Dómsmálaráðherrann segir Trump aldrei hafa beðið um að hermenn yrðu sendir til að kveða niður mótmæli Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2020 16:25 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/John Bazemore Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, segir Bandaríkjaforseta ekki hafa gengið það langt að óska eftir því að tíu þúsund hermenn verði kallaðir út til þess að aðstoða lögreglu við að kveða niður óeirðir og mótmæli í bandarískum borgum. „Forsetinn bað hvorki um, né gaf í skyn, að við ættum að kalla til herlið,“ sagði Barr í viðtali í sjónvarpsþáttunum „Face the Nation on Sunday“ á CBS. „Það hefur verið gert í sögu landsins. Við reynum að forðast það og það er gleðiefni að það hafi tekist,“ sagði Barr. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, lýsti sig ósammála hótunum forsetans sem sagði það koma til beita hernum til að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar morðsins á George Floyd sem lést í haldi lögreglu. Fleiri stjórnmálamenn úr röðum Repúblikanaflokksins hafa einnig lýst sig ósammála forsetanum, þar á meðal fyrrum ráðherra utanríkismála, Condoleeza Rice. Í viðtalinu sagði Barr að ríkisstjórnin hefði ekki gengið of langt þegar forsetinn hótaði að beita hernum. „Skoðun okkar var sú að við ættum bara að nota herinn sem neyðarúrræði. Það voru allir á sömu blaðsíðu,ׅ“ sagði Barr. Ráðherrann var einnig spurður út í það hvort það stæðist í raun og veru stjórnarskrá að forseti kallaði herinn út. Barr sagði að forsetinn hefði leyfi til þess að kalla út hermenn þrátt fyrir að samþykki ríkisstjóra skorti samkvæmt uppreisnarlögum sem sett voru í stjórnartíð Thomas Jefferson árið 1807. Lögunum var síðast beitt af George W. H. Bush árið 1992. Þjóðvarðlið hefur stutt lögreglu í mótmælunum en forsetinn tísti í morgun að liðið verði kallað til baka vegna þess góða árangurs sem hefur náðst. Varaði hann þó við því að þjóðvarðlið gæti snúið aftur sé þess þörf. Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, segir Bandaríkjaforseta ekki hafa gengið það langt að óska eftir því að tíu þúsund hermenn verði kallaðir út til þess að aðstoða lögreglu við að kveða niður óeirðir og mótmæli í bandarískum borgum. „Forsetinn bað hvorki um, né gaf í skyn, að við ættum að kalla til herlið,“ sagði Barr í viðtali í sjónvarpsþáttunum „Face the Nation on Sunday“ á CBS. „Það hefur verið gert í sögu landsins. Við reynum að forðast það og það er gleðiefni að það hafi tekist,“ sagði Barr. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, lýsti sig ósammála hótunum forsetans sem sagði það koma til beita hernum til að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar morðsins á George Floyd sem lést í haldi lögreglu. Fleiri stjórnmálamenn úr röðum Repúblikanaflokksins hafa einnig lýst sig ósammála forsetanum, þar á meðal fyrrum ráðherra utanríkismála, Condoleeza Rice. Í viðtalinu sagði Barr að ríkisstjórnin hefði ekki gengið of langt þegar forsetinn hótaði að beita hernum. „Skoðun okkar var sú að við ættum bara að nota herinn sem neyðarúrræði. Það voru allir á sömu blaðsíðu,ׅ“ sagði Barr. Ráðherrann var einnig spurður út í það hvort það stæðist í raun og veru stjórnarskrá að forseti kallaði herinn út. Barr sagði að forsetinn hefði leyfi til þess að kalla út hermenn þrátt fyrir að samþykki ríkisstjóra skorti samkvæmt uppreisnarlögum sem sett voru í stjórnartíð Thomas Jefferson árið 1807. Lögunum var síðast beitt af George W. H. Bush árið 1992. Þjóðvarðlið hefur stutt lögreglu í mótmælunum en forsetinn tísti í morgun að liðið verði kallað til baka vegna þess góða árangurs sem hefur náðst. Varaði hann þó við því að þjóðvarðlið gæti snúið aftur sé þess þörf.
Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira