Saksóknarar í Svíþjóð: „Skandia-maðurinn“ Stig Engström myrti Olof Palme Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2020 08:59 Stig Engström var talsvert í fjölmiðlum eftir morðið. Sagðist hafa verið einn sá fyrsti á vettvang og að hann gæti aðstoðað lögreglu við rannsóknina. Skjáskot Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint þann mann sem þeir segja hafa myrt forsætisráðherrann Olof Palme 28. febrúar 1986. Segja þeir það hafa verið Stig Engström sem hefur gengið undir nafninu Skandia-maðurinn í fjölmiðlum. Engström fyrirfór sér árið 2000 og segir saksóknarinn Krister Petersson að því verði ekki lögð fram ákæra í málinu og að rannsókninni verði því hætt þar sem ekki verði komist lengra. Palme var myrtur á horni Sveavägen og Tunnelgatan í miðborg Stokkhólms að kvöldi 28. febrúar 1986 og er morðrannsóknin sú umfangsmesta í sögu Svíþjóðar. Alls hafa 134 manns viðurkennt að hafa myrt forsætisráðherrann og þar af 29 manns beint við lögreglu. Kom fram í fjölmiðlum Skandia-maðurinn svokallaði hefur verið hluti af rannsókninni frá deginum eftir morðið þegar hann hringdi í lögreglu og sagðist vera vitni í málinu. Hann kom líka oft fram í fjölmiðlum eftir morðið á Palme og var þá duglegur að gagnrýna lögregluna. „Skandia-maðurinn“ starfaði á auglýsingadeild í Skandia-byggingunni í miðborg Stokkhólms á þeim tíma sem morðið átti sér stað. Hann stimplaði sig út úr vinnunni klukkan 23:19 umrætt kvöld og tveimur mínútum síðar var Palme og skotinn til bana. Saksóknarinn Petersson sagði á fundinum að vitnisburður Engström og lýsingar hans á framvindunni hafi ekki passað við frásagnir allra annarra sem voru á vettvangi. Hann hafi haft aðgang að vopni sem gæti hafa verið notað, að hann hafi verið virkur í hópnum sem hötuðust við Palme, hafi átt í fjárhagsvandræðum og glímt við áfengisfíkn. „Við teljum að við höfum komist eins langt og hægt er að fara fram á. Við komumst ekki hjá því að líta á einn mann sem árásarmanninn. Sá maður er Stig Engström,“ sagði Petersson á fundinum. Engström fyrirfór sér árið 2000. Olof Palme var forsætisráðherra Svíþjóðar á árunum 1969 til 1976 og aftur frá 1982 til dauðadags.Getty Petersson segir ennfremur að alls hafi um 90 þúsund manns komið við sögu í rannsókninni á Olof Palme og að búið væri að yfirheyra 10 þúsund manns. Hann sagði að Palme-hópurinn hafi farið að beina sjónum sínum að Engström á nýjan leik þegar nýir einstaklingar tóku við stjórn á rannsókninni árið 2016. Hafi þeir þá lesið skýrslu rannsóknarnefndarinnar frá árinu 1999. Einn einstaklingur, Stig Engström, hafi ekki passað inn í framvinduna og frásögn hans stangaðist á við frásagnir annarra vitna. „Við teljum að hann hafi hagað sér eins og morðingi myndi hafa hagað sér,“ sagði Petersson. Líklega ekki stærra samsæri Hann segir að rannsakendur hafi varið miklum tíma í að kanna hvort að morðið á Palme og aðild Engström hafi verið hluti af stærra samsæri. Þeir telji svo ekki vera þó að ekki sé hægt að útiloka það. Saksóknarinn segir að tæknileg sönnunargögn nú séu þau sömu og fyrir 34 árum. Byssukúlurnar væru í svo slæmu ásigkomulagi að ekki væri hægt að tengja þær við ákveðið vopn. Rannsakendur eru ekki með morðvopnið í höndunum líkt og sænskir fjölmiðar greindu frá fyrr í vikunni. Petersson sagði á blaðamannafundinum að klæðnaður Stig Engström umrætt kvöld passi vel við frásagnir fjölmargra annarra vitna. Þá hafi ekkert vitnanna bent á að Stig Engström hafi verið viðstaddur þar sem Palme-hjónin lágu í sárum sínum, líkt og Engström sagði sjálfur. Hafi hann verið þar hafi hann yfirgefið staðinn áður en önnur vitni hafi náð að meðtaka það. Petersson sagði ennfremur að upplýsingar frá Engström sjálfum passi að hluta til við gjörðir árásarmannsins. Hægt er að lesa um blaðamannafundinn í vaktinni að neðan.
Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint þann mann sem þeir segja hafa myrt forsætisráðherrann Olof Palme 28. febrúar 1986. Segja þeir það hafa verið Stig Engström sem hefur gengið undir nafninu Skandia-maðurinn í fjölmiðlum. Engström fyrirfór sér árið 2000 og segir saksóknarinn Krister Petersson að því verði ekki lögð fram ákæra í málinu og að rannsókninni verði því hætt þar sem ekki verði komist lengra. Palme var myrtur á horni Sveavägen og Tunnelgatan í miðborg Stokkhólms að kvöldi 28. febrúar 1986 og er morðrannsóknin sú umfangsmesta í sögu Svíþjóðar. Alls hafa 134 manns viðurkennt að hafa myrt forsætisráðherrann og þar af 29 manns beint við lögreglu. Kom fram í fjölmiðlum Skandia-maðurinn svokallaði hefur verið hluti af rannsókninni frá deginum eftir morðið þegar hann hringdi í lögreglu og sagðist vera vitni í málinu. Hann kom líka oft fram í fjölmiðlum eftir morðið á Palme og var þá duglegur að gagnrýna lögregluna. „Skandia-maðurinn“ starfaði á auglýsingadeild í Skandia-byggingunni í miðborg Stokkhólms á þeim tíma sem morðið átti sér stað. Hann stimplaði sig út úr vinnunni klukkan 23:19 umrætt kvöld og tveimur mínútum síðar var Palme og skotinn til bana. Saksóknarinn Petersson sagði á fundinum að vitnisburður Engström og lýsingar hans á framvindunni hafi ekki passað við frásagnir allra annarra sem voru á vettvangi. Hann hafi haft aðgang að vopni sem gæti hafa verið notað, að hann hafi verið virkur í hópnum sem hötuðust við Palme, hafi átt í fjárhagsvandræðum og glímt við áfengisfíkn. „Við teljum að við höfum komist eins langt og hægt er að fara fram á. Við komumst ekki hjá því að líta á einn mann sem árásarmanninn. Sá maður er Stig Engström,“ sagði Petersson á fundinum. Engström fyrirfór sér árið 2000. Olof Palme var forsætisráðherra Svíþjóðar á árunum 1969 til 1976 og aftur frá 1982 til dauðadags.Getty Petersson segir ennfremur að alls hafi um 90 þúsund manns komið við sögu í rannsókninni á Olof Palme og að búið væri að yfirheyra 10 þúsund manns. Hann sagði að Palme-hópurinn hafi farið að beina sjónum sínum að Engström á nýjan leik þegar nýir einstaklingar tóku við stjórn á rannsókninni árið 2016. Hafi þeir þá lesið skýrslu rannsóknarnefndarinnar frá árinu 1999. Einn einstaklingur, Stig Engström, hafi ekki passað inn í framvinduna og frásögn hans stangaðist á við frásagnir annarra vitna. „Við teljum að hann hafi hagað sér eins og morðingi myndi hafa hagað sér,“ sagði Petersson. Líklega ekki stærra samsæri Hann segir að rannsakendur hafi varið miklum tíma í að kanna hvort að morðið á Palme og aðild Engström hafi verið hluti af stærra samsæri. Þeir telji svo ekki vera þó að ekki sé hægt að útiloka það. Saksóknarinn segir að tæknileg sönnunargögn nú séu þau sömu og fyrir 34 árum. Byssukúlurnar væru í svo slæmu ásigkomulagi að ekki væri hægt að tengja þær við ákveðið vopn. Rannsakendur eru ekki með morðvopnið í höndunum líkt og sænskir fjölmiðar greindu frá fyrr í vikunni. Petersson sagði á blaðamannafundinum að klæðnaður Stig Engström umrætt kvöld passi vel við frásagnir fjölmargra annarra vitna. Þá hafi ekkert vitnanna bent á að Stig Engström hafi verið viðstaddur þar sem Palme-hjónin lágu í sárum sínum, líkt og Engström sagði sjálfur. Hafi hann verið þar hafi hann yfirgefið staðinn áður en önnur vitni hafi náð að meðtaka það. Petersson sagði ennfremur að upplýsingar frá Engström sjálfum passi að hluta til við gjörðir árásarmannsins. Hægt er að lesa um blaðamannafundinn í vaktinni að neðan.
Morðið á Olof Palme Svíþjóð Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira