Bjarni sagði sögur af glaumgosa: Þurfti að hoppa úr liðsrútunni á leið í leik því hann sá reyk úr íbúðinni sinni Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2020 16:15 Andy van der Meyde í leik með Everton. vísir/getty Bjarni Þór Viðarsson var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðinu hjá Jóhanni Skúla Jónssyni þar sem hann valdi þá ellefu leikmenn í Draumaliðið sitt. Einn þeirra var glaumgosinn Andy van der Meyde. Van Der Meyde var einn þeirra sem kom til tals. Hollendingurinn var á mála hjá Everton frá 2005 til 2009 en Bjarni var samningsbundinn Everton frá 2004 til 2008. Hann segir að Van Der Meyde, sem kom frá Inter Milan, hafi verið ansi skrautlegur og það byrjaði ekki vel hjá honum á Englandi. „Ég var með sama umboðsmann og hann á þessum tíma. Van Der Meyde kemur og fyrsta daginn þá mætti hann á gulum Ferrari. Allt í lagi. Það voru allir á flottum bílum en það var kannski ekki alveg stemningin þarna fyrir gulum Ferari. Það var Skoti sem var þjálfari en jæja,“ sagði Bjarni Þór. „Ég held að hann hafi byrjað ágætlega en mjög fljótlega var hann byrjaður að sofa yfir sig. Hann átti líka erfitt persónulega. Mig minnir að dóttir hans hafi verið langveik og fyrsta sinn sem hann mætti ekki á æfingu þurfti hann að fara til læknis með hana. Moyes var brjálaður að hann hafi ekki látið sig vita og þetta var allt svona.“ Draumaliðið · Bjarni Þo r Viðarsson Bjarni og Van Der Meyde voru ekki að komast í liðið hjá aðalliði Everton og því spiluðu þeir marga leiki með varaliði félagsins. Þar náðu þeir ágætlega saman. „Það var mjög gaman að spila með honum í varaliðinu. Við spiluðum á rúgbí-velli og það var gaman að honum. Þegar hann var að klobba einhvern, þá kallaði hann það og hann var alltaf eitthvað að djóka. Hann var mjög fyndinn karakter.“ „Ég var kannski ekkert hressasti á þessum tíma en hann leitaði til mín, kannski útaf því ég var eini útlendingurinn í varaliðinu ásamt honum. Það eru fullt af skemmtilegum sögum af honum og kannski ekki allar við hæfi hér.“ Bjarni ákvað þó að rifja upp eina sögu af Hollendingnum skrautlega en hann lifði afar skrautlegu lífi. „Ein góð er þegar við vorum að keyra í varaliðsleik gegn Wigan. Við erum að keyra framhjá Albert Dock, sögufrægum stað í Liverpool. Hann bjó hliðin á því og minn maður byrjar svo: „F***, what's going on?“ Þá er hann alveg brjálaður með hollenskum hrein. Þá er reykur úr íbúðinni hans. Þá hafði hann gleymt að slökkva á eldivélinni.“ „Rútan þurfti að stoppa og hann þurfti að fara út. Löggan og slökkviliðið var komið fyrir utan og hann spilaði ekki leikinn. Þetta var týpískur hann. Hann var svo að þruma á rúðuna þegar við vorum að keyra, gefa fólki fokkputta og múna. Helvíti flottur,“ sagði Bjarni. Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Bjarni Þór Viðarsson var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðinu hjá Jóhanni Skúla Jónssyni þar sem hann valdi þá ellefu leikmenn í Draumaliðið sitt. Einn þeirra var glaumgosinn Andy van der Meyde. Van Der Meyde var einn þeirra sem kom til tals. Hollendingurinn var á mála hjá Everton frá 2005 til 2009 en Bjarni var samningsbundinn Everton frá 2004 til 2008. Hann segir að Van Der Meyde, sem kom frá Inter Milan, hafi verið ansi skrautlegur og það byrjaði ekki vel hjá honum á Englandi. „Ég var með sama umboðsmann og hann á þessum tíma. Van Der Meyde kemur og fyrsta daginn þá mætti hann á gulum Ferrari. Allt í lagi. Það voru allir á flottum bílum en það var kannski ekki alveg stemningin þarna fyrir gulum Ferari. Það var Skoti sem var þjálfari en jæja,“ sagði Bjarni Þór. „Ég held að hann hafi byrjað ágætlega en mjög fljótlega var hann byrjaður að sofa yfir sig. Hann átti líka erfitt persónulega. Mig minnir að dóttir hans hafi verið langveik og fyrsta sinn sem hann mætti ekki á æfingu þurfti hann að fara til læknis með hana. Moyes var brjálaður að hann hafi ekki látið sig vita og þetta var allt svona.“ Draumaliðið · Bjarni Þo r Viðarsson Bjarni og Van Der Meyde voru ekki að komast í liðið hjá aðalliði Everton og því spiluðu þeir marga leiki með varaliði félagsins. Þar náðu þeir ágætlega saman. „Það var mjög gaman að spila með honum í varaliðinu. Við spiluðum á rúgbí-velli og það var gaman að honum. Þegar hann var að klobba einhvern, þá kallaði hann það og hann var alltaf eitthvað að djóka. Hann var mjög fyndinn karakter.“ „Ég var kannski ekkert hressasti á þessum tíma en hann leitaði til mín, kannski útaf því ég var eini útlendingurinn í varaliðinu ásamt honum. Það eru fullt af skemmtilegum sögum af honum og kannski ekki allar við hæfi hér.“ Bjarni ákvað þó að rifja upp eina sögu af Hollendingnum skrautlega en hann lifði afar skrautlegu lífi. „Ein góð er þegar við vorum að keyra í varaliðsleik gegn Wigan. Við erum að keyra framhjá Albert Dock, sögufrægum stað í Liverpool. Hann bjó hliðin á því og minn maður byrjar svo: „F***, what's going on?“ Þá er hann alveg brjálaður með hollenskum hrein. Þá er reykur úr íbúðinni hans. Þá hafði hann gleymt að slökkva á eldivélinni.“ „Rútan þurfti að stoppa og hann þurfti að fara út. Löggan og slökkviliðið var komið fyrir utan og hann spilaði ekki leikinn. Þetta var týpískur hann. Hann var svo að þruma á rúðuna þegar við vorum að keyra, gefa fólki fokkputta og múna. Helvíti flottur,“ sagði Bjarni.
Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira