Ferðabókafrömuður lofsamar ferðalög til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2020 11:09 Rick Steves virðist afar hrifinn af Íslandi ef marka má skrif hans. Vísir/Getty/Samsett „Frá ferðum inn í eldfjallsali til dýfu í jarðvarmalaugar. Ísland býður upp á ævintýri ólíkt öllum öðrum stöðum.“ Svona hljómar inngangur pistils sem rithöfundurinn Rick Steves, ferðafrömuður sem skrifað hefur fjölda leiðsögubóka og framleitt útvarps- og sjónvarpsþætti um ferðalög, birti í gær. Í pistlinum mælir hann með ferðalögum til Íslands og mærir íslenska náttúru eins og enginn sé morgundagurinn. „Ísland, með sitt kvikmyndalega landslag sem sýnir náttúruna í sínu hráasta formi, höfðar til ferðalanga sem vilja vera utandyra. Þrátt fyrir að vera þekkt fyrir miðnætursólina og norðurljós, er þessi eyja jafn rómuð fyrir stórfenglega jökla sína og eldfjöll. Steves fjallar sérstaklega um ferð sína „inn í eldfjallið“ (e. Inside the Volcano) þar sem fólki býðst að ferðast með lyftu inn í Þríhnúkagíg. Hann lýsir ferðinni og því sem fyrir augu ber. „Hægt er að ferðast með lyftu í gegnum lítið op efst á eldfjallinu, og þaðan 122 metra niður í víðfeman salinn. Þar inni lýsa lampar upp pastelliti og vatn sem drýpur niður hellisloftið.“ Þá fjallar Steves einnig um Raufarhólshelli, þar sem hægt er að ferðast inn í „hraungöng“ (e. lava tunnel). Fjallar hann sérstaklega um hversu nálægt Reykjavík hellirinn er. Það segir hann þægilegt. Steves víkur einnig að Þórsmörk, og þá sérstaklega Valahnúk. Eins víkur hann að Eyjafjallajökli, og rifjar meðal annars upp eldgosið árið 2010 og hvernig það tók „evrópskar flugsamgöngur kyrkingartaki.“ Eins talar Steves vel um skipulagðar hestaferðir, sem mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafa boðið upp á, sem og hvalaskoðunarferðir. Hann segir bestu hvalaskoðunarferðirnar gerðar út frá Húsavík. Steves talar meðal annars vel um hvalaskoðun.Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir alla sína hörku hefur Ísland einnig upp á þægindi að bjóða. Ofgnótt jarðhitalauga sem hituð eru af jarðvarma eyjunnar,“ skrifar Steves og segir böðin teygja sig yfir allan lúxusskalann. Allt frá „lúxusböðum“ á borð við Bláa lónið til lítilla bæjarlauga, sem heimamennirnir stunda mikið. Þar á Steves við almennar sundlaugar, sem Íslendingar myndu líklega seint kalla „jarðhitalaugar.“ Steves hefur áður fjallað um Ísland í skrifum sínum, en hann hefur meðal annars mælt með því við ferðamenn sem koma hingað til lands að sleppa Bláa Lóninu og fara frekar í sund. Hér má lesa pistil Steves í heild sinni. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
„Frá ferðum inn í eldfjallsali til dýfu í jarðvarmalaugar. Ísland býður upp á ævintýri ólíkt öllum öðrum stöðum.“ Svona hljómar inngangur pistils sem rithöfundurinn Rick Steves, ferðafrömuður sem skrifað hefur fjölda leiðsögubóka og framleitt útvarps- og sjónvarpsþætti um ferðalög, birti í gær. Í pistlinum mælir hann með ferðalögum til Íslands og mærir íslenska náttúru eins og enginn sé morgundagurinn. „Ísland, með sitt kvikmyndalega landslag sem sýnir náttúruna í sínu hráasta formi, höfðar til ferðalanga sem vilja vera utandyra. Þrátt fyrir að vera þekkt fyrir miðnætursólina og norðurljós, er þessi eyja jafn rómuð fyrir stórfenglega jökla sína og eldfjöll. Steves fjallar sérstaklega um ferð sína „inn í eldfjallið“ (e. Inside the Volcano) þar sem fólki býðst að ferðast með lyftu inn í Þríhnúkagíg. Hann lýsir ferðinni og því sem fyrir augu ber. „Hægt er að ferðast með lyftu í gegnum lítið op efst á eldfjallinu, og þaðan 122 metra niður í víðfeman salinn. Þar inni lýsa lampar upp pastelliti og vatn sem drýpur niður hellisloftið.“ Þá fjallar Steves einnig um Raufarhólshelli, þar sem hægt er að ferðast inn í „hraungöng“ (e. lava tunnel). Fjallar hann sérstaklega um hversu nálægt Reykjavík hellirinn er. Það segir hann þægilegt. Steves víkur einnig að Þórsmörk, og þá sérstaklega Valahnúk. Eins víkur hann að Eyjafjallajökli, og rifjar meðal annars upp eldgosið árið 2010 og hvernig það tók „evrópskar flugsamgöngur kyrkingartaki.“ Eins talar Steves vel um skipulagðar hestaferðir, sem mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafa boðið upp á, sem og hvalaskoðunarferðir. Hann segir bestu hvalaskoðunarferðirnar gerðar út frá Húsavík. Steves talar meðal annars vel um hvalaskoðun.Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir alla sína hörku hefur Ísland einnig upp á þægindi að bjóða. Ofgnótt jarðhitalauga sem hituð eru af jarðvarma eyjunnar,“ skrifar Steves og segir böðin teygja sig yfir allan lúxusskalann. Allt frá „lúxusböðum“ á borð við Bláa lónið til lítilla bæjarlauga, sem heimamennirnir stunda mikið. Þar á Steves við almennar sundlaugar, sem Íslendingar myndu líklega seint kalla „jarðhitalaugar.“ Steves hefur áður fjallað um Ísland í skrifum sínum, en hann hefur meðal annars mælt með því við ferðamenn sem koma hingað til lands að sleppa Bláa Lóninu og fara frekar í sund. Hér má lesa pistil Steves í heild sinni.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira