Gjaldfrjáls leikskóli í 6 tíma á dag Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 10. júní 2020 13:00 Við miklar efnahagslegar sviptingar og breytingar á þjóðfélaginu er nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórnum um allt land hafi að leiðarljósi fyrir hverja þeir starfa og hver tilgangur þeirra er. Í sveitarstjórnarlögum segir: Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum. Almannahagsmunir eru meira en bara styrk hagstjórn og samgöngumál. Nauðsynlegt er að fulltrúar almennings geri sitt ítrasta til að tryggja hagsmuni þeirra sem verst eru staddir. Með það að leiðarljósi hafa Píratar í Kópavogi lagt fram tillögu þess efnis að breytingar verði gerðar á gjaldskrá leikskóla þannig að fyrstu sex klukkustundir dagsins verði gjaldfrjálsar en innheimt verði gjald sem nemur raunkostnaði fyrir vistun umfram sex tímana. Í núverandi fyrirkomulagi greiðir Kópavogsbær um 75% kostnaðar við leikskóladvöl barna. Langflest börn dvelja á leikskólum í átta tíma á dag og því eru sex tímar einmitt 75% af vistunartíma flestra barna. Haldist dvalartími barna sá sami eftir breytinguna eykst kostnaður sveitarfélagsins því ekki að neinu ráði. Stóra breytingin verður hjá þeim sem nýlega hafa lækkað í starfshlutfalli eða misst vinnuna, stefna á töku fæðingarorlofs eða hafa af öðrum sökum misst tekjur og sjá ekki fram á að láta enda ná saman. Þessum hópi myndi standa til boða að minnka dvalartíma barna sinna á leikskóla í stað þess að láta þau hætta. Þannig fá foreldrar næði til að sækja um vinnu eða stunda nám, og börnin styrkjast í þeim félagslegum aðstæðum sem leikskólarnir okkar bjóða upp á. Svo eru dæmi um að tekjulágir foreldrar taki börnin sín úr leikskóla vegna fjárhagsvanda. Þessi tillaga valdeflir þá foreldra og tryggir menntun barna þeirra. Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur fyrir félagsþroska barna og undirbúning fyrir grunnskóla, ekki síst fyrir börn af erlendum uppruna. En fleira hangir á spýtunni en aðstæður foreldra og barna þeirra. Nái breytingin fram að ganga mun álag á leikskólakennara og leiðbeinendur minnka og veita aukið svigrúm til að vinna að undirbúningi námsins. Þá mætti færa deildarfundi yfir á dagvinnutíma og þannig spara kostnað við yfirvinnu. Auk þess spilar aðgerðin vel með markmiðum um styttingu vinnuvikunnar. Þar sem sambærilegar tillögur hafa verið rýndar hefur niðurstaðan verið sú að tekjutap bæjarins vegna styttri dvalartíma yrði í öllum tilfellum minna en sparnaður vegna minni þrýstings á kerfið. Bæjarráð Kópavogs samþykkti að vísa tillögu okkar Pírata til menntasviðs, þar sem hún er nú í umsagnarferli. Ef tillagan nær fram að ganga má búast við því að þessi styrking á öryggisneti barnanna okkar geti komið til framkvæmda á næsta starfsári leikskólanna. Stundum er sem betur fer hægt að gera líf almennings betra með litlum tilkostnaði, einföldum aðgerðum og bara smá vilja til að líta hlutina frá nýju sjónarhorni. En aðeins ef markmiðið um að gæta að almennum hagsmunum allra íbúa er í hávegum haft. Höfundur er bæjarfulltrúi hjá Kópavogsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Við miklar efnahagslegar sviptingar og breytingar á þjóðfélaginu er nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórnum um allt land hafi að leiðarljósi fyrir hverja þeir starfa og hver tilgangur þeirra er. Í sveitarstjórnarlögum segir: Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum. Almannahagsmunir eru meira en bara styrk hagstjórn og samgöngumál. Nauðsynlegt er að fulltrúar almennings geri sitt ítrasta til að tryggja hagsmuni þeirra sem verst eru staddir. Með það að leiðarljósi hafa Píratar í Kópavogi lagt fram tillögu þess efnis að breytingar verði gerðar á gjaldskrá leikskóla þannig að fyrstu sex klukkustundir dagsins verði gjaldfrjálsar en innheimt verði gjald sem nemur raunkostnaði fyrir vistun umfram sex tímana. Í núverandi fyrirkomulagi greiðir Kópavogsbær um 75% kostnaðar við leikskóladvöl barna. Langflest börn dvelja á leikskólum í átta tíma á dag og því eru sex tímar einmitt 75% af vistunartíma flestra barna. Haldist dvalartími barna sá sami eftir breytinguna eykst kostnaður sveitarfélagsins því ekki að neinu ráði. Stóra breytingin verður hjá þeim sem nýlega hafa lækkað í starfshlutfalli eða misst vinnuna, stefna á töku fæðingarorlofs eða hafa af öðrum sökum misst tekjur og sjá ekki fram á að láta enda ná saman. Þessum hópi myndi standa til boða að minnka dvalartíma barna sinna á leikskóla í stað þess að láta þau hætta. Þannig fá foreldrar næði til að sækja um vinnu eða stunda nám, og börnin styrkjast í þeim félagslegum aðstæðum sem leikskólarnir okkar bjóða upp á. Svo eru dæmi um að tekjulágir foreldrar taki börnin sín úr leikskóla vegna fjárhagsvanda. Þessi tillaga valdeflir þá foreldra og tryggir menntun barna þeirra. Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur fyrir félagsþroska barna og undirbúning fyrir grunnskóla, ekki síst fyrir börn af erlendum uppruna. En fleira hangir á spýtunni en aðstæður foreldra og barna þeirra. Nái breytingin fram að ganga mun álag á leikskólakennara og leiðbeinendur minnka og veita aukið svigrúm til að vinna að undirbúningi námsins. Þá mætti færa deildarfundi yfir á dagvinnutíma og þannig spara kostnað við yfirvinnu. Auk þess spilar aðgerðin vel með markmiðum um styttingu vinnuvikunnar. Þar sem sambærilegar tillögur hafa verið rýndar hefur niðurstaðan verið sú að tekjutap bæjarins vegna styttri dvalartíma yrði í öllum tilfellum minna en sparnaður vegna minni þrýstings á kerfið. Bæjarráð Kópavogs samþykkti að vísa tillögu okkar Pírata til menntasviðs, þar sem hún er nú í umsagnarferli. Ef tillagan nær fram að ganga má búast við því að þessi styrking á öryggisneti barnanna okkar geti komið til framkvæmda á næsta starfsári leikskólanna. Stundum er sem betur fer hægt að gera líf almennings betra með litlum tilkostnaði, einföldum aðgerðum og bara smá vilja til að líta hlutina frá nýju sjónarhorni. En aðeins ef markmiðið um að gæta að almennum hagsmunum allra íbúa er í hávegum haft. Höfundur er bæjarfulltrúi hjá Kópavogsbæ.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar