Lífið

Ný stikla úr grínmynd með Sonju Valdín og Þórhalli Þórhalls

Stefán Árni Pálsson skrifar
Capture

Vísir frumsýnir í dag glænýja stiklu úr grínmyndinni Mentor sem frumsýnd verður í Smárabíó, Laugarásbíó og Borgarbíói Akureyri þann 24. júní.

Kvikmyndin fjallar um unglingsstúlkuna Betu sem skráir sig í uppistandskeppni þrátt fyrir að hafa aldrei stigið á svið. Hún biður grínistann Húgó sem vann sömu keppni tíu árum áður um aðstoð. Í kjölfarið veikist Húgó af fortíðarþrá, á meðan Beta reynir að sigrast á óörygginu sínu.

Helstu leikarar í kvikmyndinni eru þau Sonja Valdín, Þórhallur Þórhallsson, Anna Hafþórsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson, Gunnar Helgason, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, og Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Sigurður Anton Friðþjófsson skrifaði handritið og leikstýrði.

Klippa: Ný stikla úr grínmynd með Sonju Valdín og Þórhalli Þórhalls

„Mig hefur langað að gera kvikmynd um uppistand í mörg ár en aldrei fundið nógu áhugaverðan vinkil. Síðan kynntist ég bæði Þórhalli og Sonju og þá datt mér í hug þessi saga um tvær kynslóðir sem mætast. Eftir að hafa gert tvær gamandrama myndir langaði mig líka að gera mynd sem væri algjör grínmynd. Smásaman varð hún dýpri, en kjarninn um að hafa hana létta og brandaramikla hélst,“ segir Sigurður Anton Friðþjófsson leikstjóri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.