Innlent

Eitt virkt smit í viðbót með uppfærðum tölum

Kjartan Kjartansson skrifar
Skimun fyrir kórónaveirunni hjá íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi
Skimun fyrir kórónaveirunni hjá íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Þrjú virk kórónuveirusmit eru nú á landi og hefur eitt bæst við eftir að tölur landlæknis og almannavarna voru uppfærðar í dag. Nýtt smit greindist á föstudag sem kom ekki fram í tölum í gær sem bentu til þess að ekkert nýtt smit hefði greinst í heila viku.

Mbl.is hefur eftir Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að minni viðbúnaður sé hjá almannavörnum um helgar sem skýri hvers vegna ekki hafi verið greint frá nýja smitinu í tölum gærdagsins.

Frá upphafi faraldursins hafa því nú 1.807 manns greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru. Þó að þrjú virk smit séu í gangi liggur enginn á sjúkrahúsi vegna þess.

Fólki í sóttkví fækkar á milli daga eftir að þeim hafði fjölgað undanfarna daga. Nú eru 922 í sóttkví. Frá upphafi hafa 1.794 náð bara eftir kórónuveirusmit og 21.217 manns lokið sóttkví. Alls hafa verið tekin 62.795 sýni.

Tíu hafa látist í faraldrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×