Enski boltinn

Eitt nýtt smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmenn Manchester City búa sig undir að hefja keppni á ný eftir viku en þeir mæta þá Arsenal.
Leikmenn Manchester City búa sig undir að hefja keppni á ný eftir viku en þeir mæta þá Arsenal. vísir/getty

Nú er vika í að keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefjist að nýju, eftir hlé frá því í mars vegna kórónuveirufaraldursins, og er grannt fylgst með heilsu leikmanna.

Skimað er fyrir kórónuveirunni tvisvar í viku hjá leikmönnum og starfsfólki liðanna tuttugu í deildinni. Alls voru tekin 1.213 sýni í gær og í fyrradag og var eitt sýnanna jákvætt.

Alls hafa greinst 14 jákvæð sýni í 7.487 prófum á síðustu vikum.

Fyrsti leikur í deildinni eftir hléið er á milli Aston Villa og Sheffield United 17. júní, en Manchester City og Arsenal mætast síðar sama kvöld. Hlé var gert á deildinni 13. mars.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×