Læknar og mannréttindabaráttufólk í Jemen telja líklegt að hundruð hafi látist á síðustu dögum í landinu af völdum kórónuveirunnar.
Borgarastyrjöldin sem geisar í Jemen gerir það að verkum að nærri ómögulegt er að skima fyrir veirunni og enn erfiðara að veita smituðum aðhlynningu.
Þá eru yfirvöld í landinu, bæði hin alþjóðlega viðurkennda ríkisstjórn og Hútar, uppreisnarhreyfing landsins, sögð reyna að fela faraldurinn til að fegra ímynd sína.