Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Vongóðu liðin (4. til 5. sæti) Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2020 14:00 Cecilía Rán Rúnarsdóttir spilaði sinn fyrsta landsleik í vetur og fékk ekki á sig mark síðustu 623 mínútunar í keppnisleikjum fyrir COVID-19. Vísir/Bára Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Vals og KR föstudagskvöldið 12. júní. Næst skoðum við liðin sem ættu að vera í efri hluta deildarinnar og gætu blandað sér í toppbaráttuna ef allt gengur upp hjá þeim. KR og Fylkir stigu bæði skref í rétta átt á síðasta sumri. KR-liðið endaði kannski bara í sjöunda sæti í deildinni en fór alla leið í bikarúrslitaleikinn þar sem liðið tapaði í framlengingu. Fylkiskonur náðu aftur á móti sjötta sætinu sem nýliðar og létu sína vita vel af framförum sínum á undirbúningstímabilinu áður en COVID-19 setti allt í lás. Hjá Fylkisliðinu eru ungar og efnilegar stelpur búnar að stíga erfiða skrefið í það að vera góðar en hjá KR hefur Vesturbæjarliðið safnaði liði í vetur. Bæði hafa því burði til að sigla áfram upp töfluna í sumar. View this post on Instagram Katrín Ásbjörnsdóttir er mætt aftur í KR búningin, hún samdi til tveggja ára! #allirsemeinn A post shared by Mfl. Kvenna KR (@krstelpur) on Nov 21, 2019 at 11:39am PST KR í 5. sæti: Margir reynsluboltar komu í Vesturbæinn í vetur Íþróttadeild spáir KR 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og hækkar liðið sig því um tvö sæti frá því á síðustu leiktíð þar sem það endaði í 7. sæti. KR er sofandi stórveldi kvennamegin og hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár eftir að hafa verið sleitulaust í titilbaráttu frá tíunda áratug síðustu aldar. Svartnætti skall á sumarið 2012 þegar liðið féll úr efstu deild með aðeins átta stig í 18 leikjum. Tók það KR stúlkur tvær tilraunir að komast upp úr næst efstu deild. Síðan þá hafa þær verið viðloðandi fallbaráttuna og endað í 7. til 8. sæti. Annað ætti að vera upp á teningnum í sumar ef spá íþróttadeildar Vísis gengur eftir. Jóhannes Karl Sigursteinsson tók við stjórnartaumum liðsins eftir að Bojana Besic steig til hliðar á síðustu leiktíð. Jóhannes Karl hefur áður þjálfað lið Stjörnunnar, Breiðabliks og HK/Víkings. Ragna Lóa Stefánsdóttir er áfram aðstoðarþjálfari og Gísli Þór Einarsson sér til þess að markverðir liðsins verði á tánum. KR-liðið hefur fengið til sín reynslubolta og styrkt leikmannahópinn mikið frá því í fyrra. KR minnti á sig í fyrra með því að komast alla leið í bikarúrslitaleikinn og þó að titilinn hafi ekki komið í hús þá sýndu KR-konur að þær eru hungraðar í eitthvað meira en baráttu meðal neðstu liðanna. KR í Reykjavík Ár í deildinni: Sex tímabil í röð í efstu deild (2015-) Besti árangur: Sex sinnum Íslandsmeistarar (Síðast 2003) Fjórir bikarmeistaratitlar (Síðast 2008) og 11 bikarúrslitaleikir Sæti í fyrra: 7. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Jóhannes Karl Sigursteinsson (2. tímabil) Síðasta tímabil Síðasta tímabil hjá KR var ekkert sérstaklega gott ef horft er í sögu liðsins. Hins vegar hefur liðið verið í 7. til 8. sæti deildarinnar frá því það komst aftur upp í efstu deild og hafa þær nær alltaf grætt á því að það eru tvö til þrjú mun slakari lið í deildinni. KR fékk aðeins 19 stig á síðustu leiktíð en liðið vann sex leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði ellefu. Liðið skoraði 24 mörk og fékk á sig 35. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Guðmunda Brynja Óladóttir 5 Katrín Ómarsdóttir 5 Gloria Douglas 4 Ásdís Karen Halldórsdóttir 2 Betsy Doon Hassett 2 Grace Maher 2 Ingunn Haraldsdóttir 2 Liðið og leikmenn KR var í markmannsvandræðum á síðustu leiktíð en Ingibjörg Valgeirsdóttir, aðalmarkvörður liðsins, spilaði aðeins níu leiki. Alls lék liðið með fjóra markverði í leikjunum 18. Birna Kristjánsdóttir spilaði sjö leiki, Agnes Þóra Árnadóttir spilaði tvö og Hrafnhildur Agnarsdóttir lék aðeins einn leik. Var Ingibjörg í marki KR í fjórum af sex sigurleikjum liðsins og vonast Vesturbæingar eftir því að Ingibjörg haldist heil í sumar. Það hefur verið ágætis velta á leikmönnum í KR en alls hafa átta leikmenn skipt yfir. Þá hafa fjórir leikmenn yfirgefið herbúðir liðsins. Þær Rebekka Sverrisdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir eru komnar aftur í Vesturbæinn en Rebekka hefur ekki spilað síðan hún lék með Val sumarið 2016. Alls á hún þó 93 leiki í efstu deild með KR og Val. Þá lék Katrín ekki á síðustu leiktíð en hún hefur verið einn besti leikmaður Stjörnunnar undanfarin ár. Hefur hún leikið 136 leiki í efstu deild og skorað 61 mark. Þá fær liðið mjög reynslumikla leikmenn í þeim Ana Victoria Cate, Kristínu Ernu Sigurlásdóttir, Láru Kristínu Pedersen og Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttir. Alls eiga þær 444 leiki í efstu deild. Hin 19 ára gamla Inga Laufey Ágústsdóttir gæti fengið eldskírn sína í efstu deild í sumar en hún gekk í raðir KR frá Aftureldingu. Þá gekk Alma Gui Mathiesen aftur í raðir KR en hún lék einn leik með liðinu sumarið 2017. Þær Betsy Hassett, Gloria Douglas, Grace Maher og Ásdís Karen Halldórsdóttir eru allar horfnar á braut. Betsy fór í Stjörnuna og Ásdís Karen fór aftur í Val en hún var á láni. Gloria og Grace héldu svo út fyrir landsteinana. Lykilmenn Katrín Ómarsdóttir, 33 ára miðjumaður Lára Kristín Pedersen, 26 ára miðjumaður Katrín Ásbjörnsdóttir, 28 ára sóknarmaður Gæti sprungið út Spennandi verður að sjá hvernig Ana Victoria Cate kemur til leiks með KR eftir barnsburð. Hefur varla spilað síðan 2017 og því verður forvitnilegt að sjá hvernig hún kemur inn í deildina að nýju. Hún býr augljóslega yfir miklum gæðum og vonandi að þau skíni í gegn í sumar. Það er því sem íþróttadeildin velur hana sem leikmann sem gæti sprungið út í KR liðinu. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir fer yfir möguleika KR í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. View this post on Instagram A post shared by Mfl Kvenna Fylkis (@fylkirmflkvk) on Feb 9, 2020 at 7:31am PST Fylkir í 4. sæti: Sýndu meistaratakta í vetur Íþróttadeild spáir Fylki 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og myndi liðið þar með hækka sig því um tvö sæti frá því á síðustu leiktíð þar sem það endaði í 6. sæti. Fylkiskonur voru í fallbaráttu framan af sumri í fyrra og þurftu greinilega tíma til að venjast því að vera komnar í hóp þeirra bestu á nýjan leik. Fimm sigurleikir í röð um mitt mót gulltryggðu sætið og falldraugurinn var því útskúfaður snemma í Árbænum í fyrrasumar. Nú er ekkert slíkt á dagskránni enda horfa Fylkisstelpur upp töfluna og hungrar í að fá að kynnast toppbaráttunni í sumar. Það er einmitt varnarleikur og markvarslan sem býr til afar góðan grunn í Árbænum. Fylkisliðið varð Reykjavíkurmeistari í sumar þar sem liðið vann alla fimm leiki sína þar á meðal 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals. Markatala Fylkisliðsins var 16-1 og sú eina sem náði að skora framhjá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur var hennar eigin maður eftir sjö mínútna leik. Hin sautján ára gamla Cecilía Rán, sem fékk líka tækifæri með A-landsliðinu í vetur, hélt marki sínu hreinu síðustu 443 mínúturnar í Reykjavíkurmótinu. Cecilía Rán hélt líka hreinu í fyrstu tveimur leikjunum í Lengjubikarnum og er því ekki búin að fá á sig mark í 623 mínútur í keppnisleikjum. Cecilía Rán er einn efnilegasti markvörður sem við höfum séð lengi og hefur allt til þess að bera til að ná langt. Fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir fékk líka fyrsta tækifærið með A-landsliðinu í vetur eins og Cecilía Rán og þá hafa þær ungu Stefanía Ragnarsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir báðar blómstrað í Árbæjarloftinu eftir komu sína í Fylki. Fylkir í Árbæ Ár í deildinni: Tvö tímabil í röð í efstu deild (2019-) Besti árangur: Þrisvar sinnum í 5. sæti (Síðast 2014) Best í bikar: Sjö sinnum í undanúrslit (Síðast 2019) Sæti í fyrra: 6. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Kjartan Stefánsson (3. tímabil) Síðasta tímabil Fylkisliðið var nýliði í Pepsi Max deildinni í fyrra og náði bæði sjötta sætinu í deildinni sem og að komast í undanúrslitin í bikarinn. Frábær árangur hjá nýliðum og sönnun þess að Kjartan Stefánsson er búinn að búa til mjög skemmtilegt lið í Árbænum. Frábær kafli liðsins frá 23. júlí til 16. ágúst stendur upp úr en þá unnu Fylkiskonur fimm deildarleiki í röð og tryggðu sér að auki sæti í undanúrslitum bikarsins. Fylkisliðið tapaði reyndar öllum fjórum deildarleikjunum á móti Val og Breiðabliki stórt (samtals 2-21). Tímabilið var reyndar svolítið endasleppt því Fylkisliðið tapaði fjórum síðustu leikjum sínum sem hafði af liðinu sæti í efri hlutanum. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Ída Marín Hermannsdóttir 7 Marija Radojicic 6 Bryndís Arna Níelsdóttir 2 Hulda Hrund Arnarsdóttir 2 Liðið og leikmenn Fylkisliðið heldur stærsta hluta síns leikmannahóps og getur því byggt ofan á tvö síðustu tímabil þar sem ungir leikmenn hafa fengið dýrmæta ábyrgð til vaxa og dafna enn frekar. Fylkisliðið er vissulega ungt en þær eru engir nýliðar lengur. Fylkisliðið missti reyndar sinn markahæsta leikmann í vetur þegar Ída Marín Hermannsdóttir ákvað að skipta yfir í Val. Það ætti að vera nóg til að draga úr væntingum en í Fylkisliðinu voru aftur á móti leikmenn sem stukku á tækifærið sem skapast þegar Ída Marín fór. Það sáum við í vetrarmótunum. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen kemur á láni frá Breiðabliki en þar er leikmaður sem hefur ekki komist að kjötkötlunum í Kópavogi en hefur inn á milli sýnt alla burði til að vera mjög öflugur framherji. Sólveig hefur verið í kringum úrvalsdeildina síðan 2016 en er engu að síður enn bara tvítug. Hún fær nú tækifæri til að sýna sig og sanna í Árbænum. Fylkir fékk líka María Eva Eyjólfsdóttir frá Stjörnuni og þar er leikmaður sem gefur ekkert eftir inn á vellinum. Reynsluboltinn Vesna Elísa Smiljkovic er líka komin frá Val og þar er á ferðinni leikmaður sem hefur skorað 84 mörk í efstu deild á Íslandi og spilað hátt í 30 landsleiki fyrir Serbíu. Lykilmenn Berglind Rós Ágústsdóttir, 25 ára miðjumaður Cecilía Rán Rúnarsdóttir, 17 ára markvörður Stefanía Ragnarsdóttir, 20 ára miðjumaður Gæti sprungið út Bryndís Arna Níelsdóttir raðaði inn mörkum í B-deildinni fimmtán ára gömul sumarið 2018 og fékk að kynnast Pepsi Max deildinni í fyrra. Bryndís Arna tókst bara að skora tvö mörk í deildinni í fyrra en mætir nú reynslunni ríkari. Hún sýndi það strax á undirbúningstímabilinu fyrir COVID-19 með því að skora meðal annars gríðarlega mikilvægt sigurmark á móti KR í Reykjavíkurmótinu þar sem Fylkiskonur urðu meistarar. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Kristín Ýr Bjarnadóttir fer yfir möguleika Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir KR Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Vals og KR föstudagskvöldið 12. júní. Næst skoðum við liðin sem ættu að vera í efri hluta deildarinnar og gætu blandað sér í toppbaráttuna ef allt gengur upp hjá þeim. KR og Fylkir stigu bæði skref í rétta átt á síðasta sumri. KR-liðið endaði kannski bara í sjöunda sæti í deildinni en fór alla leið í bikarúrslitaleikinn þar sem liðið tapaði í framlengingu. Fylkiskonur náðu aftur á móti sjötta sætinu sem nýliðar og létu sína vita vel af framförum sínum á undirbúningstímabilinu áður en COVID-19 setti allt í lás. Hjá Fylkisliðinu eru ungar og efnilegar stelpur búnar að stíga erfiða skrefið í það að vera góðar en hjá KR hefur Vesturbæjarliðið safnaði liði í vetur. Bæði hafa því burði til að sigla áfram upp töfluna í sumar. View this post on Instagram Katrín Ásbjörnsdóttir er mætt aftur í KR búningin, hún samdi til tveggja ára! #allirsemeinn A post shared by Mfl. Kvenna KR (@krstelpur) on Nov 21, 2019 at 11:39am PST KR í 5. sæti: Margir reynsluboltar komu í Vesturbæinn í vetur Íþróttadeild spáir KR 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og hækkar liðið sig því um tvö sæti frá því á síðustu leiktíð þar sem það endaði í 7. sæti. KR er sofandi stórveldi kvennamegin og hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár eftir að hafa verið sleitulaust í titilbaráttu frá tíunda áratug síðustu aldar. Svartnætti skall á sumarið 2012 þegar liðið féll úr efstu deild með aðeins átta stig í 18 leikjum. Tók það KR stúlkur tvær tilraunir að komast upp úr næst efstu deild. Síðan þá hafa þær verið viðloðandi fallbaráttuna og endað í 7. til 8. sæti. Annað ætti að vera upp á teningnum í sumar ef spá íþróttadeildar Vísis gengur eftir. Jóhannes Karl Sigursteinsson tók við stjórnartaumum liðsins eftir að Bojana Besic steig til hliðar á síðustu leiktíð. Jóhannes Karl hefur áður þjálfað lið Stjörnunnar, Breiðabliks og HK/Víkings. Ragna Lóa Stefánsdóttir er áfram aðstoðarþjálfari og Gísli Þór Einarsson sér til þess að markverðir liðsins verði á tánum. KR-liðið hefur fengið til sín reynslubolta og styrkt leikmannahópinn mikið frá því í fyrra. KR minnti á sig í fyrra með því að komast alla leið í bikarúrslitaleikinn og þó að titilinn hafi ekki komið í hús þá sýndu KR-konur að þær eru hungraðar í eitthvað meira en baráttu meðal neðstu liðanna. KR í Reykjavík Ár í deildinni: Sex tímabil í röð í efstu deild (2015-) Besti árangur: Sex sinnum Íslandsmeistarar (Síðast 2003) Fjórir bikarmeistaratitlar (Síðast 2008) og 11 bikarúrslitaleikir Sæti í fyrra: 7. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Jóhannes Karl Sigursteinsson (2. tímabil) Síðasta tímabil Síðasta tímabil hjá KR var ekkert sérstaklega gott ef horft er í sögu liðsins. Hins vegar hefur liðið verið í 7. til 8. sæti deildarinnar frá því það komst aftur upp í efstu deild og hafa þær nær alltaf grætt á því að það eru tvö til þrjú mun slakari lið í deildinni. KR fékk aðeins 19 stig á síðustu leiktíð en liðið vann sex leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði ellefu. Liðið skoraði 24 mörk og fékk á sig 35. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Guðmunda Brynja Óladóttir 5 Katrín Ómarsdóttir 5 Gloria Douglas 4 Ásdís Karen Halldórsdóttir 2 Betsy Doon Hassett 2 Grace Maher 2 Ingunn Haraldsdóttir 2 Liðið og leikmenn KR var í markmannsvandræðum á síðustu leiktíð en Ingibjörg Valgeirsdóttir, aðalmarkvörður liðsins, spilaði aðeins níu leiki. Alls lék liðið með fjóra markverði í leikjunum 18. Birna Kristjánsdóttir spilaði sjö leiki, Agnes Þóra Árnadóttir spilaði tvö og Hrafnhildur Agnarsdóttir lék aðeins einn leik. Var Ingibjörg í marki KR í fjórum af sex sigurleikjum liðsins og vonast Vesturbæingar eftir því að Ingibjörg haldist heil í sumar. Það hefur verið ágætis velta á leikmönnum í KR en alls hafa átta leikmenn skipt yfir. Þá hafa fjórir leikmenn yfirgefið herbúðir liðsins. Þær Rebekka Sverrisdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir eru komnar aftur í Vesturbæinn en Rebekka hefur ekki spilað síðan hún lék með Val sumarið 2016. Alls á hún þó 93 leiki í efstu deild með KR og Val. Þá lék Katrín ekki á síðustu leiktíð en hún hefur verið einn besti leikmaður Stjörnunnar undanfarin ár. Hefur hún leikið 136 leiki í efstu deild og skorað 61 mark. Þá fær liðið mjög reynslumikla leikmenn í þeim Ana Victoria Cate, Kristínu Ernu Sigurlásdóttir, Láru Kristínu Pedersen og Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttir. Alls eiga þær 444 leiki í efstu deild. Hin 19 ára gamla Inga Laufey Ágústsdóttir gæti fengið eldskírn sína í efstu deild í sumar en hún gekk í raðir KR frá Aftureldingu. Þá gekk Alma Gui Mathiesen aftur í raðir KR en hún lék einn leik með liðinu sumarið 2017. Þær Betsy Hassett, Gloria Douglas, Grace Maher og Ásdís Karen Halldórsdóttir eru allar horfnar á braut. Betsy fór í Stjörnuna og Ásdís Karen fór aftur í Val en hún var á láni. Gloria og Grace héldu svo út fyrir landsteinana. Lykilmenn Katrín Ómarsdóttir, 33 ára miðjumaður Lára Kristín Pedersen, 26 ára miðjumaður Katrín Ásbjörnsdóttir, 28 ára sóknarmaður Gæti sprungið út Spennandi verður að sjá hvernig Ana Victoria Cate kemur til leiks með KR eftir barnsburð. Hefur varla spilað síðan 2017 og því verður forvitnilegt að sjá hvernig hún kemur inn í deildina að nýju. Hún býr augljóslega yfir miklum gæðum og vonandi að þau skíni í gegn í sumar. Það er því sem íþróttadeildin velur hana sem leikmann sem gæti sprungið út í KR liðinu. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir fer yfir möguleika KR í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. View this post on Instagram A post shared by Mfl Kvenna Fylkis (@fylkirmflkvk) on Feb 9, 2020 at 7:31am PST Fylkir í 4. sæti: Sýndu meistaratakta í vetur Íþróttadeild spáir Fylki 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og myndi liðið þar með hækka sig því um tvö sæti frá því á síðustu leiktíð þar sem það endaði í 6. sæti. Fylkiskonur voru í fallbaráttu framan af sumri í fyrra og þurftu greinilega tíma til að venjast því að vera komnar í hóp þeirra bestu á nýjan leik. Fimm sigurleikir í röð um mitt mót gulltryggðu sætið og falldraugurinn var því útskúfaður snemma í Árbænum í fyrrasumar. Nú er ekkert slíkt á dagskránni enda horfa Fylkisstelpur upp töfluna og hungrar í að fá að kynnast toppbaráttunni í sumar. Það er einmitt varnarleikur og markvarslan sem býr til afar góðan grunn í Árbænum. Fylkisliðið varð Reykjavíkurmeistari í sumar þar sem liðið vann alla fimm leiki sína þar á meðal 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals. Markatala Fylkisliðsins var 16-1 og sú eina sem náði að skora framhjá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur var hennar eigin maður eftir sjö mínútna leik. Hin sautján ára gamla Cecilía Rán, sem fékk líka tækifæri með A-landsliðinu í vetur, hélt marki sínu hreinu síðustu 443 mínúturnar í Reykjavíkurmótinu. Cecilía Rán hélt líka hreinu í fyrstu tveimur leikjunum í Lengjubikarnum og er því ekki búin að fá á sig mark í 623 mínútur í keppnisleikjum. Cecilía Rán er einn efnilegasti markvörður sem við höfum séð lengi og hefur allt til þess að bera til að ná langt. Fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir fékk líka fyrsta tækifærið með A-landsliðinu í vetur eins og Cecilía Rán og þá hafa þær ungu Stefanía Ragnarsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir báðar blómstrað í Árbæjarloftinu eftir komu sína í Fylki. Fylkir í Árbæ Ár í deildinni: Tvö tímabil í röð í efstu deild (2019-) Besti árangur: Þrisvar sinnum í 5. sæti (Síðast 2014) Best í bikar: Sjö sinnum í undanúrslit (Síðast 2019) Sæti í fyrra: 6. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Kjartan Stefánsson (3. tímabil) Síðasta tímabil Fylkisliðið var nýliði í Pepsi Max deildinni í fyrra og náði bæði sjötta sætinu í deildinni sem og að komast í undanúrslitin í bikarinn. Frábær árangur hjá nýliðum og sönnun þess að Kjartan Stefánsson er búinn að búa til mjög skemmtilegt lið í Árbænum. Frábær kafli liðsins frá 23. júlí til 16. ágúst stendur upp úr en þá unnu Fylkiskonur fimm deildarleiki í röð og tryggðu sér að auki sæti í undanúrslitum bikarsins. Fylkisliðið tapaði reyndar öllum fjórum deildarleikjunum á móti Val og Breiðabliki stórt (samtals 2-21). Tímabilið var reyndar svolítið endasleppt því Fylkisliðið tapaði fjórum síðustu leikjum sínum sem hafði af liðinu sæti í efri hlutanum. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Ída Marín Hermannsdóttir 7 Marija Radojicic 6 Bryndís Arna Níelsdóttir 2 Hulda Hrund Arnarsdóttir 2 Liðið og leikmenn Fylkisliðið heldur stærsta hluta síns leikmannahóps og getur því byggt ofan á tvö síðustu tímabil þar sem ungir leikmenn hafa fengið dýrmæta ábyrgð til vaxa og dafna enn frekar. Fylkisliðið er vissulega ungt en þær eru engir nýliðar lengur. Fylkisliðið missti reyndar sinn markahæsta leikmann í vetur þegar Ída Marín Hermannsdóttir ákvað að skipta yfir í Val. Það ætti að vera nóg til að draga úr væntingum en í Fylkisliðinu voru aftur á móti leikmenn sem stukku á tækifærið sem skapast þegar Ída Marín fór. Það sáum við í vetrarmótunum. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen kemur á láni frá Breiðabliki en þar er leikmaður sem hefur ekki komist að kjötkötlunum í Kópavogi en hefur inn á milli sýnt alla burði til að vera mjög öflugur framherji. Sólveig hefur verið í kringum úrvalsdeildina síðan 2016 en er engu að síður enn bara tvítug. Hún fær nú tækifæri til að sýna sig og sanna í Árbænum. Fylkir fékk líka María Eva Eyjólfsdóttir frá Stjörnuni og þar er leikmaður sem gefur ekkert eftir inn á vellinum. Reynsluboltinn Vesna Elísa Smiljkovic er líka komin frá Val og þar er á ferðinni leikmaður sem hefur skorað 84 mörk í efstu deild á Íslandi og spilað hátt í 30 landsleiki fyrir Serbíu. Lykilmenn Berglind Rós Ágústsdóttir, 25 ára miðjumaður Cecilía Rán Rúnarsdóttir, 17 ára markvörður Stefanía Ragnarsdóttir, 20 ára miðjumaður Gæti sprungið út Bryndís Arna Níelsdóttir raðaði inn mörkum í B-deildinni fimmtán ára gömul sumarið 2018 og fékk að kynnast Pepsi Max deildinni í fyrra. Bryndís Arna tókst bara að skora tvö mörk í deildinni í fyrra en mætir nú reynslunni ríkari. Hún sýndi það strax á undirbúningstímabilinu fyrir COVID-19 með því að skora meðal annars gríðarlega mikilvægt sigurmark á móti KR í Reykjavíkurmótinu þar sem Fylkiskonur urðu meistarar. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Kristín Ýr Bjarnadóttir fer yfir möguleika Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.
KR í Reykjavík Ár í deildinni: Sex tímabil í röð í efstu deild (2015-) Besti árangur: Sex sinnum Íslandsmeistarar (Síðast 2003) Fjórir bikarmeistaratitlar (Síðast 2008) og 11 bikarúrslitaleikir Sæti í fyrra: 7. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Jóhannes Karl Sigursteinsson (2. tímabil)
Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Guðmunda Brynja Óladóttir 5 Katrín Ómarsdóttir 5 Gloria Douglas 4 Ásdís Karen Halldórsdóttir 2 Betsy Doon Hassett 2 Grace Maher 2 Ingunn Haraldsdóttir 2
Lykilmenn Katrín Ómarsdóttir, 33 ára miðjumaður Lára Kristín Pedersen, 26 ára miðjumaður Katrín Ásbjörnsdóttir, 28 ára sóknarmaður
Fylkir í Árbæ Ár í deildinni: Tvö tímabil í röð í efstu deild (2019-) Besti árangur: Þrisvar sinnum í 5. sæti (Síðast 2014) Best í bikar: Sjö sinnum í undanúrslit (Síðast 2019) Sæti í fyrra: 6. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Kjartan Stefánsson (3. tímabil)
Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Ída Marín Hermannsdóttir 7 Marija Radojicic 6 Bryndís Arna Níelsdóttir 2 Hulda Hrund Arnarsdóttir 2
Lykilmenn Berglind Rós Ágústsdóttir, 25 ára miðjumaður Cecilía Rán Rúnarsdóttir, 17 ára markvörður Stefanía Ragnarsdóttir, 20 ára miðjumaður
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir KR Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira