Erlent

Kemur ekki til greina að breyta nafni her­stöðva

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi afstöðu sína í málinu á Twitter í gær.
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi afstöðu sína í málinu á Twitter í gær. Getty

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni ekki einu sinni íhuga það að breyta nöfnum á herstöðvum Bandaríkjahers líkt og mótmælendur í landinu hafa kallað eftir.

Herstöðvar á borð við Fort Bragg, Fort Benning og Fort Hood, eru allar nefndar eftir hershöfðingjum Suðurríkahers í Þrælastríðinu og því þykir mörgum rétt að endurnefna stöðvarnar í því ljósi.

Flestar eru stöðvarnar sem um ræðir einmitt í Suðurríkjum Bandaríkjanna, þar sem Trump nýtur hvað mests stuðnings.

Á Twitter-síðu sinni í nótt segir hann nöfn stöðvanna hluta af bandarískri menningu sem ekki komi til greina að hrófla við á sinni vakt.


Tengdar fréttir

Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann

Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×