Unnur og Vigdís fara með aðalhlutverk í Framúrskarandi vinkona Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júní 2020 13:31 Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir fara með aðalhlutverkin í verkinu. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir munu fara með hlutverk vinkvennanna Elenu og Lilu í sýningunni Framúrskarandi vinkona, sem byggir á Napólísögum Ferrante og hefur farið sigurför um heiminn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Leikhúsiði leitar nú að tveimur stúlkum á aldrinum 8-12 ára til þess að fara með hlutverk vinkvennanna sem börn. Leikstjórinn Yael Farber frá Suður-Afríku muni leikstýra verkinu, en koma hennar þykir mikill hvalreki fyrir leikhúslífið því hún hefur á undanförnum árum verið einn farsælasti og eftirsóttasti leikstjóri heimsins. Vinsældir bókanna um þær Elenu og Lilu hafa verið miklar undanfarin en Þjóðleikhúsið sýnir verkið á Stóra sviðinu í haust. Líkt og þeir sem hafa lesið bækur Ferrante þekkja er um að ræða frásögn tveggja kvenna allt frá nöturlegri barnæsku þeirra í Napólí og fram á efri ár. Áheyrnarprufur verða 15. júní þar sem leitað er að tveimur stúlkum til að fara með hlutverk Elenu og Lilu á yngri árum. Hér er hægt að sjá allar upplýsingar um prufuna. Aldrei áður leikið saman Unnur Ösp og Vigdís Hrefna hafa verið áberandi í leikhúslífinu undanfarin ár. Unnur hefur verið samningsbundin í Borgarleikhúsinu um árabil þar sem hún hefur leikið fjölmörg stór hlutverk auk þess sem hún hefur getið sér gott orð sem leikstjóri. Nú í upphafi ársins færði hún sig yfir til Þjóðleikhússins og er nú samningsbundinn leikstjóri og leikkona. Vigdís Hrefna hefur leikið fjölmörg og ólík hlutverk í Þjóðleikhúsinu þar sem hún hefur verið í hópi fastráðinna leikara um árabil. Síðastliðið ár hefur hún verið í Englandi þar sem hún hefur stundað nám í leikstjórn. Uppsetningin á Framúrskarandi vinkonu mun sameina þær Unni og Vigdísi, en þær hafa verið miklar vinkonur um áratuga skeið - en þó hafa þær ekki leikið saman á sviði síðan þær útskrifuðust úr Leiklistarskóla. „Uppsetning Yael Farber á Framúrskarandi vinkonum verður án vafa mikil leikhúsveisla,“ segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri og bætir við: „Við erum ákaflega spennt að sviðsetja þetta verk sem hefur snert streng í hjörtum fólks um alla veröld. Það er leitun að bókaflokki sem hefur náð svo mikilli útbreiðslu á jafn skömmum tíma. Sagan er hjartnæm, grimm en einnig falleg og við getum varla beðið eftir því að hefja vinnu við verkið með leikstjóranum Yael Farber en hún er eftirsóttur leikstjóri um allan heim og við erum ákaflega þakklát að fá að njóta krafta hennar hér í Þjóðleikhúsinu.“ Menning Leikhús Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir munu fara með hlutverk vinkvennanna Elenu og Lilu í sýningunni Framúrskarandi vinkona, sem byggir á Napólísögum Ferrante og hefur farið sigurför um heiminn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Leikhúsiði leitar nú að tveimur stúlkum á aldrinum 8-12 ára til þess að fara með hlutverk vinkvennanna sem börn. Leikstjórinn Yael Farber frá Suður-Afríku muni leikstýra verkinu, en koma hennar þykir mikill hvalreki fyrir leikhúslífið því hún hefur á undanförnum árum verið einn farsælasti og eftirsóttasti leikstjóri heimsins. Vinsældir bókanna um þær Elenu og Lilu hafa verið miklar undanfarin en Þjóðleikhúsið sýnir verkið á Stóra sviðinu í haust. Líkt og þeir sem hafa lesið bækur Ferrante þekkja er um að ræða frásögn tveggja kvenna allt frá nöturlegri barnæsku þeirra í Napólí og fram á efri ár. Áheyrnarprufur verða 15. júní þar sem leitað er að tveimur stúlkum til að fara með hlutverk Elenu og Lilu á yngri árum. Hér er hægt að sjá allar upplýsingar um prufuna. Aldrei áður leikið saman Unnur Ösp og Vigdís Hrefna hafa verið áberandi í leikhúslífinu undanfarin ár. Unnur hefur verið samningsbundin í Borgarleikhúsinu um árabil þar sem hún hefur leikið fjölmörg stór hlutverk auk þess sem hún hefur getið sér gott orð sem leikstjóri. Nú í upphafi ársins færði hún sig yfir til Þjóðleikhússins og er nú samningsbundinn leikstjóri og leikkona. Vigdís Hrefna hefur leikið fjölmörg og ólík hlutverk í Þjóðleikhúsinu þar sem hún hefur verið í hópi fastráðinna leikara um árabil. Síðastliðið ár hefur hún verið í Englandi þar sem hún hefur stundað nám í leikstjórn. Uppsetningin á Framúrskarandi vinkonu mun sameina þær Unni og Vigdísi, en þær hafa verið miklar vinkonur um áratuga skeið - en þó hafa þær ekki leikið saman á sviði síðan þær útskrifuðust úr Leiklistarskóla. „Uppsetning Yael Farber á Framúrskarandi vinkonum verður án vafa mikil leikhúsveisla,“ segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri og bætir við: „Við erum ákaflega spennt að sviðsetja þetta verk sem hefur snert streng í hjörtum fólks um alla veröld. Það er leitun að bókaflokki sem hefur náð svo mikilli útbreiðslu á jafn skömmum tíma. Sagan er hjartnæm, grimm en einnig falleg og við getum varla beðið eftir því að hefja vinnu við verkið með leikstjóranum Yael Farber en hún er eftirsóttur leikstjóri um allan heim og við erum ákaflega þakklát að fá að njóta krafta hennar hér í Þjóðleikhúsinu.“
Menning Leikhús Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira