„Eiginlega einhugur“ um að opna innri landamærin á undan þeim ytri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2020 11:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að aðildarríki Schengen-samstarfsins séu eiginlega einhuga um það að opna innri landamærin sín á milli fyrst áður en þau opni ytri landamæri Schengen-svæðisins í sameiningu. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í Bítinu á morgun þar sem rætt var um fyrirhugaðar skimanir á landamærum Íslands og opnun ytri landamæra Schengen-samstarfsins. Sem kunnugt er hafa verulegar ferðatakmarkanir verið í gildi á ytri landamærum Schengen-svæðisins frá því í mars sem gerir það til að mynda að verkum að Bandaríkjamenn geta ekki ferðast hingað til lands, nema í mjög afmörkuðum tilvikum. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er kominn í lægð víða um heim hafa fulltrúar aðildarríkja Schengen hins vegar rætt sín á milli hvenær eigi að opna ytri landamærin aftur. „Núna hefur verið mikil umræða um hvenær eigi og hvernig eigi að opna. Mörg lönd eru auðvitað enn með talsverðar lokanir hjá sér, á innri landamærum og markmiðið, það er eiginlega einhugur, það eru nokkur lönd sem eru þessu ósammála, en markmiðið hjá flestum er þá að opna innri landamærin fyrst og leyfa þá frjálsa för fólks innan Schengen-svæðisins og opna síðan saman ytri landamærin,“ sagði Áslaug Arna í Bítinu. Landamæri Íslands hafa verið opin fyrir íbúa og ríkisborgara EES og Sviss, með þeim skilyrðum að þeir fari í fjórtán daga sóttkví við komu til landsins. Frá og með 15. júní munu þeir sem koma til landsins eiga kost á því að fara í sýnatöku vegna COVID-19 á landamærum í stað fjórtán daga sóttkvíar. Í gær sagði Áslaug Arna að það væri markmið Schengen-ríkjanna að opna innri landamæri sín á milli á tímabilinu frá 15. júní til 1.júlí en ytri landamæri Schengen-svæðisins yrðu áfram lokuð til 1. júlí. Áslaug Arna segir þó að Ísland hafi beint ákveðnun tilmælum til ESB og Schengen þar sem Ísland væri eyja sem þar að auki reiddi sig á ferðamenn sem kæmu utan Schengen-svæðisins. „Þess vegna höfum við nú beint þeim tilmælum að við værum til í að opna fyrr hjá okkur, sérstaklega ef þeir ætla, einhver lönd, að framlengja eftir 1. júlí, og taka þá upp brottfarareftirlit hér. Þannig að við verðum landamæri fyrir Schengen en hleypum aðilum hingað inn,“ sagði Áslaug Arna. Viðbrögð hafi þó ekki borist að utan við þessum hugmyndum, enn sem komið er. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að aðildarríki Schengen-samstarfsins séu eiginlega einhuga um það að opna innri landamærin sín á milli fyrst áður en þau opni ytri landamæri Schengen-svæðisins í sameiningu. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í Bítinu á morgun þar sem rætt var um fyrirhugaðar skimanir á landamærum Íslands og opnun ytri landamæra Schengen-samstarfsins. Sem kunnugt er hafa verulegar ferðatakmarkanir verið í gildi á ytri landamærum Schengen-svæðisins frá því í mars sem gerir það til að mynda að verkum að Bandaríkjamenn geta ekki ferðast hingað til lands, nema í mjög afmörkuðum tilvikum. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er kominn í lægð víða um heim hafa fulltrúar aðildarríkja Schengen hins vegar rætt sín á milli hvenær eigi að opna ytri landamærin aftur. „Núna hefur verið mikil umræða um hvenær eigi og hvernig eigi að opna. Mörg lönd eru auðvitað enn með talsverðar lokanir hjá sér, á innri landamærum og markmiðið, það er eiginlega einhugur, það eru nokkur lönd sem eru þessu ósammála, en markmiðið hjá flestum er þá að opna innri landamærin fyrst og leyfa þá frjálsa för fólks innan Schengen-svæðisins og opna síðan saman ytri landamærin,“ sagði Áslaug Arna í Bítinu. Landamæri Íslands hafa verið opin fyrir íbúa og ríkisborgara EES og Sviss, með þeim skilyrðum að þeir fari í fjórtán daga sóttkví við komu til landsins. Frá og með 15. júní munu þeir sem koma til landsins eiga kost á því að fara í sýnatöku vegna COVID-19 á landamærum í stað fjórtán daga sóttkvíar. Í gær sagði Áslaug Arna að það væri markmið Schengen-ríkjanna að opna innri landamæri sín á milli á tímabilinu frá 15. júní til 1.júlí en ytri landamæri Schengen-svæðisins yrðu áfram lokuð til 1. júlí. Áslaug Arna segir þó að Ísland hafi beint ákveðnun tilmælum til ESB og Schengen þar sem Ísland væri eyja sem þar að auki reiddi sig á ferðamenn sem kæmu utan Schengen-svæðisins. „Þess vegna höfum við nú beint þeim tilmælum að við værum til í að opna fyrr hjá okkur, sérstaklega ef þeir ætla, einhver lönd, að framlengja eftir 1. júlí, og taka þá upp brottfarareftirlit hér. Þannig að við verðum landamæri fyrir Schengen en hleypum aðilum hingað inn,“ sagði Áslaug Arna. Viðbrögð hafi þó ekki borist að utan við þessum hugmyndum, enn sem komið er.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira