir Bandaríkin undanfarna daga eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í þarsíðustu viku. Þau hafa beinst að lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mótmælin hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Flestir mótmælendanna voru með grímur og margir með hanska til þess að gæta að smitvörnum vegna kórónuveirunnar. Kyrjuðu þeir slagorð eins og „svört líf skipta máli“ og „ekkert réttlæti, enginn friður“. Undir kvöld kom hins vegar til átaka á milli lögreglu og mótmælenda við stjórnarráðið í Downing-stræti. Fréttaritari BBC segir að þegar mótmælin voru að mestu um garð gengin hafi smáhlutum og flugeldum verið kastað að lögreglumönnum. Lögreglukona slasaðist þegar hestur hennar tók á rás og hún af baki þegar hún rak höfuðið í umferðarskilti. Hún er ekki sögð lífshættulega slösuð. Ung svört kona í London með grímu sem á er letrað „Ég næ ekki andanum“. Það voru ein hinstu orð George Floyd áður en hann lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Dauði hans hefur orðið tilefni að miklum mótmælum vestanhafs og víðar um heim.Vísir/EPA Cressida Dick, lögreglustjóri í London, segi að fjórtán lögreglumenn hafi særst í átökum í tengslum við mótmælin í miðborg London. Sadiq Khan, borgarstjóri, lýsti samstöðu sinni með mótmælendum en harmaði að minnihluti þeirra hafi beitt lögreglumenn ofbeldi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, varaði við því að mótmælunum fylgdi aukin smithætta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég styð eindregið rök sem þeir sem mótmæla setja fram en veiran sjálf fer ekki í manngreiningarálit og samkomur stórra hópa eru tímabundið bannaðar einmitt vegna þess að þær auka hættuna á útbreiðslu þessarar veiru,“ sagði Hancock í sjónvarpsviðtali. Dauði George Floyd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Bretlands segir að fjölmenn mótmæli gegn kynþáttahyggju í gær hafi „vafalaust“ aukið hættu á kórónuveirusmitum. Tugir þúsunda manna tóku þátt í samstöðumótmælum eftir dráp lögreglu í Bandaríkjunum á blökkumanni. Til einhverra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í London. Mótmæli fóru fram í nokkrum borgum Bretlands í gær, þar á meðal í London, Manchester, Cardiff, Leicester og Sheffield. Til þeirra var boðað í samstöðu með mótmælaöldu sem gengið hefur yfir Bandaríkin undanfarna daga eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í þarsíðustu viku. Þau hafa beinst að lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mótmælin hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Flestir mótmælendanna voru með grímur og margir með hanska til þess að gæta að smitvörnum vegna kórónuveirunnar. Kyrjuðu þeir slagorð eins og „svört líf skipta máli“ og „ekkert réttlæti, enginn friður“. Undir kvöld kom hins vegar til átaka á milli lögreglu og mótmælenda við stjórnarráðið í Downing-stræti. Fréttaritari BBC segir að þegar mótmælin voru að mestu um garð gengin hafi smáhlutum og flugeldum verið kastað að lögreglumönnum. Lögreglukona slasaðist þegar hestur hennar tók á rás og hún af baki þegar hún rak höfuðið í umferðarskilti. Hún er ekki sögð lífshættulega slösuð. Ung svört kona í London með grímu sem á er letrað „Ég næ ekki andanum“. Það voru ein hinstu orð George Floyd áður en hann lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Dauði hans hefur orðið tilefni að miklum mótmælum vestanhafs og víðar um heim.Vísir/EPA Cressida Dick, lögreglustjóri í London, segi að fjórtán lögreglumenn hafi særst í átökum í tengslum við mótmælin í miðborg London. Sadiq Khan, borgarstjóri, lýsti samstöðu sinni með mótmælendum en harmaði að minnihluti þeirra hafi beitt lögreglumenn ofbeldi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, varaði við því að mótmælunum fylgdi aukin smithætta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég styð eindregið rök sem þeir sem mótmæla setja fram en veiran sjálf fer ekki í manngreiningarálit og samkomur stórra hópa eru tímabundið bannaðar einmitt vegna þess að þær auka hættuna á útbreiðslu þessarar veiru,“ sagði Hancock í sjónvarpsviðtali.
Dauði George Floyd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira