Roman Abramovich, eigandi Chelsea, keypti málverkið fræga, Ópið, á uppboði í síðasta mánuði. Talið er að hann hafi greitt 120 milljónir dollara fyrir verkið, eða tæplega sextán milljarða íslenskra króna.
Norski listmálarinn Edvard Munch gerði fjórar útgáfur af Ópinu í kringum aldamótin 1900 en sú sem Abramovich keypti var sú eina sem var í einkaeigu.
Á myndinni sést angistarfull vera æpa á áhorfandann. Veran er stödd á brú og að baki hennar er sjór og blóðrauður himinn.
Listaverkamiðlarinn Sotheby's bauð Ópið upp á uppboði í New York í byrjun maí. Abramovich tók þátt í uppboðinu í gegnum síma og hreppti hnossið fyrir litla sextán milljarða íslenskra króna. Sotheby's ætlar nýta þá til að reisa safn, hótel og listamiðstöð í Noregi.
Abramovich var í 113. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heims 2020. Eignir hans eru metnar á rúma tólf milljarða dollara.
Rússneski auðjöfurinn, sem er líka með ísraelskan ríkisborgararétt, keypti Chelsea sumarið 2003. Síðan þá hefur Chelsea unnið þrettán stóra titla.