Framboð Trump í miklum vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2020 16:09 Jafnvel áður en lögregluþjónn kæfði George Floyd og mótmæli og óeirðir hófust í Bandaríkjunum, átti Trump í vandræðum. AP/Patrick Semansky Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. Starfsmenn framboðs Donald Trump og ráðgjafar hans hafa sífellt meiri áhyggjur af stöðunni og óttast meðal annars að Trump hafi tekist það sem Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins hefur ekki tekist. Það er að kveikja gífurlegan áhuga meðal kjósenda Demókrataflokksins á því að taka þátt í kosningunum í nóvember. Jafnvel áður en lögregluþjónn kæfði George Floyd og mótmæli og óeirðir hófust í Bandaríkjunum, átti Trump í vandræðum. Viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og meðfylgjandi efnahagsviðbrögðum höfðu verið gagnrýnd harðlega og óttast Trump-liðar að forsetinn hafi tapað fylgi mikilvægra kjósenda. Vandræðin hafa verið það mikil að Repúblikanar segja raunverulegar líkur á því að þeir gætu tapað meirihluta þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþings. Í nýlegri könnun CNN mældist Joe Biden með 14 prósentustiga forskot á Trump meðal skráðra kjósenda á landsvísu. Þá sögðust einungis 38 prósent aðspurðra sjá störf Trump í Hvíta húsinu í jákvæðu ljósi. 57 prósent sögðu Trump standa sig illa í starfi. Mikil breyting hefur átt sér stað á stuttum tíma en í maí sögðust 45 prósent ánægð með störf hans. Trump brást reiður við þessum tölum í morgun og í tísti sagði hann kannanir CNN vera „falskar“. Hann lýsti Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum árið 2016, einnig sem „spilltri“ og sagði að Demókratar myndu rústa Bandaríkjunum. Nokkrum mínútum síðar hélt hann því fram að 96 prósent skráðra Repúblikana styddu hann í starfi og bætti við: „Takk fyrir!“. 96% Approval Rating in the Republican Party. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 8, 2020 Þetta er staðhæfing sem hann hefur margsinnis kastað fram á undanförnum árum. Þó hlutfallið hafi tekið breytingum á milli daga og að því hafi oft fylgt yfirlýsing um að Trump sé vinsælasti forseti Repúblikanaflokksins, hefur staðhæfingin aldrei verið sönn. Hvíta húsið hefur þar að auki aldrei getað útskýrt í hvaða könnun Trump er að vísa, þegar blaðamenn hafa falast eftir útskýringu. Trump-liðar vinna nú hörðum höndum að því að endurstilla kosningabaráttuna og þá sérstaklega með tilliti til þess að kannanir framboðs Trump sýna minni stuðning meðal eldri borgara og í mikilvægum ríkjum, samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar innan framboðsins. Forsetinn sjálfur mun hafa kvartað við ráðgjafa sína yfir stöðunni og því að hann virðist vera að tapa fyrir Biden. Trump hefur kallað eftir aðgerðum til að bæta stöðu hans. Ráðgjafar hans telja þó hæpið að hægt sé að gera Trump vinsælli meðal kjósenda og íhuga að beina spjótum sínum að Joe Biden og reyna að baða hann neikvæðu ljósi. Meðal annars ætla þeir að tengja hann við Kína, sem Trump kennir um útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, og saka hann um spillingu, eins og þeir hafa áður gert. Í kosningunum 2016 voru óvinsældir Hillary Clinton nærri því jafn miklar og óvinsældir Trump. Reynslan sýnir að kjósendur sem var illa við báða kjósendur voru líklegri til að kjósa Trump og vonast ráðgjafar forsetans til að leika það eftir í nóvember. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. Starfsmenn framboðs Donald Trump og ráðgjafar hans hafa sífellt meiri áhyggjur af stöðunni og óttast meðal annars að Trump hafi tekist það sem Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins hefur ekki tekist. Það er að kveikja gífurlegan áhuga meðal kjósenda Demókrataflokksins á því að taka þátt í kosningunum í nóvember. Jafnvel áður en lögregluþjónn kæfði George Floyd og mótmæli og óeirðir hófust í Bandaríkjunum, átti Trump í vandræðum. Viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og meðfylgjandi efnahagsviðbrögðum höfðu verið gagnrýnd harðlega og óttast Trump-liðar að forsetinn hafi tapað fylgi mikilvægra kjósenda. Vandræðin hafa verið það mikil að Repúblikanar segja raunverulegar líkur á því að þeir gætu tapað meirihluta þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþings. Í nýlegri könnun CNN mældist Joe Biden með 14 prósentustiga forskot á Trump meðal skráðra kjósenda á landsvísu. Þá sögðust einungis 38 prósent aðspurðra sjá störf Trump í Hvíta húsinu í jákvæðu ljósi. 57 prósent sögðu Trump standa sig illa í starfi. Mikil breyting hefur átt sér stað á stuttum tíma en í maí sögðust 45 prósent ánægð með störf hans. Trump brást reiður við þessum tölum í morgun og í tísti sagði hann kannanir CNN vera „falskar“. Hann lýsti Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum árið 2016, einnig sem „spilltri“ og sagði að Demókratar myndu rústa Bandaríkjunum. Nokkrum mínútum síðar hélt hann því fram að 96 prósent skráðra Repúblikana styddu hann í starfi og bætti við: „Takk fyrir!“. 96% Approval Rating in the Republican Party. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 8, 2020 Þetta er staðhæfing sem hann hefur margsinnis kastað fram á undanförnum árum. Þó hlutfallið hafi tekið breytingum á milli daga og að því hafi oft fylgt yfirlýsing um að Trump sé vinsælasti forseti Repúblikanaflokksins, hefur staðhæfingin aldrei verið sönn. Hvíta húsið hefur þar að auki aldrei getað útskýrt í hvaða könnun Trump er að vísa, þegar blaðamenn hafa falast eftir útskýringu. Trump-liðar vinna nú hörðum höndum að því að endurstilla kosningabaráttuna og þá sérstaklega með tilliti til þess að kannanir framboðs Trump sýna minni stuðning meðal eldri borgara og í mikilvægum ríkjum, samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar innan framboðsins. Forsetinn sjálfur mun hafa kvartað við ráðgjafa sína yfir stöðunni og því að hann virðist vera að tapa fyrir Biden. Trump hefur kallað eftir aðgerðum til að bæta stöðu hans. Ráðgjafar hans telja þó hæpið að hægt sé að gera Trump vinsælli meðal kjósenda og íhuga að beina spjótum sínum að Joe Biden og reyna að baða hann neikvæðu ljósi. Meðal annars ætla þeir að tengja hann við Kína, sem Trump kennir um útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, og saka hann um spillingu, eins og þeir hafa áður gert. Í kosningunum 2016 voru óvinsældir Hillary Clinton nærri því jafn miklar og óvinsældir Trump. Reynslan sýnir að kjósendur sem var illa við báða kjósendur voru líklegri til að kjósa Trump og vonast ráðgjafar forsetans til að leika það eftir í nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira