Mæta aftur til samningafundar eftir verkfallsboðun Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2020 10:17 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Erla Björg Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mæta til samningafundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Fundurinn er sá fyrsti eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna Fíh samþykktu að boða til verkfallsaðgerða. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir að eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir á föstudaginn hafi ríkissáttasemjari boðað til fundarins. „Sem bæði við og formaður samninganefndar ríkisins erum algerlega tilbúin til að taka. Það stendur ekkert á okkur að halda áfram samtalinu.“ Alls greiddu 85,5 prósent félagsmanna Fíh atkvæði með verkfallsaðgerðunum, en 2.143 félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni eða 82,2 prósent. Einhverra hluta vegna sitjum við hér enn „Það er hálfur mánuður til stefnu þar til að verkfallsaðgerðirnar hefjast klukkan 8 að morgni 22. júní. Þetta er ótímabundið allsherjarverkfall hjá öllum þeim sem að vinna hjá stofnunum á vegum ríkisins. Þannig að við erum að tala um allar heilbrigðisstofnanir sem eru þarna undir – Sjúkrahúsið á Akureyri, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og embætti landlæknis,“ segir Guðbjörg. Hún segist þrátt fyrir allt vilja vera bjartsýn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur. „Við erum náttúrulega búin að sitja í hvað, fimmtán mánuði, og einhverra hluta vegna sitjum við hér enn. Ég vil samt vera bjartsýn og þess vegna mætum við. Ég trúi því ekki að staðan eigi eftir að verða þannig að við þurfum að beita þessu síðasta úrræði okkar, að fara í verkfall. En ég er bjartsýn og við mætum við opinn huga,“ segir Guðbjörg. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mæta til samningafundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Fundurinn er sá fyrsti eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna Fíh samþykktu að boða til verkfallsaðgerða. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir að eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir á föstudaginn hafi ríkissáttasemjari boðað til fundarins. „Sem bæði við og formaður samninganefndar ríkisins erum algerlega tilbúin til að taka. Það stendur ekkert á okkur að halda áfram samtalinu.“ Alls greiddu 85,5 prósent félagsmanna Fíh atkvæði með verkfallsaðgerðunum, en 2.143 félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni eða 82,2 prósent. Einhverra hluta vegna sitjum við hér enn „Það er hálfur mánuður til stefnu þar til að verkfallsaðgerðirnar hefjast klukkan 8 að morgni 22. júní. Þetta er ótímabundið allsherjarverkfall hjá öllum þeim sem að vinna hjá stofnunum á vegum ríkisins. Þannig að við erum að tala um allar heilbrigðisstofnanir sem eru þarna undir – Sjúkrahúsið á Akureyri, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og embætti landlæknis,“ segir Guðbjörg. Hún segist þrátt fyrir allt vilja vera bjartsýn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur. „Við erum náttúrulega búin að sitja í hvað, fimmtán mánuði, og einhverra hluta vegna sitjum við hér enn. Ég vil samt vera bjartsýn og þess vegna mætum við. Ég trúi því ekki að staðan eigi eftir að verða þannig að við þurfum að beita þessu síðasta úrræði okkar, að fara í verkfall. En ég er bjartsýn og við mætum við opinn huga,“ segir Guðbjörg.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38