Íslendingar hvattir til að dreifa myndum sem sýna hversu gott lífið er hér Stefán Árni Pálsson skrifar 11. júní 2020 10:29 Gummi Ben og Bibba eru byrjuð í keppni og hvetja fólk til að merkja myndirnar sínar bæði #icelandisopen og svo #teamgummiben eða #teambibba. Myndaleikur Icelandair 2020 heitir Heimssókn og er markmiðið er að fá Íslendinga til þess að taka myndir af landinu, deila á Facebook eða Instagram og merkja þær #icelandisopen. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld kynnti Sindri Sindrason sér verkefnið. „Okkur datt þetta í hug þegar fólk erlendis sér hvað það er mikið líf á Íslandi þrátt fyrir þessar miklu sóttvarnaráðstafanir og hversu vel hefur gengið í baráttunni við Covid. Þá fórum við að hugsa og ákváðum að taka okkur saman og segja fólki hvað það er magnað að koma hingað. Falleg náttúru, hægt að fara á veitingarhús og vera út um allt og ekkert stress,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri sölu og þjónustu sviðs Icelandair. „Við erum í raun að biðja Íslendinga að sýna frá daglegu lífi, fallegri náttúru, fólki að koma saman og fara varlega á samfélagsmiðlunum sínum og merkja myndirnar #icelandisopen þannig að það dreifist sem víðast hversu gott lífið er hér.“ Guðmundur Benediktsson og Birna María Másdóttir, betur þekkt sem Bibba, voru fengin með í verkefnið og eiga að keppa sín á milli hvort þeirra geti smalað saman fleirum og merkja myndirnar #icelandisopen. Sjá nánar: Icelandair fer í heims-sókn Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni en í því var einnig rætt við fimleikamenn frá Gerplu og Stjörnunnar sem ætla að ferðast um landið í sumar, halda sýningar og fá fleiri stráka til að stunda íþróttina. Eins og sést hér fyrir neðan eru fjölmargir nú þegar búnir að merkja myndirnar sínar með #icelandisopen á Instagram og þannig taka þátt í leiknum. Hægt er að smella á myndirnar til að stækka þær. Hægt er að kynna sér leikinn nánar á heimasíðunni icelandisopen.is. Hægt að setja inn myndir til 26. júní. Þá velja fulltrúar Icelandair bestu myndirnar og í gang fer kosning hér á Vísi þar sem þjóðin velur sína uppáhalds mynd. Sú kosning stendur frá 26. júní til 3. júlí. Hver sem er getur tekið þátt á Instagram og/eða Facebook en myndirnar verða að vera teknar á tímabilinu 25. maí til 26. júní. Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Icelandair Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Fleiri fréttir Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Sjá meira
Myndaleikur Icelandair 2020 heitir Heimssókn og er markmiðið er að fá Íslendinga til þess að taka myndir af landinu, deila á Facebook eða Instagram og merkja þær #icelandisopen. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld kynnti Sindri Sindrason sér verkefnið. „Okkur datt þetta í hug þegar fólk erlendis sér hvað það er mikið líf á Íslandi þrátt fyrir þessar miklu sóttvarnaráðstafanir og hversu vel hefur gengið í baráttunni við Covid. Þá fórum við að hugsa og ákváðum að taka okkur saman og segja fólki hvað það er magnað að koma hingað. Falleg náttúru, hægt að fara á veitingarhús og vera út um allt og ekkert stress,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri sölu og þjónustu sviðs Icelandair. „Við erum í raun að biðja Íslendinga að sýna frá daglegu lífi, fallegri náttúru, fólki að koma saman og fara varlega á samfélagsmiðlunum sínum og merkja myndirnar #icelandisopen þannig að það dreifist sem víðast hversu gott lífið er hér.“ Guðmundur Benediktsson og Birna María Másdóttir, betur þekkt sem Bibba, voru fengin með í verkefnið og eiga að keppa sín á milli hvort þeirra geti smalað saman fleirum og merkja myndirnar #icelandisopen. Sjá nánar: Icelandair fer í heims-sókn Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni en í því var einnig rætt við fimleikamenn frá Gerplu og Stjörnunnar sem ætla að ferðast um landið í sumar, halda sýningar og fá fleiri stráka til að stunda íþróttina. Eins og sést hér fyrir neðan eru fjölmargir nú þegar búnir að merkja myndirnar sínar með #icelandisopen á Instagram og þannig taka þátt í leiknum. Hægt er að smella á myndirnar til að stækka þær. Hægt er að kynna sér leikinn nánar á heimasíðunni icelandisopen.is. Hægt að setja inn myndir til 26. júní. Þá velja fulltrúar Icelandair bestu myndirnar og í gang fer kosning hér á Vísi þar sem þjóðin velur sína uppáhalds mynd. Sú kosning stendur frá 26. júní til 3. júlí. Hver sem er getur tekið þátt á Instagram og/eða Facebook en myndirnar verða að vera teknar á tímabilinu 25. maí til 26. júní.
Hægt er að kynna sér leikinn nánar á heimasíðunni icelandisopen.is. Hægt að setja inn myndir til 26. júní. Þá velja fulltrúar Icelandair bestu myndirnar og í gang fer kosning hér á Vísi þar sem þjóðin velur sína uppáhalds mynd. Sú kosning stendur frá 26. júní til 3. júlí. Hver sem er getur tekið þátt á Instagram og/eða Facebook en myndirnar verða að vera teknar á tímabilinu 25. maí til 26. júní.
Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Icelandair Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Fleiri fréttir Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Sjá meira